Rocky-æfingar fram á næsta sumar: „Á Heimsleikunum verð ég ekki þreyttur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2021 08:01 Júlían J. K. Jóhannsson, heimsmeistari og heimsmethafi í réttstöðulyftu, er með háleit markmið fyrir næsta sumar. Stöð 2 Sport „Þetta hefur verið stefnan síðan 2017 þannig að það má segja að þetta sé bara draumur,“ segir Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, sem hefur fengið boð á Heimsleikana í Alabama næsta sumar. Þar ætlar hann að lyfta 1,2 tonni. Segja má að Heimsleikarnir séu eins og Ólympíuleikar fyrir þær íþróttagreinar sem ekki er keppt í á Ólympíuleikunum. Þeir fara venjulega fram á fjögurra ára fresti og meðal annars er keppt í kraftlyftingum, grein Júlíans, sem ætlar sér stóra hluti á leikunum. Langtímamarkmið hans er að verða bestur í heimi: „Það er stefnan og er búin að vera stefnan síðastliðin tólf ár. Ég færist alltaf nær og nær, skref fyrir skref, og ég finn það. Þetta er í loftinu,“ segir Júlían í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Heimsmeistarinn Júlían fer á Heimsleikana Júlían varð fyrir skömmu heimsmeistari í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 380 kg, í flokki 120 kg manna og þyngri. Heimsmetið hans er 405,5 kg og hann hefur nú fimm sinnum í röð orðið heimsmeistari í réttstöðulyftu. Kraftlyftingar snúast þó helst um að lyfta sem mestu samanlögðu, í réttstöðulyftu, bekkpressu og hnébeygju. Á HM náði Júlían ekki gildri lyftu í tveimur síðarnefndu greinunum. „Ég tel mig eiga mikið inni. Undanfarin tvö ár hafa verið svolítið skrýtin keppnisár. Ég fór núna inn í þetta mót með í raun tiltölulega litlum undirbúningi, því ég kláraði Evrópumótið rétt áður, og ég finn það alveg að ég á mikið inni. Ég var þreyttur þegar ég mætti en á heimsleikunum verð ég ekki þreyttur,“ sagði Júlían. „Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar“ En hve miklu telur hann sig geta lyft samanlagt? „Það er dálítið erfitt að áætla það en ég tel mig eiga mikið inni og ég set markmiðið á 1.200 kg á Heimsleikunum í Bandaríkjunum,“ segir Júlían sem ætlar að fórna öllu til að ná góðum árangri á Heimsleikunum næsta sumar: „Ég ætla að leggja allt í sölurnar. Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar, svona ef við tökum út hlaupin og boxið. Það verður allt sett í þetta,“ segir Júlían en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér að ofan. Kraftlyftingar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Segja má að Heimsleikarnir séu eins og Ólympíuleikar fyrir þær íþróttagreinar sem ekki er keppt í á Ólympíuleikunum. Þeir fara venjulega fram á fjögurra ára fresti og meðal annars er keppt í kraftlyftingum, grein Júlíans, sem ætlar sér stóra hluti á leikunum. Langtímamarkmið hans er að verða bestur í heimi: „Það er stefnan og er búin að vera stefnan síðastliðin tólf ár. Ég færist alltaf nær og nær, skref fyrir skref, og ég finn það. Þetta er í loftinu,“ segir Júlían í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Heimsmeistarinn Júlían fer á Heimsleikana Júlían varð fyrir skömmu heimsmeistari í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 380 kg, í flokki 120 kg manna og þyngri. Heimsmetið hans er 405,5 kg og hann hefur nú fimm sinnum í röð orðið heimsmeistari í réttstöðulyftu. Kraftlyftingar snúast þó helst um að lyfta sem mestu samanlögðu, í réttstöðulyftu, bekkpressu og hnébeygju. Á HM náði Júlían ekki gildri lyftu í tveimur síðarnefndu greinunum. „Ég tel mig eiga mikið inni. Undanfarin tvö ár hafa verið svolítið skrýtin keppnisár. Ég fór núna inn í þetta mót með í raun tiltölulega litlum undirbúningi, því ég kláraði Evrópumótið rétt áður, og ég finn það alveg að ég á mikið inni. Ég var þreyttur þegar ég mætti en á heimsleikunum verð ég ekki þreyttur,“ sagði Júlían. „Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar“ En hve miklu telur hann sig geta lyft samanlagt? „Það er dálítið erfitt að áætla það en ég tel mig eiga mikið inni og ég set markmiðið á 1.200 kg á Heimsleikunum í Bandaríkjunum,“ segir Júlían sem ætlar að fórna öllu til að ná góðum árangri á Heimsleikunum næsta sumar: „Ég ætla að leggja allt í sölurnar. Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar, svona ef við tökum út hlaupin og boxið. Það verður allt sett í þetta,“ segir Júlían en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér að ofan.
Kraftlyftingar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum