Rocky-æfingar fram á næsta sumar: „Á Heimsleikunum verð ég ekki þreyttur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2021 08:01 Júlían J. K. Jóhannsson, heimsmeistari og heimsmethafi í réttstöðulyftu, er með háleit markmið fyrir næsta sumar. Stöð 2 Sport „Þetta hefur verið stefnan síðan 2017 þannig að það má segja að þetta sé bara draumur,“ segir Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, sem hefur fengið boð á Heimsleikana í Alabama næsta sumar. Þar ætlar hann að lyfta 1,2 tonni. Segja má að Heimsleikarnir séu eins og Ólympíuleikar fyrir þær íþróttagreinar sem ekki er keppt í á Ólympíuleikunum. Þeir fara venjulega fram á fjögurra ára fresti og meðal annars er keppt í kraftlyftingum, grein Júlíans, sem ætlar sér stóra hluti á leikunum. Langtímamarkmið hans er að verða bestur í heimi: „Það er stefnan og er búin að vera stefnan síðastliðin tólf ár. Ég færist alltaf nær og nær, skref fyrir skref, og ég finn það. Þetta er í loftinu,“ segir Júlían í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Heimsmeistarinn Júlían fer á Heimsleikana Júlían varð fyrir skömmu heimsmeistari í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 380 kg, í flokki 120 kg manna og þyngri. Heimsmetið hans er 405,5 kg og hann hefur nú fimm sinnum í röð orðið heimsmeistari í réttstöðulyftu. Kraftlyftingar snúast þó helst um að lyfta sem mestu samanlögðu, í réttstöðulyftu, bekkpressu og hnébeygju. Á HM náði Júlían ekki gildri lyftu í tveimur síðarnefndu greinunum. „Ég tel mig eiga mikið inni. Undanfarin tvö ár hafa verið svolítið skrýtin keppnisár. Ég fór núna inn í þetta mót með í raun tiltölulega litlum undirbúningi, því ég kláraði Evrópumótið rétt áður, og ég finn það alveg að ég á mikið inni. Ég var þreyttur þegar ég mætti en á heimsleikunum verð ég ekki þreyttur,“ sagði Júlían. „Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar“ En hve miklu telur hann sig geta lyft samanlagt? „Það er dálítið erfitt að áætla það en ég tel mig eiga mikið inni og ég set markmiðið á 1.200 kg á Heimsleikunum í Bandaríkjunum,“ segir Júlían sem ætlar að fórna öllu til að ná góðum árangri á Heimsleikunum næsta sumar: „Ég ætla að leggja allt í sölurnar. Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar, svona ef við tökum út hlaupin og boxið. Það verður allt sett í þetta,“ segir Júlían en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér að ofan. Kraftlyftingar Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Sjá meira
Segja má að Heimsleikarnir séu eins og Ólympíuleikar fyrir þær íþróttagreinar sem ekki er keppt í á Ólympíuleikunum. Þeir fara venjulega fram á fjögurra ára fresti og meðal annars er keppt í kraftlyftingum, grein Júlíans, sem ætlar sér stóra hluti á leikunum. Langtímamarkmið hans er að verða bestur í heimi: „Það er stefnan og er búin að vera stefnan síðastliðin tólf ár. Ég færist alltaf nær og nær, skref fyrir skref, og ég finn það. Þetta er í loftinu,“ segir Júlían í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Heimsmeistarinn Júlían fer á Heimsleikana Júlían varð fyrir skömmu heimsmeistari í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 380 kg, í flokki 120 kg manna og þyngri. Heimsmetið hans er 405,5 kg og hann hefur nú fimm sinnum í röð orðið heimsmeistari í réttstöðulyftu. Kraftlyftingar snúast þó helst um að lyfta sem mestu samanlögðu, í réttstöðulyftu, bekkpressu og hnébeygju. Á HM náði Júlían ekki gildri lyftu í tveimur síðarnefndu greinunum. „Ég tel mig eiga mikið inni. Undanfarin tvö ár hafa verið svolítið skrýtin keppnisár. Ég fór núna inn í þetta mót með í raun tiltölulega litlum undirbúningi, því ég kláraði Evrópumótið rétt áður, og ég finn það alveg að ég á mikið inni. Ég var þreyttur þegar ég mætti en á heimsleikunum verð ég ekki þreyttur,“ sagði Júlían. „Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar“ En hve miklu telur hann sig geta lyft samanlagt? „Það er dálítið erfitt að áætla það en ég tel mig eiga mikið inni og ég set markmiðið á 1.200 kg á Heimsleikunum í Bandaríkjunum,“ segir Júlían sem ætlar að fórna öllu til að ná góðum árangri á Heimsleikunum næsta sumar: „Ég ætla að leggja allt í sölurnar. Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar, svona ef við tökum út hlaupin og boxið. Það verður allt sett í þetta,“ segir Júlían en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér að ofan.
Kraftlyftingar Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Sjá meira