„Við vorum ekki mættar tilbúnar í leikinn“ Atli Arason skrifar 25. nóvember 2021 22:22 Lovísa Björt Henningsdóttir var ekki sátt við það hvernig Haukar mættu til leiks í kvöld. Vísir/Bára Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, var svekkt með stórt tap í síðasta heimaleik Hauka í Euro Cup, 41-79. „Manni líður aldrei vel eftir tapleiki, hvað þá þegar maður tapar svona stórt. Sérstaklega miðað við það hvernig við mættum í leikinn, við vorum ekki mættar tilbúnar í leikinn en við mættum svolítið flatar og orkulitlar. Það gengur ekkert þegar maður er að spila á móti liði í Euro Cup. Þær eru allar ógeðslega góðar en maður á alltaf að mæta tilbúin til leiks og það er eitthvað sem við getum lært af,“ sagði Lovísa í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst stemningin fyrir leik frábær. Við töluðum um það inn í klefa að þetta væri síðasti heimaleikurinn í Euro Cup og við ætluðum að gefa allt í þetta en stundum er þetta bara svona að maður kemur einhvern veginn ekki með jafn mikla orku og maður vill inn í svona leiki, því miður.“ 38 stiga tap varð niðurstaðan sem er ansi stórt tap. Þrátt fyrir það þá taldi Lovísa að Tarbes GB hafi ekki komið Haukunum neitt á óvart. „Nei, við höfum spilað við þær áður þó þær séu með smá breytt lið. Við spiluðum við þær úti og þar töpuðum við bara með 13 stigum en þar spiluðum við frekar vel á móti þeim. Við vorum bara ekki að hitta úr okkar skotum, ef við hefðum sett nokkra þrista í fyrri hálfleik þá hefði kannski komið smá meiri stemning og smá meiri orka en það bara gerðist ekki í dag,“ svaraði Lovísa, aðspurð að því hvort andstæðingurinn hafi gert eitthvað óvænt. Ævintýrið í Evrópu fer því brátt að ljúka hjá Haukum en Lovísa sagði að Haukar þurfi líka að halda fullum fókus á Subway-deildinni. „Það er bara einn leikur eftir í Euro Cup og hann er í næstu viku en við erum búnar að æfa okkur í því að taka bara einn leik í einu og næsti leikur er einmitt hér [í Ólafssal] gegn Fjölni. Bæði núna og svo aftur eftir viku þá snýst þetta um að halda fókus í deildinni hérna heima og reyna að koma í hvern leik, tilbúnar í þann leik og gefa allt í íslensku deildina,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka. Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
„Manni líður aldrei vel eftir tapleiki, hvað þá þegar maður tapar svona stórt. Sérstaklega miðað við það hvernig við mættum í leikinn, við vorum ekki mættar tilbúnar í leikinn en við mættum svolítið flatar og orkulitlar. Það gengur ekkert þegar maður er að spila á móti liði í Euro Cup. Þær eru allar ógeðslega góðar en maður á alltaf að mæta tilbúin til leiks og það er eitthvað sem við getum lært af,“ sagði Lovísa í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst stemningin fyrir leik frábær. Við töluðum um það inn í klefa að þetta væri síðasti heimaleikurinn í Euro Cup og við ætluðum að gefa allt í þetta en stundum er þetta bara svona að maður kemur einhvern veginn ekki með jafn mikla orku og maður vill inn í svona leiki, því miður.“ 38 stiga tap varð niðurstaðan sem er ansi stórt tap. Þrátt fyrir það þá taldi Lovísa að Tarbes GB hafi ekki komið Haukunum neitt á óvart. „Nei, við höfum spilað við þær áður þó þær séu með smá breytt lið. Við spiluðum við þær úti og þar töpuðum við bara með 13 stigum en þar spiluðum við frekar vel á móti þeim. Við vorum bara ekki að hitta úr okkar skotum, ef við hefðum sett nokkra þrista í fyrri hálfleik þá hefði kannski komið smá meiri stemning og smá meiri orka en það bara gerðist ekki í dag,“ svaraði Lovísa, aðspurð að því hvort andstæðingurinn hafi gert eitthvað óvænt. Ævintýrið í Evrópu fer því brátt að ljúka hjá Haukum en Lovísa sagði að Haukar þurfi líka að halda fullum fókus á Subway-deildinni. „Það er bara einn leikur eftir í Euro Cup og hann er í næstu viku en við erum búnar að æfa okkur í því að taka bara einn leik í einu og næsti leikur er einmitt hér [í Ólafssal] gegn Fjölni. Bæði núna og svo aftur eftir viku þá snýst þetta um að halda fókus í deildinni hérna heima og reyna að koma í hvern leik, tilbúnar í þann leik og gefa allt í íslensku deildina,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka.
Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti