Messias hélt lífi í vonum AC Milan | Dortmund úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2021 22:25 Messias var bjargvættur AC Milan í kvöld. Denis Doyle/Getty Images Nú er öllum átta leikjum kvöldsins í næst seinustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lokið. Junior Messias tryggði AC Milan 1-0 sigur gegn Atlético Madrid í B-riðli og Borussia Dortmund er úr leik eftir 3-1 tap gegn Sporting. Messias var bjargvættur AC Milan þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri liðsins gegn Atlético Madrid á 87. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. AC Milan er nú með fjögur stig þegar ein umferð er eftir, líkt og Atlético Madrid, einu stigi á eftir Porto sem situr í öðru sæti. Atléticó Madrid situr ofar en AC Milan á fleiri útivallarmörkum skoruðum í innbyrgðis viðureginum liðanna og Milan-liðið þarf því að vinna Liverpool í lokaumferðinni og treysta á að Porto og Atlético geri jafntefli á sama tíma. 3 golden points: we're still in the race lads, c'monnn! 👊3 punti d'oro: siamo ancora in corsa. Forza Milan! 👊#AtletiMilan #UCL #SempreMilan pic.twitter.com/1sOfygTy4s— AC Milan (@acmilan) November 24, 2021 Pedro Goncalves skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik fyrir Sporting gegn Dortmund og sá til þess að staðan var 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir í Dortmund gerðu sér ekki auðveldara fyrir þegar Emre Can fékk að líta beint rautt spjald á 74. mínútu og liðið þurfti því að spila manni færri seinasta stundarfjórðunginn. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fékk Pedro Goncalves tækifæri til að fullkomna þrennu sína af vítapunktinum, en Gregor Kobel í marki Dortmund sá við honum. Pedro Porro var þó fyrstur að átta sig og skallaði frákastið í netið. Donyell Malen minnkaði muninn fyrir gestina í uppbótartíma, en þá voru úrslitin nú þegar ráðin. Niðurstaðan 3-1 sigur Sporting og liðið á leið í 16- liða úrslit á kostnað Dortmund sem þarf að gera sér Evrópudeildina að góðu. Úrslit kvöldsins A-riðill Club Brugge 0-5 RB Leipzig Manchester City 2-1 PSG B-riðill Atlético Madrid 0-1 AC Milan Liverpool 2-0 Porto C-riðill Besiktas 2-1 Ajax Sporting 3-1 Dortmund D-riðill Inter 2-0 Shakhtar Donetsk Sheriff 0-3 Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Messias var bjargvættur AC Milan þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri liðsins gegn Atlético Madrid á 87. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. AC Milan er nú með fjögur stig þegar ein umferð er eftir, líkt og Atlético Madrid, einu stigi á eftir Porto sem situr í öðru sæti. Atléticó Madrid situr ofar en AC Milan á fleiri útivallarmörkum skoruðum í innbyrgðis viðureginum liðanna og Milan-liðið þarf því að vinna Liverpool í lokaumferðinni og treysta á að Porto og Atlético geri jafntefli á sama tíma. 3 golden points: we're still in the race lads, c'monnn! 👊3 punti d'oro: siamo ancora in corsa. Forza Milan! 👊#AtletiMilan #UCL #SempreMilan pic.twitter.com/1sOfygTy4s— AC Milan (@acmilan) November 24, 2021 Pedro Goncalves skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik fyrir Sporting gegn Dortmund og sá til þess að staðan var 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir í Dortmund gerðu sér ekki auðveldara fyrir þegar Emre Can fékk að líta beint rautt spjald á 74. mínútu og liðið þurfti því að spila manni færri seinasta stundarfjórðunginn. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fékk Pedro Goncalves tækifæri til að fullkomna þrennu sína af vítapunktinum, en Gregor Kobel í marki Dortmund sá við honum. Pedro Porro var þó fyrstur að átta sig og skallaði frákastið í netið. Donyell Malen minnkaði muninn fyrir gestina í uppbótartíma, en þá voru úrslitin nú þegar ráðin. Niðurstaðan 3-1 sigur Sporting og liðið á leið í 16- liða úrslit á kostnað Dortmund sem þarf að gera sér Evrópudeildina að góðu. Úrslit kvöldsins A-riðill Club Brugge 0-5 RB Leipzig Manchester City 2-1 PSG B-riðill Atlético Madrid 0-1 AC Milan Liverpool 2-0 Porto C-riðill Besiktas 2-1 Ajax Sporting 3-1 Dortmund D-riðill Inter 2-0 Shakhtar Donetsk Sheriff 0-3 Real Madrid
A-riðill Club Brugge 0-5 RB Leipzig Manchester City 2-1 PSG B-riðill Atlético Madrid 0-1 AC Milan Liverpool 2-0 Porto C-riðill Besiktas 2-1 Ajax Sporting 3-1 Dortmund D-riðill Inter 2-0 Shakhtar Donetsk Sheriff 0-3 Real Madrid
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira