„Það að stjórnandi láti af störfum er ekki neyðarástand“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2021 06:27 Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri og Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. „Rakel er ekki hætt, hún sinnir starfi sínu sem fréttastjóri til áramóta og í kjölfarið verður auglýst eftir fréttastjóra,“ segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri í svari við fyrirspurn Vísis um það hvers vegna ekki verður auglýst í stöðu fréttastjóra RÚV fyrr en eftir áramót. Greint var frá því 9. nóvember síðastliðinn að Rakel Þorbergsdóttir hefði ákveðið að segja starfi sínu lausu um áramótin. Rakel hefur verið fréttastjóri Ríkisútvarpsins í átta ár en í frétt RÚV var greint frá því að Heiðar Örn Sigurfinnsson yrði starfandi fréttastjóri frá og með 1. janúar og þar til nýr fréttastjóri yrði ráðinn. Þá sagði að starfið yrði auglýst laust til umsóknar fljótlega á nýju ári. Vísir sendi RÚV fyrirspurn vegna málsins og spurði þriggja spurninga: Hvers vegna starfið yrði ekki auglýst fyrr en Rakel yrði hætt, hvort ekki væri eðlilegra að vera búin að finna einhvern til að taka við og hvort verið væri að bíða eftir einhverju. Kolbrún Vaka Helgadóttir, upplýsingafulltrúi RÚV, svaraði spurningunum ekki beint heldur endurtók það sem kom fram í frétt RÚV. Benti hún á útvarpsstjóra ef óskað væri svara beint frá honum. Þegar sömu spurningar voru sendar á útvarpsstjóra sagði hann engu við þetta bæta; Rakel væri ekki hætt en auglýst yrði eftir fréttastjóra þegar hún væri hætt. Vísir ítrekaði þá spurninguna; af hverju ekki að auglýsa stöðuna fyrr, fyrst vitað væri að Rakel væri að hætta um áramótin? Af hverju að bíða eftir að hún hætti og auglýsa svo? „Tímasetningin er skýr og miðast við starfslokin sem eru um áramótin. Það að stjórnandi láti af störfum er ekki neyðarástand sem kallar á einhvern asa, í þessu eins og öllu öðru hjá RÚV vöndum við til verka,“ svaraði þá Stefán. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Rakel Þorbergsdóttir hættir sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu Rakel Þorbergsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu. Hún hættir um áramót. Ekki er gefin upp ástæða fyrir því hvers vegna þessi ákvörðun liggur fyrir. 9. nóvember 2021 13:33 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Greint var frá því 9. nóvember síðastliðinn að Rakel Þorbergsdóttir hefði ákveðið að segja starfi sínu lausu um áramótin. Rakel hefur verið fréttastjóri Ríkisútvarpsins í átta ár en í frétt RÚV var greint frá því að Heiðar Örn Sigurfinnsson yrði starfandi fréttastjóri frá og með 1. janúar og þar til nýr fréttastjóri yrði ráðinn. Þá sagði að starfið yrði auglýst laust til umsóknar fljótlega á nýju ári. Vísir sendi RÚV fyrirspurn vegna málsins og spurði þriggja spurninga: Hvers vegna starfið yrði ekki auglýst fyrr en Rakel yrði hætt, hvort ekki væri eðlilegra að vera búin að finna einhvern til að taka við og hvort verið væri að bíða eftir einhverju. Kolbrún Vaka Helgadóttir, upplýsingafulltrúi RÚV, svaraði spurningunum ekki beint heldur endurtók það sem kom fram í frétt RÚV. Benti hún á útvarpsstjóra ef óskað væri svara beint frá honum. Þegar sömu spurningar voru sendar á útvarpsstjóra sagði hann engu við þetta bæta; Rakel væri ekki hætt en auglýst yrði eftir fréttastjóra þegar hún væri hætt. Vísir ítrekaði þá spurninguna; af hverju ekki að auglýsa stöðuna fyrr, fyrst vitað væri að Rakel væri að hætta um áramótin? Af hverju að bíða eftir að hún hætti og auglýsa svo? „Tímasetningin er skýr og miðast við starfslokin sem eru um áramótin. Það að stjórnandi láti af störfum er ekki neyðarástand sem kallar á einhvern asa, í þessu eins og öllu öðru hjá RÚV vöndum við til verka,“ svaraði þá Stefán.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Rakel Þorbergsdóttir hættir sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu Rakel Þorbergsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu. Hún hættir um áramót. Ekki er gefin upp ástæða fyrir því hvers vegna þessi ákvörðun liggur fyrir. 9. nóvember 2021 13:33 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Rakel Þorbergsdóttir hættir sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu Rakel Þorbergsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem fréttastjóri á Ríkisútvarpinu. Hún hættir um áramót. Ekki er gefin upp ástæða fyrir því hvers vegna þessi ákvörðun liggur fyrir. 9. nóvember 2021 13:33