Telja ekki ástæðu til að fagna þakkargjörðarhátíðinni Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 15:39 Frumbyggjar á bæn við minnisvarða um fórnarlömb fjöldamorðs á Wampanoag-frumbyggjum í Plymouth árið 2007. AP/Lisa Poole Bandarískir frumbyggjar ætla að minnast þakkargjörðarhátíðarinnar í dag með því að koma saman í bænum Plymouth í Massachusetts þar sem enskir landtökumenn tóku fyrst land. Þar ætla þeir að syrgja aldalanga kynþáttahyggju og ofbeldi sem þeir hafa mátt þola. Þakkargjörðarhátíðin er haldin í Bandaríkjunum í dag. Hún er rakin til uppskeruhátíðar sem fyrstu ensku nýlendubúarnir í Plymouth fögnuðu með Wampanoag-ættbálknum árið 1621. Evrópubúar áttu síðar eftir að leggja undir sig alla Norður-Ameríku og hafast afkomendur frumbyggja nú við á verndarsvæðum á víð og dreif um Bandaríkin. „Við frumbyggjaþjóðir höfum enga ástæðu til þess að fagna komu pílagrímanna,“ segir Kisha James sem kemur frá Aquinnah Wampaoag og Oglala Lakota ættbálkunum við AP-fréttastofuna. Hún segist vilja fræða fólk um að sögur um fyrstu þakkargjörðarhátíðina sem er kennd í skólum byggist á engu nema lygum. Wampanoag og aðrir frumbyggjar hafi sannarlega ekki lifað hamingjusamlega frá því að pílagrímarnir námu land. Þakkargjörðarhátíðin sé frumbyggjum sorgardagur þar sem þeir minnast milljóna forfeðra sinna sem evrópskir nýlendubúar sem birtust óboðnir myrtu. Viðburðurinn í Plymouth hefur verið árviss viðburður frá 1970. Frumbyggjarnir safnast saman við Plymouth-klett þar sem pílagrímarnir komu að landi. Þar ætla þeir að berja bumbur, biðja og fordæma kerfislæga kynþáttahyggju, kynjamisrétti, nýlendustefnu, andúð á samkynhneigðum og eyðileggingu jarðar í nafni hagnaðar. Í ár ætla þeir sérstaklega að minnast ungra frumbyggja sem voru vistaðir í heimavistarskólum á vegum alríkisstjórnarinnar þar sem reynt var að „aðlaga“ þá samfélagi hvítra manna, jafnt í Bandaríkjunum og í Kanada. Hundruð líka fundist nýlega við byggingu sem áður hýsti slíkan skóla í Kanada. Bandaríkin Tengdar fréttir Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna. 12. október 2021 14:58 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Þakkargjörðarhátíðin er haldin í Bandaríkjunum í dag. Hún er rakin til uppskeruhátíðar sem fyrstu ensku nýlendubúarnir í Plymouth fögnuðu með Wampanoag-ættbálknum árið 1621. Evrópubúar áttu síðar eftir að leggja undir sig alla Norður-Ameríku og hafast afkomendur frumbyggja nú við á verndarsvæðum á víð og dreif um Bandaríkin. „Við frumbyggjaþjóðir höfum enga ástæðu til þess að fagna komu pílagrímanna,“ segir Kisha James sem kemur frá Aquinnah Wampaoag og Oglala Lakota ættbálkunum við AP-fréttastofuna. Hún segist vilja fræða fólk um að sögur um fyrstu þakkargjörðarhátíðina sem er kennd í skólum byggist á engu nema lygum. Wampanoag og aðrir frumbyggjar hafi sannarlega ekki lifað hamingjusamlega frá því að pílagrímarnir námu land. Þakkargjörðarhátíðin sé frumbyggjum sorgardagur þar sem þeir minnast milljóna forfeðra sinna sem evrópskir nýlendubúar sem birtust óboðnir myrtu. Viðburðurinn í Plymouth hefur verið árviss viðburður frá 1970. Frumbyggjarnir safnast saman við Plymouth-klett þar sem pílagrímarnir komu að landi. Þar ætla þeir að berja bumbur, biðja og fordæma kerfislæga kynþáttahyggju, kynjamisrétti, nýlendustefnu, andúð á samkynhneigðum og eyðileggingu jarðar í nafni hagnaðar. Í ár ætla þeir sérstaklega að minnast ungra frumbyggja sem voru vistaðir í heimavistarskólum á vegum alríkisstjórnarinnar þar sem reynt var að „aðlaga“ þá samfélagi hvítra manna, jafnt í Bandaríkjunum og í Kanada. Hundruð líka fundist nýlega við byggingu sem áður hýsti slíkan skóla í Kanada.
Bandaríkin Tengdar fréttir Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna. 12. október 2021 14:58 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna. 12. október 2021 14:58