Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2021 12:05 DART á að skella á smástirni á meira en 23 þúsund kílómetra hraða á klukkustund næsta haust. NASA Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. DART stendur fyrir Double Asteroid Redirection Test og er geimfarið merkilegt fyrir nokkrar sakir. Geimfarinu verður skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX og frá Vandenberg-herstöðinni í Kaliforníu. Áætlað er að geimfarið brotlendi á smástirninu Dimorphos næsta haust og vonast vísindamenn til þess að geta séð hve mikið áreksturinn hægir á smástirninu, sem snýst um annað smástirni sem heitir Didymos. Áhrifin verða könnuð með tólum á jörðinni og með litlu geimfari sem mun fylgja DART síðasta spölinn og fylgjast með brotlendingunni. Þremur árum seinna mun Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) senda geimfar sem heitir Hera til smástirnisins og kanna áhrif brotlendingarinnar frekar. DART-geimfarið mun nota nýja tækni sem gerir tölvu geimfarsins klárt að stýra því með meiri nákvæmi en áður svo hægt sé að auka líkurnar á því að geimfarið, sem er á stærð við bíl, hitti smástirnið, sem er um 160 metrar í þvermál, á rúmlega 23 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Nýja tæknin mun gera DART kleift að greina milli Didymos og Dimorphos í rauntíma og miða á það síðarnefnda. Auk þess mun DART-geimfarið bera nýja tækni fyrir sólarsellur sem á að auka getu þeirra til að búa til rafmagn úr sólarljósi. Sólarsellur þessar eiga að vera þrefalt öflugri en hefðbundnar. Þær sellur eru nauðsynlegar til að knýja nýtt tilrauna-jónadrif NASA sem kallast NEXT-C. Það er ekki aðaldrif DART en verður sett í gang á leiðinni og er markmiðið að kanna hvort hægt verði að nota jónadrif sem þetta til ferða lengra út í geim á næstu árum. Jónadrif hafa í stuttu máli sagt þann kost að þurfa minna eldsneyti til að mynda sama þrýstikraft og hefðbundnir hreyflar geimfara. Áhugasamir geta lesið nánar um jónadrif hér á vef NASA. Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
DART stendur fyrir Double Asteroid Redirection Test og er geimfarið merkilegt fyrir nokkrar sakir. Geimfarinu verður skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX og frá Vandenberg-herstöðinni í Kaliforníu. Áætlað er að geimfarið brotlendi á smástirninu Dimorphos næsta haust og vonast vísindamenn til þess að geta séð hve mikið áreksturinn hægir á smástirninu, sem snýst um annað smástirni sem heitir Didymos. Áhrifin verða könnuð með tólum á jörðinni og með litlu geimfari sem mun fylgja DART síðasta spölinn og fylgjast með brotlendingunni. Þremur árum seinna mun Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) senda geimfar sem heitir Hera til smástirnisins og kanna áhrif brotlendingarinnar frekar. DART-geimfarið mun nota nýja tækni sem gerir tölvu geimfarsins klárt að stýra því með meiri nákvæmi en áður svo hægt sé að auka líkurnar á því að geimfarið, sem er á stærð við bíl, hitti smástirnið, sem er um 160 metrar í þvermál, á rúmlega 23 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Nýja tæknin mun gera DART kleift að greina milli Didymos og Dimorphos í rauntíma og miða á það síðarnefnda. Auk þess mun DART-geimfarið bera nýja tækni fyrir sólarsellur sem á að auka getu þeirra til að búa til rafmagn úr sólarljósi. Sólarsellur þessar eiga að vera þrefalt öflugri en hefðbundnar. Þær sellur eru nauðsynlegar til að knýja nýtt tilrauna-jónadrif NASA sem kallast NEXT-C. Það er ekki aðaldrif DART en verður sett í gang á leiðinni og er markmiðið að kanna hvort hægt verði að nota jónadrif sem þetta til ferða lengra út í geim á næstu árum. Jónadrif hafa í stuttu máli sagt þann kost að þurfa minna eldsneyti til að mynda sama þrýstikraft og hefðbundnir hreyflar geimfara. Áhugasamir geta lesið nánar um jónadrif hér á vef NASA.
Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39