Solskjær látinn fara frá Man. United Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2021 10:50 Solskjær stýrði Manchester United í síðasta sinn í gær, í 4-1 tapi gegn Watford. Charlie Crowhurst/Getty Ole Gunnar Solskjær hefur verið leystur frá störfum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Þetta staðfestir félagið á samfélagsmiðlum og á vefsíðu sinni. Í tilkynningu á vef félagsins er farið fögrum orðum um Solskjær, sem er í miklum metum meðal stuðningsmanna félagsins eftir tíma sinn sem leikmaður hjá félaginu, og sagt að ákvörðunin hafi verið erfið. Manchester United can confirm that Ole Gunnar Solskjaer has left his role as Manager.Thank you for everything, Ole ❤️#MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 21, 2021 Solskjær hefur stýrt liðinu frá því í desember 2018. Síðasti leikur félagsins undir hans stjórn var 4-1 tap á útivelli gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Þó að undanfarnar vikur hafi verið vonbrigði ættu þær ekki að skyggja á alla vinnu síðustu þriggja ára,“ segir í tilkynningunni. „Ole kveður með okkar innilegustu þakkir fyrir störf sín sem knattspyrnustjóri og okkar bestu óskir í framhaldinu. Staða hans í sögu félagsins verður ávallt trygg, ekki bara vegna sögu hans sem leikmanns, heldur frábærs manns og knattspyrnustjóra sem gaf okkur mörg frábær augnablik. Hann verður ávallt velkominn á Old Trafford sem hluti af Manchester United-fjölskyldunni.“ Michael Carrick, sem var hluti af þjálfarateymi Solskjær, mun taka við stjórn liðsins í næstu leikjum. Samkvæmt tilkynningunni leitar félagið nú að bráðabirgðastjóra út tímabilið. Enski boltinn Noregur England Tengdar fréttir Neyðarfundur eftir niðurlæginguna gegn Watford - Solskjær rekinn og Zidane boðið gull og græna skóga? Manchester United tapaði á niðurlægjandi hátt fyrir nýliðum Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær og hafa forráðamenn félagsins miklar áhyggjur af stöðu liðsins. 21. nóvember 2021 08:00 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira
Í tilkynningu á vef félagsins er farið fögrum orðum um Solskjær, sem er í miklum metum meðal stuðningsmanna félagsins eftir tíma sinn sem leikmaður hjá félaginu, og sagt að ákvörðunin hafi verið erfið. Manchester United can confirm that Ole Gunnar Solskjaer has left his role as Manager.Thank you for everything, Ole ❤️#MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 21, 2021 Solskjær hefur stýrt liðinu frá því í desember 2018. Síðasti leikur félagsins undir hans stjórn var 4-1 tap á útivelli gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Þó að undanfarnar vikur hafi verið vonbrigði ættu þær ekki að skyggja á alla vinnu síðustu þriggja ára,“ segir í tilkynningunni. „Ole kveður með okkar innilegustu þakkir fyrir störf sín sem knattspyrnustjóri og okkar bestu óskir í framhaldinu. Staða hans í sögu félagsins verður ávallt trygg, ekki bara vegna sögu hans sem leikmanns, heldur frábærs manns og knattspyrnustjóra sem gaf okkur mörg frábær augnablik. Hann verður ávallt velkominn á Old Trafford sem hluti af Manchester United-fjölskyldunni.“ Michael Carrick, sem var hluti af þjálfarateymi Solskjær, mun taka við stjórn liðsins í næstu leikjum. Samkvæmt tilkynningunni leitar félagið nú að bráðabirgðastjóra út tímabilið.
Enski boltinn Noregur England Tengdar fréttir Neyðarfundur eftir niðurlæginguna gegn Watford - Solskjær rekinn og Zidane boðið gull og græna skóga? Manchester United tapaði á niðurlægjandi hátt fyrir nýliðum Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær og hafa forráðamenn félagsins miklar áhyggjur af stöðu liðsins. 21. nóvember 2021 08:00 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira
Neyðarfundur eftir niðurlæginguna gegn Watford - Solskjær rekinn og Zidane boðið gull og græna skóga? Manchester United tapaði á niðurlægjandi hátt fyrir nýliðum Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær og hafa forráðamenn félagsins miklar áhyggjur af stöðu liðsins. 21. nóvember 2021 08:00