Skemmdarverk í Krónunni á Selfossi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2021 12:42 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Verslunarstjóri Krónunnar á Selfossi tilkynnti að verslunin hyggist hætta að gefa vörur vegna skemmdarverka. Verslunin hafði gefið vörur sem komnar höfðu verið fram yfir „best fyrirׅ“ dagsetninguna. Verslunarstjórinn birtir tilkynninguna í Facebook-hópnum „Íbúar á Selfossi,“ en þar segir hann að matvörur, og annað sem komið hafi verið fram yfir söludag, hafi ítrekað verið notað til skemmdarverka í húsinu. Hann nefnir tannkrem sem dæmi, en því var klínt á veggi og glugga í húsi Krónunnar. Þá var hnetum var dreift yfir rúllustiga og glerkrukkum með matvælum var grýtt í veggi bílakjallarans. Matthías Ingi segir í samtali við fréttastofu að málið sé auðvitað leiðinlegt og telur líklegt að börn hafi verið að verki. Hann birti færsluna í von um að foreldrar ræði við börnin sín, en tekur þó fram að hann vilji ekki ásaka börn sérstaklega. Þetta hafi auðvitað geta verið hver sem er. Aðalástæðan fyrir birtingunni hafi verið að vekja athygli á málinu. „Þetta er alveg ömurlegt“ „Þetta er alveg ömurlegt. Tannkremið sá maður út um allar koppagrundir hér innanbæjar, í klessu á gangstéttum. Alveg ótrúlegt hversu mikið er til af þessum svörtu sauðum. Veitir ekki af að fræða krakkagríslingana betur því sjaldan er góð vísa of oft kveðin,“ skrifar einn meðlimur hópsins undir færslu verslunarstjórans. Matthías Ingi segir að til standi að gefa matvælin - eða vörurnar - til hjálparsamtaka á næstunni, og áréttar að þetta sé ekkert stórmál. Magnið hafi ekki verið mikið og matvörurnar fara til hjálparstofnana til að byrja með. „Ég vona það að þetta sé eitthvað tímabundið sem er í gangi núna. Það hafa reglulega verið veggjakrot og svona sem hafa komið upp, en þetta er leiðinlegt mál þegar maður er að reyna að nýta nothæfar matvörur og þær eru notaðar í þessum tilgangi. Þessu verður ekki hent, við finnum bara aðrar leiðir,“ segir Matthías. Árborg Verslun Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Verslunarstjórinn birtir tilkynninguna í Facebook-hópnum „Íbúar á Selfossi,“ en þar segir hann að matvörur, og annað sem komið hafi verið fram yfir söludag, hafi ítrekað verið notað til skemmdarverka í húsinu. Hann nefnir tannkrem sem dæmi, en því var klínt á veggi og glugga í húsi Krónunnar. Þá var hnetum var dreift yfir rúllustiga og glerkrukkum með matvælum var grýtt í veggi bílakjallarans. Matthías Ingi segir í samtali við fréttastofu að málið sé auðvitað leiðinlegt og telur líklegt að börn hafi verið að verki. Hann birti færsluna í von um að foreldrar ræði við börnin sín, en tekur þó fram að hann vilji ekki ásaka börn sérstaklega. Þetta hafi auðvitað geta verið hver sem er. Aðalástæðan fyrir birtingunni hafi verið að vekja athygli á málinu. „Þetta er alveg ömurlegt“ „Þetta er alveg ömurlegt. Tannkremið sá maður út um allar koppagrundir hér innanbæjar, í klessu á gangstéttum. Alveg ótrúlegt hversu mikið er til af þessum svörtu sauðum. Veitir ekki af að fræða krakkagríslingana betur því sjaldan er góð vísa of oft kveðin,“ skrifar einn meðlimur hópsins undir færslu verslunarstjórans. Matthías Ingi segir að til standi að gefa matvælin - eða vörurnar - til hjálparsamtaka á næstunni, og áréttar að þetta sé ekkert stórmál. Magnið hafi ekki verið mikið og matvörurnar fara til hjálparstofnana til að byrja með. „Ég vona það að þetta sé eitthvað tímabundið sem er í gangi núna. Það hafa reglulega verið veggjakrot og svona sem hafa komið upp, en þetta er leiðinlegt mál þegar maður er að reyna að nýta nothæfar matvörur og þær eru notaðar í þessum tilgangi. Þessu verður ekki hent, við finnum bara aðrar leiðir,“ segir Matthías.
Árborg Verslun Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira