Frá þessu er greint á The Athletic. Þar segir að Rangnick muni skrifa undir sex mánaða samning við United og vera svo í ráðgjafarhlutverki hjá félaginu í tvö ár.
EXCLUSIVE: Man Utd reach agreement with Ralf Rangnick to become interim manager. 6mnth contract then 2yr consultancy. Deal subject to Lokomotiv Moscow approval. Work permit process prevents 63yo leading #MUFC v Chelsea. W/ @lauriewhitwell @TheAthleticUK https://t.co/wjQyiRzfeE
— David Ornstein (@David_Ornstein) November 25, 2021
Vinnuveitandi Rangnicks, Lokomotiv Moskva, á þó enn eftir að samþykkja að leysa hann undan samningi. Ólíklegt þykir þó að félagið standi í vegi fyrir Rangnick.
Þótt Rangnick verði væntanlega kynntur sem næsti knattspyrnustjóri United á næstu klukkutímunum getur hann ekki stýrt liðinu gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn vegna skorts á atvinnuleyfi.
Rangnick, sem er 63 ára Þjóðverji, er gríðarlega reyndur og áhrifamikill þjálfari. Meðal þjálfara sem hafa leitað í viskubrunn hans eru Thomas Tuchel, Julian Nagelsmann og Ralph Hassenhüttl.
Meðal liða sem Rangnick hefur stýrt má nefna Schalke, Hoffenheim, RB Leipzig og Stuttgart.