Viss líkindi en ekki nóg til að neytendur ruglist Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2021 11:22 Á þessari samsettu mynd má sjá merkin þrjú, Jömm, Oatly og Júmbó. Vísir/Samsett Áfrýjunarnefnd Neytendastofu telur að ekki sé hætta á því að neytendur ruglist á vörum frá Sóma annars vegar og Jömm og Oatly hins vegar, þrátt fyrir að viss líkindi séu með útliti á merkingum á vörum framleiðendanna. Árið 2019 var bent á það á samfélagsmiðlum, meðal annars úr herbúðum Jömm, að umbúðir og merki nýs Júmbó-hafragrautar frá Sóma væru afar líkar merkjum veganfyrirtækjanna tveggja. Vísir fjallaði um málið á sínum tíma þar sem forsvarsmenn Sóma höfnuðu því að horft hafi verið til vörumerkjanna Jömm og Oatly, sem bæði framleiða vegan vörur, við hönnun á nýjum umbúðum undir merkjum Júmbó. Sænski haframjólkurframleiðandinn Oatly AB og Veganmatur ehf. sem framleiðir matvörur og rekur veitingastað undir merkjum Jömm kvörtuðu í kjölfarið sameiginlega til Neytendastofu. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru nógu mikil líkindi með merkjum Júmbó og Jömm annars vegar eða Júmbó og Oatly hins vegar til að skapa hættu á því að neytendur ruglist á þeim. Ákvörðun Neytendastofu var skotið til áfrýjunarnefndar stofnunarinnar sem staðfest hefur niðurstöðu Neytendastofu um að líkindin sé ekki nægilega mikil til að neytendur eigi á hættu að ruglast á vörum fyrirtækjanna. Kemur fram í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar að vissulega séu viss líkindi með útliti á merkingunum, en ekki ætti að fara framhjá neytendum að vörur Sóma séu ekki grænkerafæða. „Fyrirtækin nota sitt hvort orðmerkið, þ.e.a.s. JÖMM og JÚMBÓ, og greinilegur munur er á framsetningu bókstafsins J í báðum auðkennum. Þá er augljós munur á þeim fígúrum sem fyrirtækin nota til að skreyta vörur sínar. Önnur horfir fram, er án munns og er hluti af auðkenni kæranda JÖMM sem bókstafurinn Ö en fígúra Sóma ehf. er sýnd frá hlið með greinanlegan munn og er ekki hluti auðkennisins JÚMBÓ heldur stendur fyrir utan bókstafina.“ Var ákvörðun Neytendastofu í málinu því staðfest. Neytendur Matur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Alætu-Júmbó hafði betur gegn fulltrúum grænkera Neytendastofa telur að ekki séu nógu mikil líkindi með merkjum Júmbó og Jömm annars vegar eða Júmbó og Oatly hins vegar til að skapa hættu á því að neytendur ruglist á þeim. Nokkur umræða skapaðist um málið í október 2019 þegar sumir höfðu orð á því að ný umbúðahönnun Júmbó líktist hönnun áðurnefndra vörumerkja. 22. mars 2021 12:26 Hafna því að hafa horft sérstaklega til þekktra veganvörumerkja Bent hefur verið á það á samfélagsmiðlum, meðal annars úr herbúðum Jömm, að umbúðir og merki nýs Júmbó-hafragrautar séu afar líkar merkjum veganfyrirtækjanna tveggja. 30. október 2019 17:00 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár Sjá meira
Árið 2019 var bent á það á samfélagsmiðlum, meðal annars úr herbúðum Jömm, að umbúðir og merki nýs Júmbó-hafragrautar frá Sóma væru afar líkar merkjum veganfyrirtækjanna tveggja. Vísir fjallaði um málið á sínum tíma þar sem forsvarsmenn Sóma höfnuðu því að horft hafi verið til vörumerkjanna Jömm og Oatly, sem bæði framleiða vegan vörur, við hönnun á nýjum umbúðum undir merkjum Júmbó. Sænski haframjólkurframleiðandinn Oatly AB og Veganmatur ehf. sem framleiðir matvörur og rekur veitingastað undir merkjum Jömm kvörtuðu í kjölfarið sameiginlega til Neytendastofu. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru nógu mikil líkindi með merkjum Júmbó og Jömm annars vegar eða Júmbó og Oatly hins vegar til að skapa hættu á því að neytendur ruglist á þeim. Ákvörðun Neytendastofu var skotið til áfrýjunarnefndar stofnunarinnar sem staðfest hefur niðurstöðu Neytendastofu um að líkindin sé ekki nægilega mikil til að neytendur eigi á hættu að ruglast á vörum fyrirtækjanna. Kemur fram í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar að vissulega séu viss líkindi með útliti á merkingunum, en ekki ætti að fara framhjá neytendum að vörur Sóma séu ekki grænkerafæða. „Fyrirtækin nota sitt hvort orðmerkið, þ.e.a.s. JÖMM og JÚMBÓ, og greinilegur munur er á framsetningu bókstafsins J í báðum auðkennum. Þá er augljós munur á þeim fígúrum sem fyrirtækin nota til að skreyta vörur sínar. Önnur horfir fram, er án munns og er hluti af auðkenni kæranda JÖMM sem bókstafurinn Ö en fígúra Sóma ehf. er sýnd frá hlið með greinanlegan munn og er ekki hluti auðkennisins JÚMBÓ heldur stendur fyrir utan bókstafina.“ Var ákvörðun Neytendastofu í málinu því staðfest.
Neytendur Matur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Alætu-Júmbó hafði betur gegn fulltrúum grænkera Neytendastofa telur að ekki séu nógu mikil líkindi með merkjum Júmbó og Jömm annars vegar eða Júmbó og Oatly hins vegar til að skapa hættu á því að neytendur ruglist á þeim. Nokkur umræða skapaðist um málið í október 2019 þegar sumir höfðu orð á því að ný umbúðahönnun Júmbó líktist hönnun áðurnefndra vörumerkja. 22. mars 2021 12:26 Hafna því að hafa horft sérstaklega til þekktra veganvörumerkja Bent hefur verið á það á samfélagsmiðlum, meðal annars úr herbúðum Jömm, að umbúðir og merki nýs Júmbó-hafragrautar séu afar líkar merkjum veganfyrirtækjanna tveggja. 30. október 2019 17:00 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár Sjá meira
Alætu-Júmbó hafði betur gegn fulltrúum grænkera Neytendastofa telur að ekki séu nógu mikil líkindi með merkjum Júmbó og Jömm annars vegar eða Júmbó og Oatly hins vegar til að skapa hættu á því að neytendur ruglist á þeim. Nokkur umræða skapaðist um málið í október 2019 þegar sumir höfðu orð á því að ný umbúðahönnun Júmbó líktist hönnun áðurnefndra vörumerkja. 22. mars 2021 12:26
Hafna því að hafa horft sérstaklega til þekktra veganvörumerkja Bent hefur verið á það á samfélagsmiðlum, meðal annars úr herbúðum Jömm, að umbúðir og merki nýs Júmbó-hafragrautar séu afar líkar merkjum veganfyrirtækjanna tveggja. 30. október 2019 17:00