Vinnur að tillögum að hertum aðgerðum á landamærunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2021 13:31 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila inn minnisblaði til heilbrigðisráðherra um tillögur að hertum aðgerðum vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV þar sem rætt var við Þórólf. Sagðist hann hafa eytt gærdeginum í stíf fundarhöld með fulltrúum Evrópusambandsins sem vilji grípa til harðra aðgerða til þess að stemma í stigu við úbreiðslu þessa afbrigðis, á meðan sé verið að kanna alvarleika þess. „Eftir að hafa fundað með þeim held ég að það sé fyllsta ástæða fyrir okkur að taka þátt í því. Sömuleiðis erum við að vinna að nýjum reglum á landamærunum varðandi próf hér frá fólki sem er að koma frá þessum löndum, og öðrum aðgerðum,“ sagði Þórólfur. Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. Löndin sem flug verða ekki heimil til Evrópu frá miðað við aðgerðir ESB eru eftirfarandi: Botsvana Esvatíní Lesótó Mósambík Namibía Suður Afríka Zimbabwe Fram kom í frétt RÚV að Þórólfur reiknaði með að skila minnisblaðinu inn um helgina, líklega í dag. Það sé svo stjórnvalda að taka afstöðu til hvort og þá hvenær þeir aðgerða sem lagðar eru til í minniblaðinu taki gildi. Ómíkron-afbrigðið var fyrst tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þann 24. nóvember. Afbrigðið er mikið stökkbreytt og gefa rannsóknir til kynna að það smitist auðveldar manna á milli og hafa vísindamenn áhyggjur af því að það gæti komist í gegnum bólusetningar vegna stökkbreytinganna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag. 27. nóvember 2021 12:20 Ræður Íslendingum frá ferðalögum til ákveðinna landa Afríku vegna Ómíkron Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. 27. nóvember 2021 11:07 Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum. 27. nóvember 2021 10:26 Nýja kórónuveiruafbrigðið fær nafnið Ómíkron Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið nýjasta afbrigði kórónuveirunnar heiti gríska bókstafsins Ómíkron. Stofnunin gefur einungis afbrigðum sem hún hefur teljandi áhyggjur af nafn. 26. nóvember 2021 20:11 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV þar sem rætt var við Þórólf. Sagðist hann hafa eytt gærdeginum í stíf fundarhöld með fulltrúum Evrópusambandsins sem vilji grípa til harðra aðgerða til þess að stemma í stigu við úbreiðslu þessa afbrigðis, á meðan sé verið að kanna alvarleika þess. „Eftir að hafa fundað með þeim held ég að það sé fyllsta ástæða fyrir okkur að taka þátt í því. Sömuleiðis erum við að vinna að nýjum reglum á landamærunum varðandi próf hér frá fólki sem er að koma frá þessum löndum, og öðrum aðgerðum,“ sagði Þórólfur. Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. Löndin sem flug verða ekki heimil til Evrópu frá miðað við aðgerðir ESB eru eftirfarandi: Botsvana Esvatíní Lesótó Mósambík Namibía Suður Afríka Zimbabwe Fram kom í frétt RÚV að Þórólfur reiknaði með að skila minnisblaðinu inn um helgina, líklega í dag. Það sé svo stjórnvalda að taka afstöðu til hvort og þá hvenær þeir aðgerða sem lagðar eru til í minniblaðinu taki gildi. Ómíkron-afbrigðið var fyrst tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þann 24. nóvember. Afbrigðið er mikið stökkbreytt og gefa rannsóknir til kynna að það smitist auðveldar manna á milli og hafa vísindamenn áhyggjur af því að það gæti komist í gegnum bólusetningar vegna stökkbreytinganna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag. 27. nóvember 2021 12:20 Ræður Íslendingum frá ferðalögum til ákveðinna landa Afríku vegna Ómíkron Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. 27. nóvember 2021 11:07 Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum. 27. nóvember 2021 10:26 Nýja kórónuveiruafbrigðið fær nafnið Ómíkron Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið nýjasta afbrigði kórónuveirunnar heiti gríska bókstafsins Ómíkron. Stofnunin gefur einungis afbrigðum sem hún hefur teljandi áhyggjur af nafn. 26. nóvember 2021 20:11 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag. 27. nóvember 2021 12:20
Ræður Íslendingum frá ferðalögum til ákveðinna landa Afríku vegna Ómíkron Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. 27. nóvember 2021 11:07
Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum. 27. nóvember 2021 10:26
Nýja kórónuveiruafbrigðið fær nafnið Ómíkron Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið nýjasta afbrigði kórónuveirunnar heiti gríska bókstafsins Ómíkron. Stofnunin gefur einungis afbrigðum sem hún hefur teljandi áhyggjur af nafn. 26. nóvember 2021 20:11