Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2021 10:52 Gengið var frá fjórum nefndarálitum og þremur tillögum til afgreiðslu á Alþingi á fundi kjörbréfanefndar í morgun. Umræður um tillögurnar hefjast klukkan eitt í dag. Vísir/Vilhelm Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. Kjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan níu í morgun þar sem gengið var frá nefndarálitum og tillögum til þingsins um hvernig skuli afgreiða kjörbréfin. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihuta í nefndinni leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Fulltrúar þessara flokka í kjörbréfanefnd eru fyrir Sjálfstæðisflokk Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar, Diljá Mist Einarsdóttir og Vilhjálmur Árnason. Fyrir Framsóknarflokk Líneik Anna Sævarsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson. Inga Sæland er síðan fulltrúi Flokks fólksins. Í minnihlutatillögu fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar, þeirra Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur er lagt til að fjörtíu og sjö kjörbréf verði staðfest. Það er allra þingmanna annarra en kjördæmakjörinna þingmanna í Norðvesturkjördæmi og níu jöfnunarþingmanna. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi. Þriðja tillagan kemur síðan frá Birni Leví Gunnarssyni fulltrúa Pírata í kjörbréfanefnd um að ekkert kjörbréfanna verði staðfest. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til nýrra alþingiskosninga í öllum kjördæmum. Þótt Svandís og Þórunn sameinist um tillögu leggja þær þó fram sitt hvort nefndarálitið þar sem þær færa að einhverju leyti ólík rök fyrir tillögunni. Meirihlutinn er saman á áliti og Björn Leví er einn á sínu áliti. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. 24. nóvember 2021 18:31 Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. 23. nóvember 2021 21:02 Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið. 23. nóvember 2021 16:07 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Sjá meira
Kjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan níu í morgun þar sem gengið var frá nefndarálitum og tillögum til þingsins um hvernig skuli afgreiða kjörbréfin. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihuta í nefndinni leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Fulltrúar þessara flokka í kjörbréfanefnd eru fyrir Sjálfstæðisflokk Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar, Diljá Mist Einarsdóttir og Vilhjálmur Árnason. Fyrir Framsóknarflokk Líneik Anna Sævarsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson. Inga Sæland er síðan fulltrúi Flokks fólksins. Í minnihlutatillögu fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar, þeirra Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur er lagt til að fjörtíu og sjö kjörbréf verði staðfest. Það er allra þingmanna annarra en kjördæmakjörinna þingmanna í Norðvesturkjördæmi og níu jöfnunarþingmanna. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi. Þriðja tillagan kemur síðan frá Birni Leví Gunnarssyni fulltrúa Pírata í kjörbréfanefnd um að ekkert kjörbréfanna verði staðfest. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til nýrra alþingiskosninga í öllum kjördæmum. Þótt Svandís og Þórunn sameinist um tillögu leggja þær þó fram sitt hvort nefndarálitið þar sem þær færa að einhverju leyti ólík rök fyrir tillögunni. Meirihlutinn er saman á áliti og Björn Leví er einn á sínu áliti.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. 24. nóvember 2021 18:31 Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. 23. nóvember 2021 21:02 Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið. 23. nóvember 2021 16:07 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Sjá meira
Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. 24. nóvember 2021 18:31
Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. 23. nóvember 2021 21:02
Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið. 23. nóvember 2021 16:07