Gagnrýnir farþegana í liði PSG og segir liðið eiga enga möguleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 12:32 Neymar og Lionel Messi ganga saman af velli eftir tapið á móti Manchester City í gær. AP/Scott Heppell Flest lið myndu eflaust gefa mikið fyrir að geta telft fram framlínutríóinu Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar. Þessir þrír standa þó í vegi fyrir möguleikum Paris Saint Germain að mati knattspyrnusérfræðings Sky Sports. Gamli Liverpool miðvörðurinn Jamie Carragher var nefnilega með sterka skoðun á framherjunum þremur eftir tap PSG á móti Manchester City í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Kylian Mbappe kom PSG reyndar í 1-0 í leiknum en mörk frá Raheem Sterling og Gabriel Jesus tryggði ensku meisturunum sigurinn í seinni hálfleik. Jamie Carragher hit the nail on the head last night during his damning analysis of PSG's superstar trio, they're becoming a problem! https://t.co/5tMGqBlbPR— SPORTbible (@sportbible) November 25, 2021 „Ég er á því að í dag geti lið ekki verið með farþega,“ sagði Jamie Carragher á CBS Sports. „Það eru fjögur lið sem mér finnst geta unnið Meistaradeildina og það eru Man City, Liverpool, Chelsea eða Bayern München. Það er enginn farþegi í þeim liðum,“ sagði Carragher. „Þetta PSG lið er með þrjá farþega í sínu liði og þessa vegna eiga þeir enga möguleika á því að vinna Meistaradeildina, alls enga,“ sagði Carragher. Hann er þá að tala um tríóið Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar. Carragher er sérstaklega ósáttur með Mbappe, sem er mun yngri en Messi, en sýnir engan vilja í að hlaupa til baka og hjálpa sínu liði í varnarleiknum. Really pleased to see @ManCity beat #PSG tonight as it showed no matter what superstars you have in your team you can t carry passengers defensively. PSG can t win #UCL with only 7 players defending! #MCIPSG— Jamie Carragher (@Carra23) November 24, 2021 „Ég verð pirraður að horfa á þetta og þá sérstaklega Mbappe. Ég get skilið það með Messi upp að ákveðnu marki af því að hann er 34 ára og þarf að spara sig fyrir ákveðin móment,“ sagði Carragher. „Ég tel samt að þeir geti ekki borið hann í mark og við skulum ekki gleyma því heldur að Barcelona hefur ekki unnið Meistaradeildina í langan tíma,“ sagði Carragher. „En Mbappe er enn bara 22 ára gamall og hann ætti að vera hlaupa til baka til að hjálpa liðsfélögum sínum á móti toppliði eins og Man. City. Þetta snýst um að þeir eru að labba um völlinn og það er ekki fyrr mig,“ sagði Carragher. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Gamli Liverpool miðvörðurinn Jamie Carragher var nefnilega með sterka skoðun á framherjunum þremur eftir tap PSG á móti Manchester City í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Kylian Mbappe kom PSG reyndar í 1-0 í leiknum en mörk frá Raheem Sterling og Gabriel Jesus tryggði ensku meisturunum sigurinn í seinni hálfleik. Jamie Carragher hit the nail on the head last night during his damning analysis of PSG's superstar trio, they're becoming a problem! https://t.co/5tMGqBlbPR— SPORTbible (@sportbible) November 25, 2021 „Ég er á því að í dag geti lið ekki verið með farþega,“ sagði Jamie Carragher á CBS Sports. „Það eru fjögur lið sem mér finnst geta unnið Meistaradeildina og það eru Man City, Liverpool, Chelsea eða Bayern München. Það er enginn farþegi í þeim liðum,“ sagði Carragher. „Þetta PSG lið er með þrjá farþega í sínu liði og þessa vegna eiga þeir enga möguleika á því að vinna Meistaradeildina, alls enga,“ sagði Carragher. Hann er þá að tala um tríóið Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar. Carragher er sérstaklega ósáttur með Mbappe, sem er mun yngri en Messi, en sýnir engan vilja í að hlaupa til baka og hjálpa sínu liði í varnarleiknum. Really pleased to see @ManCity beat #PSG tonight as it showed no matter what superstars you have in your team you can t carry passengers defensively. PSG can t win #UCL with only 7 players defending! #MCIPSG— Jamie Carragher (@Carra23) November 24, 2021 „Ég verð pirraður að horfa á þetta og þá sérstaklega Mbappe. Ég get skilið það með Messi upp að ákveðnu marki af því að hann er 34 ára og þarf að spara sig fyrir ákveðin móment,“ sagði Carragher. „Ég tel samt að þeir geti ekki borið hann í mark og við skulum ekki gleyma því heldur að Barcelona hefur ekki unnið Meistaradeildina í langan tíma,“ sagði Carragher. „En Mbappe er enn bara 22 ára gamall og hann ætti að vera hlaupa til baka til að hjálpa liðsfélögum sínum á móti toppliði eins og Man. City. Þetta snýst um að þeir eru að labba um völlinn og það er ekki fyrr mig,“ sagði Carragher.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira