Guðlaugur Victor Pálsson hóf leik á miðju Schalke en var skipt af velli í leikhléi og hafði þá uppskorið gult spjald.
Ekkert mark var skorað fyrr en á 82.mínútu þegar Simon Terodde kom gestunum í Schalke í forystu.
Heimamenn náðu að jafna metin á afar vafasaman hátt en Nico Fullkrug skoraði mark úr vítaspyrnu þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Var vítaspyrnan dæmd eftir að dómarinn hafði skoðað atvikið í VAR en um afar umdeildan dóm var að ræða.
Lokatölur engu að síður 1-1 og munar því áfram þremur stigum á liðunum sem eru í sjöunda og áttunda sæti. Schalke í því sjöunda.