Sýknaður af kynferðislegri áreitni í Hrunalaug Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 08:00 Maðurinn var sýknaður af kynferðislegri áreitni í Hrunalaug við Flúðir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Getty Karlmaður hefur verið sýknaður af kynferðislegri áreitni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í apríl í fyrra strokið um bert bak og læri konu, reynt að toga hana til sín og strokið og haldið um rass hennar utanklæða í Hrunalaug í nágrenni við Flúðir. Atvikið er sagt hafa átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 12. apríl 2020 í Hrunalaug (í dómnum segir að laugin heiti Hraunalaug en hún ber nafnið Hrunalaug). Þann 11. júní sama ár lagði konan fram kæru á hendur manninum fyrir kynferðislega áreitni. Kvað hún hann hafa brotið á sér í náttúrulaug þar sem hún hafði verið með manninum ásamt öðru samstarfsfólki sínu. Kvað hún manninn hafa áreitt sig í lauginni með því að toga hana til sín og strjúka bak hennar og læri. Þá hafi maðurinn haldið um rass hennar. Hún hafi fært sig frá honum og að lokum farið upp úr lauginni. Maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu í september og sagðist ekki kannast við þetta. Hann hafi þó nuddað bak samstarfskonu sinnar til að ná af því sandi af botni náttúrulaugarinnar eftir að hún hafi gert hið sama við hann. Sagði upp vegna leiðinlegs andrúmslofts Sagði maðurinn fyrir dómi að hann hafi farið akandi í náttúrulaugina þetta kvöld ásamt konunni og tveimur samstarfsmönnum þeirra. Fleiri samstarfsmenn þeirra hafi farið á öðrum bílum í laugina. Þau hafi á leiðinni rætt ýmislegt, þar á meðal trúnaðarmál þeirra beggja. Þegar í laugina var komið hafi þau farið að fíflast og þau sett sand af botni laugarinnar á bak hvors annars. Sagðist hann ekki hafa tekið eftir því að konan væri mótfallin þessum fíflagangi. Hann hafi síðan tekið eftir því að hún væri farin upp úr lauginni. Á leiðinni frá lauginni og aftur heim hafi kærasti konunnar hringt í hana. Hún hafi rétt manninum símann og kærastinn haft í hótunum við hann vegna einhvers sem hann kannaðist ekki við að hafa gert. Næsta dag hafi yfirmaður þeirra gert honum grein fyrir því að eitthvað hafi gerst þetta kvöld og honum sagt að ræða málið við konuna. Hann hafi reynt að ræða við hana á samfélagsmiðlum en hún lokað á hann, eða „blokkað“. Þá sagðist hann ekki hafa verið mjög ölvaður þetta kvöld, ekki jafn mikið og aðrir á staðnum sögðu hann vera. Hann myndi eftir öllu kvöldinu. Hann hafi eftir þetta hætt á vinnustaðnum vegna leiðinlegs andrúmslofts. Leið verulega illa eftir atvikið Fyrir dómi sagði konan að maðurinn hafi verið orðinn ölvaður þegar hann var sóttur þetta kvöld til að fara í laugina. Sagðist hún ekki hafa drukkið nema einn bjór en í bílferðinni hafi þau rætt núverandi sambönd sín og hún sagt honum frá kærastanum sínum. Í lauginni hafi þau verið að maka sandi á hvort annað, og annan samstarfsmann sinn, en maðurinn hafi farið að færa hendurnar neðar en henni þótti þægilegt. Hún hafi reynt að færa sig frá honum en hann hafi þá reynt að toga hana til sín og haldið um rasskinn hennar í um tíu til tuttugu sekúndur. Eftir atvikið hafi henni liðið verulega illa. Hafi hún þá rætt atvikið við sína nánustu og síðan sagt vinnuveitenda sínum frá því sem hafði gerst. Manninum hafi í kjölfarið verið vikið frá störfum. Hún hafi sjálf hætt störfum á staðnum nokkru síðar, henni hafi liðið illa á staðnum og fundið fyrir neikvæðni vinnufélaga í sinn garð. Trúverðugur framburður en ekki studdur af framburði vitna Nokkur vitni komu fyrir dóm í málinu og sögðust muna eftir kvöldinu. Maðurinn hafi verið ofurölvi og mundu þau mörg eftir því að maðurinn hafi verið að snerta konuna og teygja sig í hana. Einn sagði manninn hafa ítrekað reynt að grípa í konuna og „komast í hana“. Að mati dómsins var frásögn konunnar trúverðug og einlæg og bersýnilegt að það hafi fengið á hana þegar hún lýsti atvikum. Taldi dómurinn hins vegar að líta þyrfti til þess leiks sem konan greindi frá. Þá hafi hún í skýrslutöku hjá lögreglu aðspurð sagt að maðurinn hafi allt í einu farið að snerta sig. Hafi hún jafnframt fyrir dómi dregið nokkuð úr lýsingum sínum á atburðarásinni. Það þyki þó ekki draga úr sönnunargildi framburðar hennar. Taldi dómurinn þó ekki ljóst hvaða snertingar hefðu verið hluti af leiknum og hverjar ekki. „Dómurinn telur ljóst af lýsingu brotaþola og framburði vitna að henni hafi misboðið hegðun ákærða. Á hinn bóginn fær framburður hennar, þó trúverðugur sé, ekki fullnægjandi stoð af framburði vitna. Liggur að mati dómsins ekki fyrir nægilega skýr frásögn vitnis sem getur borið um framangreinda snertingu auk þess sem þær ályktanir sem dregnar verða af vitnisburðum eru takmarkaðar,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Hrunamannahreppur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Atvikið er sagt hafa átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 12. apríl 2020 í Hrunalaug (í dómnum segir að laugin heiti Hraunalaug en hún ber nafnið Hrunalaug). Þann 11. júní sama ár lagði konan fram kæru á hendur manninum fyrir kynferðislega áreitni. Kvað hún hann hafa brotið á sér í náttúrulaug þar sem hún hafði verið með manninum ásamt öðru samstarfsfólki sínu. Kvað hún manninn hafa áreitt sig í lauginni með því að toga hana til sín og strjúka bak hennar og læri. Þá hafi maðurinn haldið um rass hennar. Hún hafi fært sig frá honum og að lokum farið upp úr lauginni. Maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu í september og sagðist ekki kannast við þetta. Hann hafi þó nuddað bak samstarfskonu sinnar til að ná af því sandi af botni náttúrulaugarinnar eftir að hún hafi gert hið sama við hann. Sagði upp vegna leiðinlegs andrúmslofts Sagði maðurinn fyrir dómi að hann hafi farið akandi í náttúrulaugina þetta kvöld ásamt konunni og tveimur samstarfsmönnum þeirra. Fleiri samstarfsmenn þeirra hafi farið á öðrum bílum í laugina. Þau hafi á leiðinni rætt ýmislegt, þar á meðal trúnaðarmál þeirra beggja. Þegar í laugina var komið hafi þau farið að fíflast og þau sett sand af botni laugarinnar á bak hvors annars. Sagðist hann ekki hafa tekið eftir því að konan væri mótfallin þessum fíflagangi. Hann hafi síðan tekið eftir því að hún væri farin upp úr lauginni. Á leiðinni frá lauginni og aftur heim hafi kærasti konunnar hringt í hana. Hún hafi rétt manninum símann og kærastinn haft í hótunum við hann vegna einhvers sem hann kannaðist ekki við að hafa gert. Næsta dag hafi yfirmaður þeirra gert honum grein fyrir því að eitthvað hafi gerst þetta kvöld og honum sagt að ræða málið við konuna. Hann hafi reynt að ræða við hana á samfélagsmiðlum en hún lokað á hann, eða „blokkað“. Þá sagðist hann ekki hafa verið mjög ölvaður þetta kvöld, ekki jafn mikið og aðrir á staðnum sögðu hann vera. Hann myndi eftir öllu kvöldinu. Hann hafi eftir þetta hætt á vinnustaðnum vegna leiðinlegs andrúmslofts. Leið verulega illa eftir atvikið Fyrir dómi sagði konan að maðurinn hafi verið orðinn ölvaður þegar hann var sóttur þetta kvöld til að fara í laugina. Sagðist hún ekki hafa drukkið nema einn bjór en í bílferðinni hafi þau rætt núverandi sambönd sín og hún sagt honum frá kærastanum sínum. Í lauginni hafi þau verið að maka sandi á hvort annað, og annan samstarfsmann sinn, en maðurinn hafi farið að færa hendurnar neðar en henni þótti þægilegt. Hún hafi reynt að færa sig frá honum en hann hafi þá reynt að toga hana til sín og haldið um rasskinn hennar í um tíu til tuttugu sekúndur. Eftir atvikið hafi henni liðið verulega illa. Hafi hún þá rætt atvikið við sína nánustu og síðan sagt vinnuveitenda sínum frá því sem hafði gerst. Manninum hafi í kjölfarið verið vikið frá störfum. Hún hafi sjálf hætt störfum á staðnum nokkru síðar, henni hafi liðið illa á staðnum og fundið fyrir neikvæðni vinnufélaga í sinn garð. Trúverðugur framburður en ekki studdur af framburði vitna Nokkur vitni komu fyrir dóm í málinu og sögðust muna eftir kvöldinu. Maðurinn hafi verið ofurölvi og mundu þau mörg eftir því að maðurinn hafi verið að snerta konuna og teygja sig í hana. Einn sagði manninn hafa ítrekað reynt að grípa í konuna og „komast í hana“. Að mati dómsins var frásögn konunnar trúverðug og einlæg og bersýnilegt að það hafi fengið á hana þegar hún lýsti atvikum. Taldi dómurinn hins vegar að líta þyrfti til þess leiks sem konan greindi frá. Þá hafi hún í skýrslutöku hjá lögreglu aðspurð sagt að maðurinn hafi allt í einu farið að snerta sig. Hafi hún jafnframt fyrir dómi dregið nokkuð úr lýsingum sínum á atburðarásinni. Það þyki þó ekki draga úr sönnunargildi framburðar hennar. Taldi dómurinn þó ekki ljóst hvaða snertingar hefðu verið hluti af leiknum og hverjar ekki. „Dómurinn telur ljóst af lýsingu brotaþola og framburði vitna að henni hafi misboðið hegðun ákærða. Á hinn bóginn fær framburður hennar, þó trúverðugur sé, ekki fullnægjandi stoð af framburði vitna. Liggur að mati dómsins ekki fyrir nægilega skýr frásögn vitnis sem getur borið um framangreinda snertingu auk þess sem þær ályktanir sem dregnar verða af vitnisburðum eru takmarkaðar,“ segir í niðurstöðu dómsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Hrunamannahreppur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira