Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2021 21:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við þingsetningu í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. Þetta kom fram í máli Katrínar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þegar hún var innt eftir því hvenær mætti eiga von á fregnum af ráðherraskipan nýrrar stjórnar. „Nú liggur fyrir að það stendur til að greiða atkvæði um tillögur kjörbréfanefndar á fimmtudaginn og ef sú tímaáætlun stenst þá ímynda ég mér að við getum í framhaldinu farið að kynna nýja ríkisstjórn fyrir komandi kjörtímabil og í framhaldinu farið að ræða hér fjárlög og önnur stór mál í næstu viku.“ Þingmenn bundnir af sannfæringu Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og fulltrúi Vinstri grænna í kjörbréfanefnd, sagði í samtali við fréttastofu að hún teldi að kjósendur ættu að njóta vafans með tilliti til þess hvort ágallar á framkvæmd Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi leiddu til ógildingar, og þar með uppkosningar í kjördæminu. Átti hún þar við að hún væri þeirrar skoðunar að heillavænlegast væri að ráðast í uppkosningu í kjördæminu. Aðspurð sagði Katrín, sem er formaður VG, að þingmenn flokksins muni nota morgundaginn til þess að fara yfir greinargerð kjörbréfanefndar, sem hljóði upp á tæpar hundrað blaðsíður. Hún segir þá ljóst að Svandís hafi farið yfir ólíkar hliðar málsins og hvaða niðurstöður megi leiða af atburðarásinni í Norðvesturkjördæmi. Þrátt fyrir það væru þingmenn ekki bundnir af því sem fram kæmi í greinargerðinni, þegar til atkvæðagreiðslu kemur. „Það er enginn þingmaður bundinn af þessu. Það liggur algerlega fyrir og hefur legið frá upphafi að þingmenn verða bundnir af sinni sannfæringu,“ sagði Katrín en bætti við að hún teldi vinnu nefndarinnar vera gott gagn fyrir þingmenn til að byggja mat sitt á. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Katrínar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þegar hún var innt eftir því hvenær mætti eiga von á fregnum af ráðherraskipan nýrrar stjórnar. „Nú liggur fyrir að það stendur til að greiða atkvæði um tillögur kjörbréfanefndar á fimmtudaginn og ef sú tímaáætlun stenst þá ímynda ég mér að við getum í framhaldinu farið að kynna nýja ríkisstjórn fyrir komandi kjörtímabil og í framhaldinu farið að ræða hér fjárlög og önnur stór mál í næstu viku.“ Þingmenn bundnir af sannfæringu Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og fulltrúi Vinstri grænna í kjörbréfanefnd, sagði í samtali við fréttastofu að hún teldi að kjósendur ættu að njóta vafans með tilliti til þess hvort ágallar á framkvæmd Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi leiddu til ógildingar, og þar með uppkosningar í kjördæminu. Átti hún þar við að hún væri þeirrar skoðunar að heillavænlegast væri að ráðast í uppkosningu í kjördæminu. Aðspurð sagði Katrín, sem er formaður VG, að þingmenn flokksins muni nota morgundaginn til þess að fara yfir greinargerð kjörbréfanefndar, sem hljóði upp á tæpar hundrað blaðsíður. Hún segir þá ljóst að Svandís hafi farið yfir ólíkar hliðar málsins og hvaða niðurstöður megi leiða af atburðarásinni í Norðvesturkjördæmi. Þrátt fyrir það væru þingmenn ekki bundnir af því sem fram kæmi í greinargerðinni, þegar til atkvæðagreiðslu kemur. „Það er enginn þingmaður bundinn af þessu. Það liggur algerlega fyrir og hefur legið frá upphafi að þingmenn verða bundnir af sinni sannfæringu,“ sagði Katrín en bætti við að hún teldi vinnu nefndarinnar vera gott gagn fyrir þingmenn til að byggja mat sitt á.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira