Afneitun MAST ristir djúpt Inga Lind Karlsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 15:30 Sú einkennilega staða er uppi við útgáfu leyfa fyrir sjókvíaeldi á laxi að ekkert er litið til hversu miklum skaða fiski- og laxalúsasmit veldur á umhverfinu og lífríkinu. Lúsin, sem berst í miklum mæli úr sjókvíunum, hefur annars vegar hrikaleg áhrif á villtan urriða og seiði villtra laxa og hins vegar berast lyfin og skordýraeitrið sem hellt er í sjókvíarnar í umhverfið með mjög neikvæðum áhrifum fyrir marflær, rækjur, humar og önnur dýr hafsins. Við hjá IWF höfum ásamt fleirum ítrekað kallað eftir því að tekið verði upp áhættumat fyrir lús, til að hafa til hliðsjónar við útgáfu leyfa en líka til að færa eftirlitsstofnunum alvöru tæki til framleiðslustýringar á þeim svæðum þar sem sjókvíaeldi er nú þegar stundað. Ef lúsin fer yfir ákveðin mörk á ekki eina úrræðið að vera að eitra í sjókvíunum heldur eiga stjórnvöld að geta skyldað sjókvíaeldisfyrirtækin til að fækka fiski í kvíunum því umfang lúsavandans er beintengt þeim fjölda fiska sem er hafður á hverju eldissvæði. Gríðarlega mikilvægt mál er að bregðast við að lagfæra þennan alvarlega galla við veitingu leyfa. Í Arnarfirði á til að mynda nánast að tvöfalda sjókvíaeldið þrátt fyrir að lús hafi verið þar mikið vandamál á undanförnum árum. Afleiðingarnar verða ekki bara slæmar fyrir villta lífríkið, vegna eiturefnanotkunar og lúsaplágunnar sem berst úr kvíunum, heldur munu eldisdýrin líða mikla þjáningar. Laxalúsin étur þau beinlínis lifandi. Eitrað á hverju ári Allt kunnáttufólk um sjókvíaeldi veit að með auknum fjölda eldislaxa í firðinum mun vandamálið stigmagnast. Lúsin er einfaldlega hluti af sjókvíaeldi á iðnaðarskala. Sú er raunin alls staðar þar sem þessi starfsemi hefur fengið að hreiðra um sig. Illskiljanlegt er af hverju Matvælastofnun (MAST) heldur engu að síður áfram að gera tillögu um aukið sjókvíaeldi í Arnarfirði. Afneitun sérfræðinga MAST á því að lúsin sé vandamál ristir reyndar djúpt. Sérfræðingar stofnunarinnar hafa reynst hafa rangt fyrir sér að öllu leyti um lúsina og höfðu að engu varnaðarorð um hvað myndi gerast ef sjókvíaeldi yrði aukið verulega í firðinum. Ávísun á lúsafár og umhverfisslys Í júlí 2012 birtist í Morgunblaðinu viðtal við þáverandi framkvæmdastjóra Fjarðalax undir fyrirsögninnni „Ávísun á lúsafár og umhverfisslys“. Sagði framkvæmdastjórinn meðal annars að mjög varlega yrði að fara við útgáfu leyfa fyrir auknu eldi á Vestfjörðum og framfylgja þyrfti af hörku kvöðum um hvíldartíma annars myndi lúsin verða að meiriháttar vandamáli: „Ég ætla ekki að láta það verða mína arfleifð á Íslandi að stefna villta laxastofninum í hættu,“ sagði framkvæmdastjórinn í viðtalinu. Sérfræðingar MAST voru á annarri skoðun. Í fyrirlestri dýralæknis fisksjúkdóma hjá MAST, sem fluttur var í maí 2016 á málþingi Landssambands fiskeldisstöðva á Ísafirði, kom þetta mat hans fram: „Sökum norðlægrar legu Íslands, og ekki síst þeirra svæða sem heimilt er að ala lax í sjókvíum frá 2004, á lúsin erfitt uppdráttar og getur á engan hátt orðið sambærilegt vandamál og hjá nágrannaþjóðum okkar. Meðhöndlun gegn lús hefur aldrei þurft að koma til álita í laxeldi á núverandi slóðum sjókvíaeldis.“ Og ári seinna, Í maí 2017 skrifaði fagsviðsstjóri fiskeldis hjá MAST pistil í Fréttablaðið þar sem þetta kom fram: „Þá er tíðræður misskilningur um að í fiskeldi á Íslandi ríki lúsafár, sem villtum laxastofnum stafi hætta af. Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi.“ Nokkrum dögum eftir að grein fagsviðsstjórans birtist gaf MAST þó út fyrsta leyfi fyrir notkun skordýraeiturs vegna lúsasmits í sjókvíum Arnarlax á Vestfjörðum og hefur síðan gefið margsinnis leyfi fyrir eitrun vegna lúsasmits þar sem lús á eldisfiskum hefur „verið langt yfir þeim mörkum sem sett hafa verið í Noregi varðandi þörf fyrir meðhöndlun við laxalús“ eins og það var orðað í einni umsögn Hafrannsóknastofnunar þegar MAST auglýsti enn eitt nýtt rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi. Á rauðu ljósi Frá því að grein fagsviðsstjórans birtist í maí 2017 hefur MAST gefið út sautján staðbundin leyfi fyrir notkun skordýraeiturs eða lyfjafóðurs vegna lúsar á eldislöxum í sjókvíum. Nú síðast voru gefin út þrjú leyfi í september. Sjö af þessum staðbundnu leyfum hafa verið gefin út vegna lúsasmits í Arnarfirði. Þrátt fyrir þetta mikla álag í firðinum vill MAST heimila þar hátt í tvöföldun á sjókvíaeldi. Í rannsókninni „Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum á Vestfjörðum 2017“ sem Margrét Thorsteinsson gerði fyrir Náttúrustofu Vestfjarða kemur fram að marktækt meira lúsasmit og lúsaálag var á suðursvæði Vestfjarða, þar sem sjókvíaeldið er staðsett, en á norðursvæði Vestfjarða þar sem ekki er sjókvíaeldi á laxi. Margrét bendir á í rannsókn sinni að ef miðað væri við norska umferðarljósakerfinu, sem notað er til framleiðslustýringar í sjókvíaeldi þar í landi, skapaði laxalúsaálag á árinu 2017 mikla áhættu á villta laxfiskahópa í Patreksfirði á öðru tímabilinu (60%), í Arnarfirði á fyrsta tímabilinu (53%) og í Dýrafirði (50%) og Tálknafirði (45%) á þriðja tímabilinu, sem þýðir rautt ljós fyrir svæðin á þessum tímabilum. Breytinga þörf Athugið nú tvennt kæru lesendur, annars vegar að magnið af sjókvíaeldislaxi í Arnarfirði, þegar Margrét Thorsteinsson gerði rannsókn sína, aðeins um helmingur af því sem MAST vill heimila í firðinum, og hitt að rannsóknin var gerð sama ár og fagsviðsstjóri MAST birti grein með þessum orðum: „Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi.“ Hvernig stendur á því að stjórnvöld láta stofnun sem hefur haft svona hrapallega rangt fyrir sér halda áfram að vera ráðgefandi í þessum mikilvæga málaflokki án breytinga þar innanhúss? Höfundur er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Sú einkennilega staða er uppi við útgáfu leyfa fyrir sjókvíaeldi á laxi að ekkert er litið til hversu miklum skaða fiski- og laxalúsasmit veldur á umhverfinu og lífríkinu. Lúsin, sem berst í miklum mæli úr sjókvíunum, hefur annars vegar hrikaleg áhrif á villtan urriða og seiði villtra laxa og hins vegar berast lyfin og skordýraeitrið sem hellt er í sjókvíarnar í umhverfið með mjög neikvæðum áhrifum fyrir marflær, rækjur, humar og önnur dýr hafsins. Við hjá IWF höfum ásamt fleirum ítrekað kallað eftir því að tekið verði upp áhættumat fyrir lús, til að hafa til hliðsjónar við útgáfu leyfa en líka til að færa eftirlitsstofnunum alvöru tæki til framleiðslustýringar á þeim svæðum þar sem sjókvíaeldi er nú þegar stundað. Ef lúsin fer yfir ákveðin mörk á ekki eina úrræðið að vera að eitra í sjókvíunum heldur eiga stjórnvöld að geta skyldað sjókvíaeldisfyrirtækin til að fækka fiski í kvíunum því umfang lúsavandans er beintengt þeim fjölda fiska sem er hafður á hverju eldissvæði. Gríðarlega mikilvægt mál er að bregðast við að lagfæra þennan alvarlega galla við veitingu leyfa. Í Arnarfirði á til að mynda nánast að tvöfalda sjókvíaeldið þrátt fyrir að lús hafi verið þar mikið vandamál á undanförnum árum. Afleiðingarnar verða ekki bara slæmar fyrir villta lífríkið, vegna eiturefnanotkunar og lúsaplágunnar sem berst úr kvíunum, heldur munu eldisdýrin líða mikla þjáningar. Laxalúsin étur þau beinlínis lifandi. Eitrað á hverju ári Allt kunnáttufólk um sjókvíaeldi veit að með auknum fjölda eldislaxa í firðinum mun vandamálið stigmagnast. Lúsin er einfaldlega hluti af sjókvíaeldi á iðnaðarskala. Sú er raunin alls staðar þar sem þessi starfsemi hefur fengið að hreiðra um sig. Illskiljanlegt er af hverju Matvælastofnun (MAST) heldur engu að síður áfram að gera tillögu um aukið sjókvíaeldi í Arnarfirði. Afneitun sérfræðinga MAST á því að lúsin sé vandamál ristir reyndar djúpt. Sérfræðingar stofnunarinnar hafa reynst hafa rangt fyrir sér að öllu leyti um lúsina og höfðu að engu varnaðarorð um hvað myndi gerast ef sjókvíaeldi yrði aukið verulega í firðinum. Ávísun á lúsafár og umhverfisslys Í júlí 2012 birtist í Morgunblaðinu viðtal við þáverandi framkvæmdastjóra Fjarðalax undir fyrirsögninnni „Ávísun á lúsafár og umhverfisslys“. Sagði framkvæmdastjórinn meðal annars að mjög varlega yrði að fara við útgáfu leyfa fyrir auknu eldi á Vestfjörðum og framfylgja þyrfti af hörku kvöðum um hvíldartíma annars myndi lúsin verða að meiriháttar vandamáli: „Ég ætla ekki að láta það verða mína arfleifð á Íslandi að stefna villta laxastofninum í hættu,“ sagði framkvæmdastjórinn í viðtalinu. Sérfræðingar MAST voru á annarri skoðun. Í fyrirlestri dýralæknis fisksjúkdóma hjá MAST, sem fluttur var í maí 2016 á málþingi Landssambands fiskeldisstöðva á Ísafirði, kom þetta mat hans fram: „Sökum norðlægrar legu Íslands, og ekki síst þeirra svæða sem heimilt er að ala lax í sjókvíum frá 2004, á lúsin erfitt uppdráttar og getur á engan hátt orðið sambærilegt vandamál og hjá nágrannaþjóðum okkar. Meðhöndlun gegn lús hefur aldrei þurft að koma til álita í laxeldi á núverandi slóðum sjókvíaeldis.“ Og ári seinna, Í maí 2017 skrifaði fagsviðsstjóri fiskeldis hjá MAST pistil í Fréttablaðið þar sem þetta kom fram: „Þá er tíðræður misskilningur um að í fiskeldi á Íslandi ríki lúsafár, sem villtum laxastofnum stafi hætta af. Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi.“ Nokkrum dögum eftir að grein fagsviðsstjórans birtist gaf MAST þó út fyrsta leyfi fyrir notkun skordýraeiturs vegna lúsasmits í sjókvíum Arnarlax á Vestfjörðum og hefur síðan gefið margsinnis leyfi fyrir eitrun vegna lúsasmits þar sem lús á eldisfiskum hefur „verið langt yfir þeim mörkum sem sett hafa verið í Noregi varðandi þörf fyrir meðhöndlun við laxalús“ eins og það var orðað í einni umsögn Hafrannsóknastofnunar þegar MAST auglýsti enn eitt nýtt rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi. Á rauðu ljósi Frá því að grein fagsviðsstjórans birtist í maí 2017 hefur MAST gefið út sautján staðbundin leyfi fyrir notkun skordýraeiturs eða lyfjafóðurs vegna lúsar á eldislöxum í sjókvíum. Nú síðast voru gefin út þrjú leyfi í september. Sjö af þessum staðbundnu leyfum hafa verið gefin út vegna lúsasmits í Arnarfirði. Þrátt fyrir þetta mikla álag í firðinum vill MAST heimila þar hátt í tvöföldun á sjókvíaeldi. Í rannsókninni „Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum á Vestfjörðum 2017“ sem Margrét Thorsteinsson gerði fyrir Náttúrustofu Vestfjarða kemur fram að marktækt meira lúsasmit og lúsaálag var á suðursvæði Vestfjarða, þar sem sjókvíaeldið er staðsett, en á norðursvæði Vestfjarða þar sem ekki er sjókvíaeldi á laxi. Margrét bendir á í rannsókn sinni að ef miðað væri við norska umferðarljósakerfinu, sem notað er til framleiðslustýringar í sjókvíaeldi þar í landi, skapaði laxalúsaálag á árinu 2017 mikla áhættu á villta laxfiskahópa í Patreksfirði á öðru tímabilinu (60%), í Arnarfirði á fyrsta tímabilinu (53%) og í Dýrafirði (50%) og Tálknafirði (45%) á þriðja tímabilinu, sem þýðir rautt ljós fyrir svæðin á þessum tímabilum. Breytinga þörf Athugið nú tvennt kæru lesendur, annars vegar að magnið af sjókvíaeldislaxi í Arnarfirði, þegar Margrét Thorsteinsson gerði rannsókn sína, aðeins um helmingur af því sem MAST vill heimila í firðinum, og hitt að rannsóknin var gerð sama ár og fagsviðsstjóri MAST birti grein með þessum orðum: „Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi.“ Hvernig stendur á því að stjórnvöld láta stofnun sem hefur haft svona hrapallega rangt fyrir sér halda áfram að vera ráðgefandi í þessum mikilvæga málaflokki án breytinga þar innanhúss? Höfundur er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun