Davíð Örn: „Ég var bara lítill og vildi fara heim“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. nóvember 2021 19:31 Davíð Örn Atlason Vísir/Sigurjón Davíð Örn Atlason gekk í dag í raðir Íslandsmeistara Víkings á ný eftir árs dvöl hjá Breiðablik. Davíð hefur leikið tæplega tvö hundruð leiki fyrir félagið og segir það góða tilfinningu að vera kominn heim. „Þegar ég fór í Breiðablik þá var búinn að vilja í nokkur ár prófa eitthvað nýtt, en ég held að ég hafi áttað mig á því á þessum tíu mánuðum sem ég var að ég á bar að vera hérna og ég verð hér á meðan krafta minna er óskað hérna,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. Davíð segir ástæðuna fyrir því að hann vildi ganga aftur til liðs við Víkinga einfaldlega vera að hann vildi komast heim. „Ég var mikið meiddur og svo var maðurinn sem var að spila stöðuna mína að spila mjög vel. Ástæðan fyrir því að ég vildi fara var bara að ég vildi fara heim. Ég var bara lítill og vildi fara heim.“ „Auðvitað litast það kannski af því að ég var ekki að spila eins mikið og éghefði viljað og það var líka bara svo mikið fjör hérna,“ sagði Davíð léttur. „En ég er bara mjög sáttur með þessa ákvörðun og að vera kominn heim.“ Klippa: Davíð Atlason En hvernig fannst Davíð að horfa upp á Víkinga vinna tvöfalt einmitt þegar hann var ekki hluti af liðinu? „Ég er búinn að fá þessa spurningu ansi oft seinustu mánuði. Auðvitað er það drullufúllt að tapa titlinum þarna og horfa upp á KR klúðra víti á KR-vellinum þegar við vorum búnir að tapa í Kaplakrika.“ „En fyrst að við í Breiðablik unnum ekki þá vildi ég frekar að það yrði Víkingur en Valur eða KR eða eitthvað.“ Davíð segist vera í góðu standi fyrir komandi tímabil, og að hann sé að öllum líkindum í sínu besta formi á þessu ári. „Ég er bara í toppstandi. Við vorum búnir að æfa í mánuð með Breiðablik og ég held að ég hafi ekki verið í svona góðu standi á þessu ári allavega.“ Davíð var að lokum spurður hvort hann væri tilbúinn að lyfta titlinum með Víkingum á næsta ári, en vildi ekki fara fram úr sér alveg strax. „Við skulum róa okkur í yfirlýsingunum,“ sagði Davíð og hló. „En það segir sig sjálft að tvöfaldir meistarar ætla sér einhverja hluti á næsta ári og það verður bara gaman að taka þátt í Evrópukeppni með félaginu.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
„Þegar ég fór í Breiðablik þá var búinn að vilja í nokkur ár prófa eitthvað nýtt, en ég held að ég hafi áttað mig á því á þessum tíu mánuðum sem ég var að ég á bar að vera hérna og ég verð hér á meðan krafta minna er óskað hérna,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. Davíð segir ástæðuna fyrir því að hann vildi ganga aftur til liðs við Víkinga einfaldlega vera að hann vildi komast heim. „Ég var mikið meiddur og svo var maðurinn sem var að spila stöðuna mína að spila mjög vel. Ástæðan fyrir því að ég vildi fara var bara að ég vildi fara heim. Ég var bara lítill og vildi fara heim.“ „Auðvitað litast það kannski af því að ég var ekki að spila eins mikið og éghefði viljað og það var líka bara svo mikið fjör hérna,“ sagði Davíð léttur. „En ég er bara mjög sáttur með þessa ákvörðun og að vera kominn heim.“ Klippa: Davíð Atlason En hvernig fannst Davíð að horfa upp á Víkinga vinna tvöfalt einmitt þegar hann var ekki hluti af liðinu? „Ég er búinn að fá þessa spurningu ansi oft seinustu mánuði. Auðvitað er það drullufúllt að tapa titlinum þarna og horfa upp á KR klúðra víti á KR-vellinum þegar við vorum búnir að tapa í Kaplakrika.“ „En fyrst að við í Breiðablik unnum ekki þá vildi ég frekar að það yrði Víkingur en Valur eða KR eða eitthvað.“ Davíð segist vera í góðu standi fyrir komandi tímabil, og að hann sé að öllum líkindum í sínu besta formi á þessu ári. „Ég er bara í toppstandi. Við vorum búnir að æfa í mánuð með Breiðablik og ég held að ég hafi ekki verið í svona góðu standi á þessu ári allavega.“ Davíð var að lokum spurður hvort hann væri tilbúinn að lyfta titlinum með Víkingum á næsta ári, en vildi ekki fara fram úr sér alveg strax. „Við skulum róa okkur í yfirlýsingunum,“ sagði Davíð og hló. „En það segir sig sjálft að tvöfaldir meistarar ætla sér einhverja hluti á næsta ári og það verður bara gaman að taka þátt í Evrópukeppni með félaginu.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira