„Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2021 14:14 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. Umræður um hvað skuli gera í kjörbréfamálinu svokallaða standa nú yfir á Alþingi en horfa má á beina útsendingu frá þingfundi hér. Þingfundur hófst á því að Birgir Ármannsson, formaður kjörbréfanefndar, fór yfir nefndarálit meirihluta kjörbréfanefndarinnar um að samþykkja ætti öll kjörbréf. Fór hann yfir rannsókn undirbúningskjörbréfanefndarinnar og rökstuðning meirihlutans fyrir tillögu hans. Andrés Ingi Jónsson og Björn Leví Gunnarsson, þingmenn Pírata, veittu Birgi andsvar og drógu þeir álit meirihlutans í efa. Ekkert hafi bent til þess að átt hafi verið við gögnin Andrés Ingi byrjaði á því að spyrja Birgi hvort hann gæti sagt honum hver niðurstaða kosninganna í Norðvesturkjördæmi hafi verið. Birgir skaust þá aftur upp í pontu og svaraði því til að að meirihluti nefndarinnar teldi að úrslit kosninganna hefði birst í þeim tölum sem voru birtar eftir seinni endurtalningu í kjördæminu, að frátöldum nokkrum atvæðum sem höfðu verið flokkið vitlaust. Birgir Ármannsson fór yfir álit meirihluta kjörbréfanefndar.Vísir/Vilhelm „Að öðru leyti hefur enginn dregið í efa að kjörseðlarnir og kosningagögnin sem við rannsökuðum og geymd eru í fangaklefa lögreglunnar í Borgarnesi séu rétt. Það sem er dregið í efa er það að varsla kjörgagna hafi verið fullnægjandi og nefndarmenn sammála um það að sú varsla var ekki fullnægjandi. En það er ekkert sem bendir til þess að átt hafi verið við gögnin á þessu tímabili og við byggjum okkar niðurstöðu á því,“ sagði Birgir. Hyldjúpt rugl að mati Andrésar Inga Andrés Ingi steig þá aftur upp í pontu og sagði mismun atkvæða á milli talninga gefa fullt tilefni til að hægt væri að efast um allt sem væri á borðinu í Norðvesturkjördæmi. „Það endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur. Háttvirtur þingmaður sagði að það væri seinni talningin sem að væri miðað við,“ sagði Andrés Ingi.´ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á þingfundi í dag. Þau sátu bæði í kjörbréfanefndinni.Vísir/Vilhelm Fór hann þá yfir atkvæðatölur Viðreisnar sem fékk 1072 atkvæði eftir fyrstu talningu en missti níu atkvæði eftir seinni talningu auk þess sem að Andrés benti á að tvö atkvæði Viðreisnar hafi fundist við afstemmningu undirbúningskjörbréfanefndar. „Miðflokkurinn fór yfir úr 1283 yfir í 1278 og svo er líka hægt að segja að þeir hafi fengið 1279 atkvæði,“ sagði Andrés sem sagði fullt tilefni til að efast um talningarnar í Norðvesturkjördæmi. „Þó að þessar tölur einar og sér þegar þær eru settar í reiknilíkan Landskjörstjórnar breyti ekki heildarúthlutun á landsvísu þá gefa þær fullt tilefni til þess að við efumst allt sem er á borðinu í Norðvesturkjördæmi. Í fullkomnum heimi myndum við endurtelja þetta frá botni en við getum það ekki því það er búið að menga kjörgögnin. Hvernig í ósköpunum fær meirihlutinn út að það sé hægt að láta þessar tölur standa en ekki mæla með uppkosningu.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Bein útsending: Niðurstaða fæst í kjörbréfamálið Þingsetningarathöfn Alþingis verður fram haldið klukkan eitt í dag. Á dagskrá þingfundarins er rannsókn kjörbréfa, umræður og atkvæðagreiðslur um þær tillögur sem fram hafa komið um lausn á kjörbréfamálinu. 25. nóvember 2021 12:45 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Sjá meira
Umræður um hvað skuli gera í kjörbréfamálinu svokallaða standa nú yfir á Alþingi en horfa má á beina útsendingu frá þingfundi hér. Þingfundur hófst á því að Birgir Ármannsson, formaður kjörbréfanefndar, fór yfir nefndarálit meirihluta kjörbréfanefndarinnar um að samþykkja ætti öll kjörbréf. Fór hann yfir rannsókn undirbúningskjörbréfanefndarinnar og rökstuðning meirihlutans fyrir tillögu hans. Andrés Ingi Jónsson og Björn Leví Gunnarsson, þingmenn Pírata, veittu Birgi andsvar og drógu þeir álit meirihlutans í efa. Ekkert hafi bent til þess að átt hafi verið við gögnin Andrés Ingi byrjaði á því að spyrja Birgi hvort hann gæti sagt honum hver niðurstaða kosninganna í Norðvesturkjördæmi hafi verið. Birgir skaust þá aftur upp í pontu og svaraði því til að að meirihluti nefndarinnar teldi að úrslit kosninganna hefði birst í þeim tölum sem voru birtar eftir seinni endurtalningu í kjördæminu, að frátöldum nokkrum atvæðum sem höfðu verið flokkið vitlaust. Birgir Ármannsson fór yfir álit meirihluta kjörbréfanefndar.Vísir/Vilhelm „Að öðru leyti hefur enginn dregið í efa að kjörseðlarnir og kosningagögnin sem við rannsökuðum og geymd eru í fangaklefa lögreglunnar í Borgarnesi séu rétt. Það sem er dregið í efa er það að varsla kjörgagna hafi verið fullnægjandi og nefndarmenn sammála um það að sú varsla var ekki fullnægjandi. En það er ekkert sem bendir til þess að átt hafi verið við gögnin á þessu tímabili og við byggjum okkar niðurstöðu á því,“ sagði Birgir. Hyldjúpt rugl að mati Andrésar Inga Andrés Ingi steig þá aftur upp í pontu og sagði mismun atkvæða á milli talninga gefa fullt tilefni til að hægt væri að efast um allt sem væri á borðinu í Norðvesturkjördæmi. „Það endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur. Háttvirtur þingmaður sagði að það væri seinni talningin sem að væri miðað við,“ sagði Andrés Ingi.´ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á þingfundi í dag. Þau sátu bæði í kjörbréfanefndinni.Vísir/Vilhelm Fór hann þá yfir atkvæðatölur Viðreisnar sem fékk 1072 atkvæði eftir fyrstu talningu en missti níu atkvæði eftir seinni talningu auk þess sem að Andrés benti á að tvö atkvæði Viðreisnar hafi fundist við afstemmningu undirbúningskjörbréfanefndar. „Miðflokkurinn fór yfir úr 1283 yfir í 1278 og svo er líka hægt að segja að þeir hafi fengið 1279 atkvæði,“ sagði Andrés sem sagði fullt tilefni til að efast um talningarnar í Norðvesturkjördæmi. „Þó að þessar tölur einar og sér þegar þær eru settar í reiknilíkan Landskjörstjórnar breyti ekki heildarúthlutun á landsvísu þá gefa þær fullt tilefni til þess að við efumst allt sem er á borðinu í Norðvesturkjördæmi. Í fullkomnum heimi myndum við endurtelja þetta frá botni en við getum það ekki því það er búið að menga kjörgögnin. Hvernig í ósköpunum fær meirihlutinn út að það sé hægt að láta þessar tölur standa en ekki mæla með uppkosningu.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Bein útsending: Niðurstaða fæst í kjörbréfamálið Þingsetningarathöfn Alþingis verður fram haldið klukkan eitt í dag. Á dagskrá þingfundarins er rannsókn kjörbréfa, umræður og atkvæðagreiðslur um þær tillögur sem fram hafa komið um lausn á kjörbréfamálinu. 25. nóvember 2021 12:45 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Sjá meira
Bein útsending: Niðurstaða fæst í kjörbréfamálið Þingsetningarathöfn Alþingis verður fram haldið klukkan eitt í dag. Á dagskrá þingfundarins er rannsókn kjörbréfa, umræður og atkvæðagreiðslur um þær tillögur sem fram hafa komið um lausn á kjörbréfamálinu. 25. nóvember 2021 12:45
Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent