Óháðir aðilar hafi hreinsað bæjarstjórann af eineltisásökunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2021 19:07 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Egill Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir endanlega og afdráttarlausa niðurstöðu óháðra og löggildra fagaðila liggja fyrir, um að ásakanir hafnsögumanns í Vestmannaeyjum á hendur henni um einelti hafi ekki átt við rök að styðjast. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Íris birtir á Facebook síðu sinni nú síðdegis. „Nú liggur fyrir endanleg og afdráttarlaus niðurstaða óháðra og löggiltra fagaðila þess efnis að ásakanir um að ég hafi beitt tiltekinn einstakling einelti hafi ekki átt við nein rök að styðjast. Staðhæfingar viðkomandi um einelti fái enga stoð í gögnum málsins eða því sem fram hafi komið hjá vitnum,“ skrifar bæjarstjórinn. Þá segir hún að þegar ásakanirnar hafi komið fram í sumar, hafi verið tekin ákvörðun um að verða við kröfu viðkomandi starfsmanns um að á vegum Vestmannaeyjabæjar færi ekki fram nein efnisleg meðferð á málinu heldur kallaðir til utanaðkomandi sérfræðingar. „Nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir: ekkert einelti. Ég get ekki sagt að þessi málalok komi mér á óvart en ég er ánægð með að þetta sé nú formlega komið á hreint. Að ég sé saklaus af því sem er jafn fjarri eðli mínu og upplagi og að leggja einhvern í einelti,“ skrifar Íris. Ekki náðist í Írisi við vinnslu þessarar fréttar. Taldi fram hjá sér gengið við ráðningu Forsaga málsins er sú að í ágúst á þessu ári sakaði Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, Írisi um einelti og lygar. Hann hafi sótt um starf hafnarstjóra í Vestmannaeyjum en ekki fengið starfið. Andrés taldi Írisi hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés sagði hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés sagði þá á sínum tíma að ekki yrði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli. Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Íris birtir á Facebook síðu sinni nú síðdegis. „Nú liggur fyrir endanleg og afdráttarlaus niðurstaða óháðra og löggiltra fagaðila þess efnis að ásakanir um að ég hafi beitt tiltekinn einstakling einelti hafi ekki átt við nein rök að styðjast. Staðhæfingar viðkomandi um einelti fái enga stoð í gögnum málsins eða því sem fram hafi komið hjá vitnum,“ skrifar bæjarstjórinn. Þá segir hún að þegar ásakanirnar hafi komið fram í sumar, hafi verið tekin ákvörðun um að verða við kröfu viðkomandi starfsmanns um að á vegum Vestmannaeyjabæjar færi ekki fram nein efnisleg meðferð á málinu heldur kallaðir til utanaðkomandi sérfræðingar. „Nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir: ekkert einelti. Ég get ekki sagt að þessi málalok komi mér á óvart en ég er ánægð með að þetta sé nú formlega komið á hreint. Að ég sé saklaus af því sem er jafn fjarri eðli mínu og upplagi og að leggja einhvern í einelti,“ skrifar Íris. Ekki náðist í Írisi við vinnslu þessarar fréttar. Taldi fram hjá sér gengið við ráðningu Forsaga málsins er sú að í ágúst á þessu ári sakaði Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, Írisi um einelti og lygar. Hann hafi sótt um starf hafnarstjóra í Vestmannaeyjum en ekki fengið starfið. Andrés taldi Írisi hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés sagði hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés sagði þá á sínum tíma að ekki yrði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli.
Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira