Börn eru bjartsýnni á betri heim en fullorðnir Heimsljós 22. nóvember 2021 11:00 UNICEF Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í tilefni alþjóðadags barna, sem haldinn varhátíðlegur um allan heim á laugardag, 20. nóvember. Ný alþjóðleg könnun UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og Gallup sýnir að ungt fólk í dag er helmingi líklegra en fullorðnir til að telja heiminn fara batnandi. Þau eru þó óþolinmóðari eftir aðgerðum gegn yfirvofandi krísum og mikill meirihluti þeirra telur hættur steðja að börnum á netinu. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í tilefni alþjóðadags barna, sem haldinn varhátíðlegur um allan heim á laugardag, 20. nóvember. Dagurinn er einnig afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, útbreiddasta mannréttindasáttmála heims. Kynslóðakönnunin, sem ber yfirskriftina The Changing Childhood Project, er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem nokkrar kynslóðir eru spurðar út í heimssýn sína og hvernig það sé að vera barn í dag. Könnunin náði til 21 þúsund einstaklinga í tveimur aldurshópum, 15-24 ára og 40 ára og eldri í 21 landi í Afríku, Asíu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku. Hægt er að skoða niðurstöðurnar á skemmtilegri gagnvirkri heimasíðu þar sem hægt er að máta eigin viðhorf við niðurstöður könnunarinnar. „Það er enginn skortur á ástæðum til svartsýni í heiminum í dag: Hamfarahlýnun, heimsfaraldur, fátækt og misskipting, aukið vantraust og þjóðernishyggja. En hér er ástæða til bjartsýni: Börn og ungmenni neita að horfa á heiminn í gegnum sömu svartsýnisgleraugun og fullorðnir,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Í samanburði við eldri kynslóðir þá er æska heimsins vongóð, alþjóðlega þenkjandi og staðráðin í að gera veröldina að betri stað. Unga fólkið í dag hefur vissulega áhyggjur af vandamálum framtíðarinnar en sjá sig frekar sem hluta af lausninni.“ Sjá nánar frétt á vef UNICEF Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður
Ný alþjóðleg könnun UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og Gallup sýnir að ungt fólk í dag er helmingi líklegra en fullorðnir til að telja heiminn fara batnandi. Þau eru þó óþolinmóðari eftir aðgerðum gegn yfirvofandi krísum og mikill meirihluti þeirra telur hættur steðja að börnum á netinu. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í tilefni alþjóðadags barna, sem haldinn varhátíðlegur um allan heim á laugardag, 20. nóvember. Dagurinn er einnig afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, útbreiddasta mannréttindasáttmála heims. Kynslóðakönnunin, sem ber yfirskriftina The Changing Childhood Project, er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem nokkrar kynslóðir eru spurðar út í heimssýn sína og hvernig það sé að vera barn í dag. Könnunin náði til 21 þúsund einstaklinga í tveimur aldurshópum, 15-24 ára og 40 ára og eldri í 21 landi í Afríku, Asíu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku. Hægt er að skoða niðurstöðurnar á skemmtilegri gagnvirkri heimasíðu þar sem hægt er að máta eigin viðhorf við niðurstöður könnunarinnar. „Það er enginn skortur á ástæðum til svartsýni í heiminum í dag: Hamfarahlýnun, heimsfaraldur, fátækt og misskipting, aukið vantraust og þjóðernishyggja. En hér er ástæða til bjartsýni: Börn og ungmenni neita að horfa á heiminn í gegnum sömu svartsýnisgleraugun og fullorðnir,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Í samanburði við eldri kynslóðir þá er æska heimsins vongóð, alþjóðlega þenkjandi og staðráðin í að gera veröldina að betri stað. Unga fólkið í dag hefur vissulega áhyggjur af vandamálum framtíðarinnar en sjá sig frekar sem hluta af lausninni.“ Sjá nánar frétt á vef UNICEF Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður