Kominn tími til að ræða skyldubólusetningar af alvöru Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. nóvember 2021 22:20 Dr. Kluge er áhyggjufullur yfir stöðu faraldursins í Evrópu. getty/Christian Charisius Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gríðarlegar áhyggjur af mikilli uppsveiflu faraldursins í Evrópu síðustu vikurnar. Svæðisstjóri stofnunarinnar varar við því að 500 þúsund manns geti látist vegna veirunnar í Evrópu fyrir fyrsta ársfjórðung næsta árs og segir tíma til kominn að taka umræðuna um skyldubólusetningar út frá lagalegu og samfélagslegu samhengi. „Covid-19 er enn og aftur orðin helsta dánarorsökin í álfunni okkar,“ segir Dr. Kluge, svæðisstjóri yfir Evrópu hjá WHO, í samtali við Breska ríkisútvarpið. Að hans sögn myndi víðtækari grímunotkun strax hjálpa mikið til. Skyldubólusetningar verði lokaúrræði Síðustu daga og vikur hafa tölur yfir nýsmitaða náð hámarki í fjölda landa, til dæmis á Íslandi. Línuritið sýnir uppgang faraldursins í nokkrum Evrópuríkjum miðað við hverja milljón íbúa. Bylgjan er langstærst í Austurríki, svo Hollandi, Danmörku, á Bretlandi, í Þýskalandi, Póllandi, á Íslandi, þá Frakklandi og loks á Spáni.Our World in Numbers Kluge nefndi þrjá þætti sem skýra þessa miklu útbreiðslu faraldursins síðustu vikur; vetrartímann, hátt hlutfall óbólusettra í ýmsum löndum og þá staðreynd að hér væri delta-afbrigði veirunnar ríkjandi. Hann hvetur til þess að Evrópuríkin setji meira púður í bólusetningar þó hann vilji að bólusetningarskylda verði síðasta úrræði sem ríkin grípi til. Það væri þó kominn tími til að ræða þann möguleika af alvöru. Austurríkismenn fóru þá leið að gera bólusetningu fyrir Covid-19 að lagalegri skyldu en sú ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð margra og orðið kveikja fjölmennra mótmæla víða um landið. Stærstu mótmælin voru í höfuðborginni Vín í dag en þau sóttu tugir þúsunda. Austurríki Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra Þýskalands útilokar ekki allsherjar útgöngubann Stjórnvöld í Þýskalandi segja neyðarástand ríkja í landinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og útiloka ekki að grípa til allsherjar útgöngubanns líkt og komið hefur verið á í Austurríki. 19. nóvember 2021 12:12 Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. 20. nóvember 2021 08:42 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
„Covid-19 er enn og aftur orðin helsta dánarorsökin í álfunni okkar,“ segir Dr. Kluge, svæðisstjóri yfir Evrópu hjá WHO, í samtali við Breska ríkisútvarpið. Að hans sögn myndi víðtækari grímunotkun strax hjálpa mikið til. Skyldubólusetningar verði lokaúrræði Síðustu daga og vikur hafa tölur yfir nýsmitaða náð hámarki í fjölda landa, til dæmis á Íslandi. Línuritið sýnir uppgang faraldursins í nokkrum Evrópuríkjum miðað við hverja milljón íbúa. Bylgjan er langstærst í Austurríki, svo Hollandi, Danmörku, á Bretlandi, í Þýskalandi, Póllandi, á Íslandi, þá Frakklandi og loks á Spáni.Our World in Numbers Kluge nefndi þrjá þætti sem skýra þessa miklu útbreiðslu faraldursins síðustu vikur; vetrartímann, hátt hlutfall óbólusettra í ýmsum löndum og þá staðreynd að hér væri delta-afbrigði veirunnar ríkjandi. Hann hvetur til þess að Evrópuríkin setji meira púður í bólusetningar þó hann vilji að bólusetningarskylda verði síðasta úrræði sem ríkin grípi til. Það væri þó kominn tími til að ræða þann möguleika af alvöru. Austurríkismenn fóru þá leið að gera bólusetningu fyrir Covid-19 að lagalegri skyldu en sú ákvörðun hefur vakið hörð viðbrögð margra og orðið kveikja fjölmennra mótmæla víða um landið. Stærstu mótmælin voru í höfuðborginni Vín í dag en þau sóttu tugir þúsunda.
Austurríki Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra Þýskalands útilokar ekki allsherjar útgöngubann Stjórnvöld í Þýskalandi segja neyðarástand ríkja í landinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og útiloka ekki að grípa til allsherjar útgöngubanns líkt og komið hefur verið á í Austurríki. 19. nóvember 2021 12:12 Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. 20. nóvember 2021 08:42 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Þýskalands útilokar ekki allsherjar útgöngubann Stjórnvöld í Þýskalandi segja neyðarástand ríkja í landinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og útiloka ekki að grípa til allsherjar útgöngubanns líkt og komið hefur verið á í Austurríki. 19. nóvember 2021 12:12
Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. 20. nóvember 2021 08:42