Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2021 06:59 Stökkbreytingarnar er að finna á bindiprótíni afbrigðisins. Getty Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. Afbrigðið, B.1.1.529, uppgötvaðist fyrst í Botswana þar sem það hefur nú fundist hjá þremur einstaklingum. Þá hafa sex tilvik verið greind í Suður-Afríku og eitt í Hong Kong en þar var um að ræða ferðamann sem var að koma frá Suður-Afríku. SARS-CoV-2 er veiran sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Tom Peacock, veirufræðingur við Imperial College London, deildi gögnum um afbrigðið á vefsíðu þar sem menn deila raðgreiningum SARS-CoV-2 og segir fjölda stökkbreytinganna á bindiprótíninu, eða broddprótíninu, vekja ákveðinn ugg. Þá fylgjast veirufræðingar í Suður-Afríku náið með þróun mála, þar sem afbrigðið hefur fundist á svæðum þar sem faraldurinn er í vexti. Ravi Gupta, prófessor í örverufræðum við Cambridge University, segir að tvær stökkbreytinganna virðist auka sýkingahæfni og auka getu afbrigðisins til að komast hjá ónæmiskerfinu. Hins vegar sé ekki ljóst hversu smitandi afbrigðið sé en það sé til að mynda lykilþáttur í því hversu hratt Delta-afbrigðið hafi farið um heiminn. Vísbendingar eru uppi um að stökkbreytingarnar hafi allar eða flestar orðið á sama tíma, mögulega hjá einum sjúklingi með veikt ónæmiskerfi og króníska sýkingu. Francois Balloux, framkvæmdastjóri UCL Genetics Institute, segir ótímabært að hafa miklar áhyggjur af afbrigðinu enn sem komið er en fylgjast þurfi með því. Guardian greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Afbrigðið, B.1.1.529, uppgötvaðist fyrst í Botswana þar sem það hefur nú fundist hjá þremur einstaklingum. Þá hafa sex tilvik verið greind í Suður-Afríku og eitt í Hong Kong en þar var um að ræða ferðamann sem var að koma frá Suður-Afríku. SARS-CoV-2 er veiran sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Tom Peacock, veirufræðingur við Imperial College London, deildi gögnum um afbrigðið á vefsíðu þar sem menn deila raðgreiningum SARS-CoV-2 og segir fjölda stökkbreytinganna á bindiprótíninu, eða broddprótíninu, vekja ákveðinn ugg. Þá fylgjast veirufræðingar í Suður-Afríku náið með þróun mála, þar sem afbrigðið hefur fundist á svæðum þar sem faraldurinn er í vexti. Ravi Gupta, prófessor í örverufræðum við Cambridge University, segir að tvær stökkbreytinganna virðist auka sýkingahæfni og auka getu afbrigðisins til að komast hjá ónæmiskerfinu. Hins vegar sé ekki ljóst hversu smitandi afbrigðið sé en það sé til að mynda lykilþáttur í því hversu hratt Delta-afbrigðið hafi farið um heiminn. Vísbendingar eru uppi um að stökkbreytingarnar hafi allar eða flestar orðið á sama tíma, mögulega hjá einum sjúklingi með veikt ónæmiskerfi og króníska sýkingu. Francois Balloux, framkvæmdastjóri UCL Genetics Institute, segir ótímabært að hafa miklar áhyggjur af afbrigðinu enn sem komið er en fylgjast þurfi með því. Guardian greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira