Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. nóvember 2021 18:09 Forseti lýðveldisins gerði tímasetningu þingsetningar meðal annars að umtalsefni sínu í setningarræði sinni í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. Þingsetning hófst að venju með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en að henni lokinni var stuttur þingfundur þar sem kosið var í hina formlegu kjörbréfanefnd. Setning Alþingis fór fram við óvenjulegar aðstæður að þessu sinni þar sem endanleg kosningaúrslit frá kosningunum hinn 25. september liggja ekki fyrir. Þau verða ekki ljós fyrr en í atkvæðagreiðslu á Alþingi á fimmtudag. Í setningarræðu sinni gerði forseti Íslands það að umtalsefni að þetta væri í þriðja sinn sem þing hæfist að hausti. Núverandi þing gæti setið fram í lok september að fjórum árum liðnum. „Ræða þarf kosti þess og galla að hafa kjördag að hausti en ekki að vori eins og venja hefur verið. Ekki síst hvaða áhrif það hefur á störf Alþingis. Þungamiðju hins pólitíska valds,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í dag. Hann hvatti til áframhaldandi samstöðu meðal þjóðarinnar í baráttunni við kórónuveiruna og sagði frelsið til að sýkja aðra væri rangsnúinn réttur. Forsetinn minntist þess að hann hefði lýsti þeirri von við þingsetningu á síðasta ári að unnt yrði að taka hófsamar tillögur um breytingar á stjórnarskránni til efnislegrar afgreiðslu og að umræður yrðu leiddar til lykta. „Vonandi gengur betur á þessu kjörtímabili að ræða og ráðast í skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands. Rétt eins og henni hefur áður verið breytt í tímans straumi. Má þar sem fyrr horfa til ákvæða um umhverfi, auðlindir og íslenska tungu. Auk breytinga á þjóðhöfðingjakafla stjórnarskrárinnar.“ Alþingi Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Þingsetning hófst að venju með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en að henni lokinni var stuttur þingfundur þar sem kosið var í hina formlegu kjörbréfanefnd. Setning Alþingis fór fram við óvenjulegar aðstæður að þessu sinni þar sem endanleg kosningaúrslit frá kosningunum hinn 25. september liggja ekki fyrir. Þau verða ekki ljós fyrr en í atkvæðagreiðslu á Alþingi á fimmtudag. Í setningarræðu sinni gerði forseti Íslands það að umtalsefni að þetta væri í þriðja sinn sem þing hæfist að hausti. Núverandi þing gæti setið fram í lok september að fjórum árum liðnum. „Ræða þarf kosti þess og galla að hafa kjördag að hausti en ekki að vori eins og venja hefur verið. Ekki síst hvaða áhrif það hefur á störf Alþingis. Þungamiðju hins pólitíska valds,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í dag. Hann hvatti til áframhaldandi samstöðu meðal þjóðarinnar í baráttunni við kórónuveiruna og sagði frelsið til að sýkja aðra væri rangsnúinn réttur. Forsetinn minntist þess að hann hefði lýsti þeirri von við þingsetningu á síðasta ári að unnt yrði að taka hófsamar tillögur um breytingar á stjórnarskránni til efnislegrar afgreiðslu og að umræður yrðu leiddar til lykta. „Vonandi gengur betur á þessu kjörtímabili að ræða og ráðast í skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands. Rétt eins og henni hefur áður verið breytt í tímans straumi. Má þar sem fyrr horfa til ákvæða um umhverfi, auðlindir og íslenska tungu. Auk breytinga á þjóðhöfðingjakafla stjórnarskrárinnar.“
Alþingi Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira