Tal stefnir á að verða heimili íslenskra hlaðvarpa Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 16:00 Auðun Bragi Kjartansson segir að hver sem er geti haft samband, hvort sem hlaðvarpið er nú þegar komið í loftið eða enn á byrjunarstigi eða jafnvel bara hugmynd. Vísir/Vilhelm „Stefnan hjá Tal er að vera heimili íslenskra hlaðvarpa,“ segir Auðun Bragi Kjartansson vörustjóri Tal sem fór í loftið á Vísi í dag. Tal er nýr hlaðvarpsheimur og fyrsta útgáfan hefur nú fengið að líta dagsins ljós. „Það er frábær tilfinning að fá þetta í loftið. Þetta er í raun bara fyrsta útgáfan og vinnan við uppfærslu hefur verið hafin og ég er ennþá meira spenntur að koma henni í loftið og sýna fólki hvað við höfum verið að gera,“ segir Auðun. Íslenskt efni „Þetta verður staður fyrir hlustendur til þess að uppgötva íslenskt efni, kynnast efnisframleiðendum á nýjan hátt og koma sjónarmiðum hlustenda og gagnrýni á framfæri.“ Verkefnið Tal hefur staðið yfir í nokkra mánuði en hefur verið á teikniborðinu hjá Auðuni síðan á síðasta ári. Fyrsta hlaðvarpið sem þeir framleiddu og settu í loftið var áskriftarhlaðvarpið Blökastið. „Viðbrögðin hafa verið frábær. Gaman að fylgjast með því þróast, við erum að prófa allskonar þætti í mynd, green screen og meira að segja þáttur í mynd frá Tene. Blökastið er ótrúlega skemmtilegt og verður bara skemmtilegra.“ Nú þegar eru þúsundir áskrifenda að Blökastinu og þeim fjölgar stöðugt. Nú hafa fleiri hlaðvörp byrjað í framleiðslu hjá Tal eins og Þungavigtin og Átján plús. Hópurinn mun svo halda áfram að stækka. Skjáskot af tal.is, síðunni sem fór í loftið í dag. Stuðningur við þá sem búa til hlaðvörp „Við erum að búa til umhverfi fyrir hlaðsvarpsstjórnendur þar sem þau geta einbeitt sér að búa til frábært efni og við hjálpum þeim að vaxa. Það sem er líka spennandi við Tal, er að það er stuðningur til að selja áskriftir. Þar fá skapandi einstaklingar læst svæði sem aðeins áskrifendur hafa aðgang að og geta þar byggt upp sitt eigið samfélag og skapað tekjur.“ Svæðið býður upp á möguleikann að setja inn mynd-, hljóð- og textaefni ásamt eiginleikum eins og athugasemdakerfi, póstkerfi og geta einnig farið í beina útsendingu fyrir áskrifendur. „Hver sem er getur komið til okkar með hugmynd eða fyrirspurnir. Það er hnappur uppi í hægra horninu á Tal.is sem heitir Ég vil vinna með Tal, þar sem við hvetjum alla til þess að hafa samband. Sama hvort hugmyndin er ný eða hvort þau eru nú þegar komin í loftið. Við erum spennt að hitta nýja “Tal”-enta og bendum fólki sem hefur áhuga á að hafa samband með því að smella á hnappinn,“ segir Auðun að lokum. Fjölmiðlar Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Sjá meira
„Það er frábær tilfinning að fá þetta í loftið. Þetta er í raun bara fyrsta útgáfan og vinnan við uppfærslu hefur verið hafin og ég er ennþá meira spenntur að koma henni í loftið og sýna fólki hvað við höfum verið að gera,“ segir Auðun. Íslenskt efni „Þetta verður staður fyrir hlustendur til þess að uppgötva íslenskt efni, kynnast efnisframleiðendum á nýjan hátt og koma sjónarmiðum hlustenda og gagnrýni á framfæri.“ Verkefnið Tal hefur staðið yfir í nokkra mánuði en hefur verið á teikniborðinu hjá Auðuni síðan á síðasta ári. Fyrsta hlaðvarpið sem þeir framleiddu og settu í loftið var áskriftarhlaðvarpið Blökastið. „Viðbrögðin hafa verið frábær. Gaman að fylgjast með því þróast, við erum að prófa allskonar þætti í mynd, green screen og meira að segja þáttur í mynd frá Tene. Blökastið er ótrúlega skemmtilegt og verður bara skemmtilegra.“ Nú þegar eru þúsundir áskrifenda að Blökastinu og þeim fjölgar stöðugt. Nú hafa fleiri hlaðvörp byrjað í framleiðslu hjá Tal eins og Þungavigtin og Átján plús. Hópurinn mun svo halda áfram að stækka. Skjáskot af tal.is, síðunni sem fór í loftið í dag. Stuðningur við þá sem búa til hlaðvörp „Við erum að búa til umhverfi fyrir hlaðsvarpsstjórnendur þar sem þau geta einbeitt sér að búa til frábært efni og við hjálpum þeim að vaxa. Það sem er líka spennandi við Tal, er að það er stuðningur til að selja áskriftir. Þar fá skapandi einstaklingar læst svæði sem aðeins áskrifendur hafa aðgang að og geta þar byggt upp sitt eigið samfélag og skapað tekjur.“ Svæðið býður upp á möguleikann að setja inn mynd-, hljóð- og textaefni ásamt eiginleikum eins og athugasemdakerfi, póstkerfi og geta einnig farið í beina útsendingu fyrir áskrifendur. „Hver sem er getur komið til okkar með hugmynd eða fyrirspurnir. Það er hnappur uppi í hægra horninu á Tal.is sem heitir Ég vil vinna með Tal, þar sem við hvetjum alla til þess að hafa samband. Sama hvort hugmyndin er ný eða hvort þau eru nú þegar komin í loftið. Við erum spennt að hitta nýja “Tal”-enta og bendum fólki sem hefur áhuga á að hafa samband með því að smella á hnappinn,“ segir Auðun að lokum.
Fjölmiðlar Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Sjá meira