Biden segist reiður yfir sýknu Rittenhouse Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2021 07:58 Joe Biden Bandaríkjaforseti hafði vonast til að mál Kyle Rittenhouse færi á annan veg. Alex Wong/Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð. Í yfirlýsingu frá Biden, sem gefin var út í gær, segir forsetinn: „Þó að niðurstaðan í Kenosha veki upp reiði og áhyggjur Bandaríkjamanna, að mér meðtöldum, verðum við að samþykkja að kviðdómurinn hefur talað.“ Fyrr í gær hafði Biden svarað spurningum blaðamanna um málið, en var þá ekki jafn afdráttarlaus um skoðun sína á því: „Ég stend með niðurstöðu kviðdómsins. Réttarkerfið virkar og við þurfum að lúta því,“ sagði forsetinn þá. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum en hann hafði gert sér ferð frá öðru ríki til borgarinnar Kenosha í Wisconsin, þar sem mótmæli vegna máls Jacobs Blake höfðu breyst í óeirðir í borginni. Mótmælin sneru að kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og hófust eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Rittenhouse kom til borgarinnar frá heimaríki sínu Illinois vopnaður riffli. Að eigin sögn fór hann til borgarinnar til að vernda fyrirtæki í óeirðunum og veita fyrstu hjálp ef þörf væri á. Rittenhouse féllst í faðma við verjanda sinn eftir að ljóst varð að hann yrði sýknaður af öllum ákæruliðum í málinu.Sean Krajacic/Getty Trump óskar Rittenhouse til hamingju Í kosningabaráttunni í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári, þar sem Biden hafði betur gegn Donald Trump, sem þá var sitjandi forseti, tísti Biden myndbandi sem ætlað var að búa til tengingar milli Rittenhouse og hreyfingar hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, án þess að sannanir væru fyrir slíkum tengingum. Trump er á öndverðum meiði við arftaka sinn í starfi og hefur óskað Ritenhouse til hamingju með niðurstöðuna. „Hamingjuóskir til Kyle Rittenhouse fyrir að hafa verið talinn SAKLAUS af öllum ákæruliðum. Það kallast að vera SÝKNAÐUR – Og meðan ég man, ef þetta er ekki sjálfsvörn, þá er ekkert það!“ sagði forsetinn fyrrverandi í yfirlýsingu. Hann hefur verið iðinn við að birta stuttar yfirlýsingar á vefsíðu sinni og í fréttabréfi eftir að Twitter-aðgangi hans var lokað í janúar á þessu ári. Inbox: President Trump statement on Kyle Rittenhouse pic.twitter.com/ylAKYR0kDw— Kambree (@KamVTV) November 19, 2021 Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sannfæra kviðdóm um að hann hafi ekki skotið mennina þrjá í sjálfsvörn, og var Rittenhouse sýknaður á þeim grundvelli. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. 19. nóvember 2021 18:18 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Biden, sem gefin var út í gær, segir forsetinn: „Þó að niðurstaðan í Kenosha veki upp reiði og áhyggjur Bandaríkjamanna, að mér meðtöldum, verðum við að samþykkja að kviðdómurinn hefur talað.“ Fyrr í gær hafði Biden svarað spurningum blaðamanna um málið, en var þá ekki jafn afdráttarlaus um skoðun sína á því: „Ég stend með niðurstöðu kviðdómsins. Réttarkerfið virkar og við þurfum að lúta því,“ sagði forsetinn þá. Mál Rittenhouse hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum en hann hafði gert sér ferð frá öðru ríki til borgarinnar Kenosha í Wisconsin, þar sem mótmæli vegna máls Jacobs Blake höfðu breyst í óeirðir í borginni. Mótmælin sneru að kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og hófust eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Rittenhouse kom til borgarinnar frá heimaríki sínu Illinois vopnaður riffli. Að eigin sögn fór hann til borgarinnar til að vernda fyrirtæki í óeirðunum og veita fyrstu hjálp ef þörf væri á. Rittenhouse féllst í faðma við verjanda sinn eftir að ljóst varð að hann yrði sýknaður af öllum ákæruliðum í málinu.Sean Krajacic/Getty Trump óskar Rittenhouse til hamingju Í kosningabaráttunni í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári, þar sem Biden hafði betur gegn Donald Trump, sem þá var sitjandi forseti, tísti Biden myndbandi sem ætlað var að búa til tengingar milli Rittenhouse og hreyfingar hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, án þess að sannanir væru fyrir slíkum tengingum. Trump er á öndverðum meiði við arftaka sinn í starfi og hefur óskað Ritenhouse til hamingju með niðurstöðuna. „Hamingjuóskir til Kyle Rittenhouse fyrir að hafa verið talinn SAKLAUS af öllum ákæruliðum. Það kallast að vera SÝKNAÐUR – Og meðan ég man, ef þetta er ekki sjálfsvörn, þá er ekkert það!“ sagði forsetinn fyrrverandi í yfirlýsingu. Hann hefur verið iðinn við að birta stuttar yfirlýsingar á vefsíðu sinni og í fréttabréfi eftir að Twitter-aðgangi hans var lokað í janúar á þessu ári. Inbox: President Trump statement on Kyle Rittenhouse pic.twitter.com/ylAKYR0kDw— Kambree (@KamVTV) November 19, 2021 Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sannfæra kviðdóm um að hann hafi ekki skotið mennina þrjá í sjálfsvörn, og var Rittenhouse sýknaður á þeim grundvelli.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. 19. nóvember 2021 18:18 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. 19. nóvember 2021 18:18