Naloxone bjargar mannslífum Kristín Davíðsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 22:50 Þann 24.nóvember sl. gerði Lára G. fentanyl faraldurinn í Bandaríkjunum að umtalsefni sínu í Bakþönkum Fréttablaðsins. Hún segist hugsa til þess með hryllingi að þessi faraldur nái fótfestu hérlendis líkt og það sé eitthvað fjarlægt sem eigi sér aðeins stað í útlöndum. Það er vissulega ánægjulegt að fólk veki máls á þessu viðfangsefni og því langar mig að taka boltann og fara yfir nokkrar staðreyndir þessu tengdar. Við sem vinnum með einstaklingum sem tilheyra þeim jaðarsetta hópi sem notar vímuefni að staðaldri vitum öll að fentanyl hefur fyrir löngu náð fótfestu hérlendis og valdið fjölda ótímabærra dauðsfalla. Síðasti faraldur sem skók samfélagið var í byrjum þessa árs og var m.a. fjallað um hann í viðtali við Hrafnhildi Ólöfu Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðing og deildarstjóra hjá Reykjavíkurborg, sem vakti þá máls á mikilvægi þess að auka aðgengi allra að lyfinu Naloxone sem upphefur öndunarbælandi áhrif morfínskyldra lyfja. Lyfið er lífsbjargandi og ætti að vera aðgengilegt öllum enda í raun ómögulegt að misnota lyfið á nokkurn hátt – þess ber einnig að geta að sé lyfið gefið að óþörfu er það viðkomandi að meinalausu. Víða um heim hefur aðgengi að lyfinu batnað til muna en hérlendis er enn gerð sú krafa að lyfið sé skrifað út af lækni á kennitölu einstaklings sem, eðli málsins samkvæmt, heftir aðgang þeirra sem mest þurfa á því að halda að því – nefnilega notendunum sjálfum. Það að einstaklingar sem nota morfín og morfínskyld lyf hafi óheftan aðgang að Naloxon nefúða skiptir sköpum þegar ofskömmtun á sér stað. Líkt og dæmin hafa sýnt, jafnt hérlendis sem og erlendis, þá er það alls konar fólk sem notar, og misnotar, þessi lyf og það gerir það við hinar ýmsu aðstæður á hinum ýmsu stöðum. Þetta er fólk á öllum aldri og úr öllum stigum samfélagsins. Það að vera með Naloxon nefúða á sér og geta gefið meðvitundarlausum einstaklingi, hvort sem það er eldri borgari sem hnígur niður úti á götu eða ungmenni á næturklúbbi, ætti því í raun að vera sjálfsagður hlutur. Mikil notkun morfínskyldra lyfja, þ.á.m. fentanyls á hér á landi er staðreynd og nota Íslendingar mest allra norðurlandaþjóðanna. Reynslan hefur sýnt okkur að það er hægara sagt en gert að koma í veg fyrir og/eða að stöðva þessa notkun. Við getum hins vegar beitt skaðaminnkandi inngripum til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og/eða óafturkræfan skaða af völdum þeirra. Árlega láta að meðaltali 29 manns lífið á Íslandi af völdum lyfja. Undanfarin ár hefur fjöldinn þó verið töluvert hærri og árið 2020 var fjöldi lyfjatengdra dauðsfalla á Íslandi 37 sem þýðir 8,9 einstaklinga á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar má nefna að 7 einstaklingar létu lífið í umferðinni það ár. Ef það að dreifa Naloxone nefúða til þeirra sem það þurfa getur dregið úr þessum fjölda þá er til mikils að vinna. Ennfremur er mikilvægt að hafa í huga að þessar tölur eiga bara við um þá sem hafa látist. Fjöldi þeirra einstaklinga sem náðst hefur að endurlífga en hlotið hafa varanlegan skaða kemur hvergi fram. Á meðal lykil markmiða skaðaminnkandi inngripa er að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og lágmarka óafturkræfan skaða. Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður, hefur alla burði og vilja til þess að dreifa lyfinu til þeirra sem það þurfa en sökum reglugerða og kostnaðar hefur það ekki enn náð fram að ganga. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Fíkn Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Þann 24.nóvember sl. gerði Lára G. fentanyl faraldurinn í Bandaríkjunum að umtalsefni sínu í Bakþönkum Fréttablaðsins. Hún segist hugsa til þess með hryllingi að þessi faraldur nái fótfestu hérlendis líkt og það sé eitthvað fjarlægt sem eigi sér aðeins stað í útlöndum. Það er vissulega ánægjulegt að fólk veki máls á þessu viðfangsefni og því langar mig að taka boltann og fara yfir nokkrar staðreyndir þessu tengdar. Við sem vinnum með einstaklingum sem tilheyra þeim jaðarsetta hópi sem notar vímuefni að staðaldri vitum öll að fentanyl hefur fyrir löngu náð fótfestu hérlendis og valdið fjölda ótímabærra dauðsfalla. Síðasti faraldur sem skók samfélagið var í byrjum þessa árs og var m.a. fjallað um hann í viðtali við Hrafnhildi Ólöfu Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðing og deildarstjóra hjá Reykjavíkurborg, sem vakti þá máls á mikilvægi þess að auka aðgengi allra að lyfinu Naloxone sem upphefur öndunarbælandi áhrif morfínskyldra lyfja. Lyfið er lífsbjargandi og ætti að vera aðgengilegt öllum enda í raun ómögulegt að misnota lyfið á nokkurn hátt – þess ber einnig að geta að sé lyfið gefið að óþörfu er það viðkomandi að meinalausu. Víða um heim hefur aðgengi að lyfinu batnað til muna en hérlendis er enn gerð sú krafa að lyfið sé skrifað út af lækni á kennitölu einstaklings sem, eðli málsins samkvæmt, heftir aðgang þeirra sem mest þurfa á því að halda að því – nefnilega notendunum sjálfum. Það að einstaklingar sem nota morfín og morfínskyld lyf hafi óheftan aðgang að Naloxon nefúða skiptir sköpum þegar ofskömmtun á sér stað. Líkt og dæmin hafa sýnt, jafnt hérlendis sem og erlendis, þá er það alls konar fólk sem notar, og misnotar, þessi lyf og það gerir það við hinar ýmsu aðstæður á hinum ýmsu stöðum. Þetta er fólk á öllum aldri og úr öllum stigum samfélagsins. Það að vera með Naloxon nefúða á sér og geta gefið meðvitundarlausum einstaklingi, hvort sem það er eldri borgari sem hnígur niður úti á götu eða ungmenni á næturklúbbi, ætti því í raun að vera sjálfsagður hlutur. Mikil notkun morfínskyldra lyfja, þ.á.m. fentanyls á hér á landi er staðreynd og nota Íslendingar mest allra norðurlandaþjóðanna. Reynslan hefur sýnt okkur að það er hægara sagt en gert að koma í veg fyrir og/eða að stöðva þessa notkun. Við getum hins vegar beitt skaðaminnkandi inngripum til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og/eða óafturkræfan skaða af völdum þeirra. Árlega láta að meðaltali 29 manns lífið á Íslandi af völdum lyfja. Undanfarin ár hefur fjöldinn þó verið töluvert hærri og árið 2020 var fjöldi lyfjatengdra dauðsfalla á Íslandi 37 sem þýðir 8,9 einstaklinga á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar má nefna að 7 einstaklingar létu lífið í umferðinni það ár. Ef það að dreifa Naloxone nefúða til þeirra sem það þurfa getur dregið úr þessum fjölda þá er til mikils að vinna. Ennfremur er mikilvægt að hafa í huga að þessar tölur eiga bara við um þá sem hafa látist. Fjöldi þeirra einstaklinga sem náðst hefur að endurlífga en hlotið hafa varanlegan skaða kemur hvergi fram. Á meðal lykil markmiða skaðaminnkandi inngripa er að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og lágmarka óafturkræfan skaða. Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður, hefur alla burði og vilja til þess að dreifa lyfinu til þeirra sem það þurfa en sökum reglugerða og kostnaðar hefur það ekki enn náð fram að ganga. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun