Allt of langt hlé og skaðlegt fyrir lýðræðið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. nóvember 2021 22:01 Stjórnarandstöðuleiðtogarnir eru ósáttir með hve langan tíma hefur tekið fyrir þingið að koma saman og benda á að þessi staða hefði ekki komið upp ef kosið hefði verið að vori en ekki hausti. vísir/bjarni Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá áratugi tekur enda á morgun. Stjórnarandstöðuþingmenn óttast afleiðingar svo langs hlés fyrir lýðræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verkefni komandi þings - kjörbréfamálið. Fundur hefur ekki verið haldinn inni í þingsal í 140 daga. Þingmenn sem sátu einnig á síðasta kjörtímabili fengu því margir ansi langt sumarfrí en eru ekki endilega allir sáttir með það. „Já, við hefðum vilja vera inni í þingsal því að þingið getur svo sannarlega skipt máli núna og ætti auðvitað að vera komið saman fyrir löngu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sumum finnst svona langt hlé beinlínis skaðlegt fyrir lýðræðið. „Ja, ég hefði nú haldið það. Þetta eru orðnir þó nokkuð margir mánuðir. Þetta er bara afleiðing þess að vera með kosningar að hausti til í stað þess að gera það í vor. Ef við hefðum haft kosningar í vor hefðum við haft sumarið til að greiða úr þessum flækjum og mynda ríkisstjórn og allt þetta,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Píratar. Vafi um kjörbréf 16 þingmanna Þingmenn fagna því eðlilega að komast aftur af stað þó óhætt sé að segja að fæstir þingmenn séu sérstaklega spenntir fyrir fyrsta verkefninu sem bíður þeirra á nýju þingi. Undirbúningskjörbréfanefndin mun ekki birta greinargerðir sínar fyrr en eftir að hin eiginlega kjörbréfanefnd verður skipuð á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tvær leiðir lagðar fyrir þingið - fyrst sú að samþykkja kjörbréf allra þingmanna nema þeirra 16, sem eru annaðhvort þingmenn í Norðvesturkjördæmi eða jöfnunarþingmenn, því lokatölur í kjördæminu sem óvissan snýst um getur breytt öllum jöfnunarmannakaplinum á þingi. Óvissa ríkir um hvort kjörbréf 16 þingmanna verði samþykkt. vísir Miklar líkur eru á að sú tillaga verði felld en þá verður lögð fyrir þingið tillaga um að samþykkja öll 63 kjörbréfin. Fréttastofa ræddi við nokkra úr þessum 16 manna hópi í dag sem voru afar óvissir um það hvort þeir ætluðu að greiða atkvæði um eigið kjörbréf yfir höfuð. Þar kom helst á óvart að það voru þingmenn flokka af hægri vængnum, Sjálfstæðisflokk og Viðreisn, sem voru hallari undir hugmyndina að sitja hjá en þeir voru þó ekki búnir að taka endanlega ákvörðun um það. vísir Alþingi Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Fundur hefur ekki verið haldinn inni í þingsal í 140 daga. Þingmenn sem sátu einnig á síðasta kjörtímabili fengu því margir ansi langt sumarfrí en eru ekki endilega allir sáttir með það. „Já, við hefðum vilja vera inni í þingsal því að þingið getur svo sannarlega skipt máli núna og ætti auðvitað að vera komið saman fyrir löngu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Sumum finnst svona langt hlé beinlínis skaðlegt fyrir lýðræðið. „Ja, ég hefði nú haldið það. Þetta eru orðnir þó nokkuð margir mánuðir. Þetta er bara afleiðing þess að vera með kosningar að hausti til í stað þess að gera það í vor. Ef við hefðum haft kosningar í vor hefðum við haft sumarið til að greiða úr þessum flækjum og mynda ríkisstjórn og allt þetta,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Píratar. Vafi um kjörbréf 16 þingmanna Þingmenn fagna því eðlilega að komast aftur af stað þó óhætt sé að segja að fæstir þingmenn séu sérstaklega spenntir fyrir fyrsta verkefninu sem bíður þeirra á nýju þingi. Undirbúningskjörbréfanefndin mun ekki birta greinargerðir sínar fyrr en eftir að hin eiginlega kjörbréfanefnd verður skipuð á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tvær leiðir lagðar fyrir þingið - fyrst sú að samþykkja kjörbréf allra þingmanna nema þeirra 16, sem eru annaðhvort þingmenn í Norðvesturkjördæmi eða jöfnunarþingmenn, því lokatölur í kjördæminu sem óvissan snýst um getur breytt öllum jöfnunarmannakaplinum á þingi. Óvissa ríkir um hvort kjörbréf 16 þingmanna verði samþykkt. vísir Miklar líkur eru á að sú tillaga verði felld en þá verður lögð fyrir þingið tillaga um að samþykkja öll 63 kjörbréfin. Fréttastofa ræddi við nokkra úr þessum 16 manna hópi í dag sem voru afar óvissir um það hvort þeir ætluðu að greiða atkvæði um eigið kjörbréf yfir höfuð. Þar kom helst á óvart að það voru þingmenn flokka af hægri vængnum, Sjálfstæðisflokk og Viðreisn, sem voru hallari undir hugmyndina að sitja hjá en þeir voru þó ekki búnir að taka endanlega ákvörðun um það. vísir
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira