Svipurinn á Alla ríka áður en sonurinn fékk það óþvegið Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2021 06:30 Sonurinn Kristinn Aðalsteinsson við málverkið af föður sínum, Alla ríka. Arnar Halldórsson „Þetta er svona svipur sem maður þekkir vel. Þetta var svona kannski rétt áður en maður fékk að heyra það óþvegið,“ segir Kristinn Aðalsteinsson glettinn þar sem hann virðir fyrir sér málverkið af föður sínum, Aðalsteini Jónssyni, á heimili sínu á Eskifirði. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er fjallað um ævistarf Aðalsteins og arfleifð hans. Aðalsteinn ólst upp í sárri fátækt en hlaut síðar viðurnefnið Alli ríki. Á Eskifirði byggði hann upp eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, sem enn í dag er burðarás byggðarinnar. Fyrirtækið, sem upphaflega hét Hraðfrystihús Eskifjarðar, heitir núna Eskja. Aðaleigendur þess í dag eru hjónin Björk Aðalsteinsdóttir, dóttir Alla, og Þorsteinn Kristjánsson, tengdasonur hans, en Þorsteinn er jafnframt forstjóri Eskju. Þorsteinn Kristjánsson, tengdasonur Alla ríka, er í dag forstjóri og aðaleigandi Eskju.Arnar Halldórsson „Þetta var mjög skemmtilegur maður og við urðum mjög miklir félagar og vinir nánast frá upphafi. Stunduðum saman laxveiði og rjúpnaveiði og vorum mjög mikið saman,“ segir Þorsteinn um kynnin af tengdaföður sínum. Spurður hvort hann hafi ekki verið feiminn við manninn sem nánast var risi í austfirsku samfélagi svarar Þorsteinn: „Nei, nei. Hann kom ekkert fram sem slíkur. Hann var mjög alþýðlegur maður. En maður varð var við það að það var borin mikil virðing fyrir þessum manni, - sem eðlilegt var,“ svarar Þorsteinn. Aðalsteinn Jónsson fæddist í Eskifjarðarseli árið 1922. Hann lést árið 2008, 86 ára að aldri.Ljósmyndasafn Eskifjarðar Í þættinum er meðal annars fjallað um það uppnám sem varð þegar tveir erfingjar Aðalsteins, synirnir Elfar og Kristinn, seldu hlutabréf sín í fyrirtækinu og fluttu til Bretlands. Kristinn er núna aftur kominn heim á Eskifjörð eftir að hafa verið búsettur erlendis í rúman áratug. „Af því að það er bara svo gott að vera hérna,“ svarar Kristinn spurður hvers vegna hann sneri aftur. Í þættinum er einnig rætt við þau Jens Garðar Helgason, sem ólst upp sem nágranni Aðalsteins og býr núna í húsi hans, og Samfylkingarkonuna Eydísi Ásbjörnsdóttur, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, um Aðalstein og þau áhrif sem hann hafði á samfélagið á Eskifirði. Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 klukkan 16:25 í dag, sunnudag. Hér má sjá byrjun þáttarins: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Kvótakerfið er rætt í þættinum en útdrátt úr þeirri umræðu má sjá í frétt Stöðvar 2: Um land allt Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Eskju segir útgerðina geta stundum borgað hærri kvótaskatt Forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði er opinn fyrir hærri kvótaskatti og segir að vel megi vera að gjaldtaka fyrir fiskveiðiheimildir sé of lág. Sonur Alla ríka, sem seldi hlut sinn í fyrirtækinu, hafnar því að hann hafi verið að taka út kvótagróða. 22. nóvember 2021 23:50 Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er fjallað um ævistarf Aðalsteins og arfleifð hans. Aðalsteinn ólst upp í sárri fátækt en hlaut síðar viðurnefnið Alli ríki. Á Eskifirði byggði hann upp eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, sem enn í dag er burðarás byggðarinnar. Fyrirtækið, sem upphaflega hét Hraðfrystihús Eskifjarðar, heitir núna Eskja. Aðaleigendur þess í dag eru hjónin Björk Aðalsteinsdóttir, dóttir Alla, og Þorsteinn Kristjánsson, tengdasonur hans, en Þorsteinn er jafnframt forstjóri Eskju. Þorsteinn Kristjánsson, tengdasonur Alla ríka, er í dag forstjóri og aðaleigandi Eskju.Arnar Halldórsson „Þetta var mjög skemmtilegur maður og við urðum mjög miklir félagar og vinir nánast frá upphafi. Stunduðum saman laxveiði og rjúpnaveiði og vorum mjög mikið saman,“ segir Þorsteinn um kynnin af tengdaföður sínum. Spurður hvort hann hafi ekki verið feiminn við manninn sem nánast var risi í austfirsku samfélagi svarar Þorsteinn: „Nei, nei. Hann kom ekkert fram sem slíkur. Hann var mjög alþýðlegur maður. En maður varð var við það að það var borin mikil virðing fyrir þessum manni, - sem eðlilegt var,“ svarar Þorsteinn. Aðalsteinn Jónsson fæddist í Eskifjarðarseli árið 1922. Hann lést árið 2008, 86 ára að aldri.Ljósmyndasafn Eskifjarðar Í þættinum er meðal annars fjallað um það uppnám sem varð þegar tveir erfingjar Aðalsteins, synirnir Elfar og Kristinn, seldu hlutabréf sín í fyrirtækinu og fluttu til Bretlands. Kristinn er núna aftur kominn heim á Eskifjörð eftir að hafa verið búsettur erlendis í rúman áratug. „Af því að það er bara svo gott að vera hérna,“ svarar Kristinn spurður hvers vegna hann sneri aftur. Í þættinum er einnig rætt við þau Jens Garðar Helgason, sem ólst upp sem nágranni Aðalsteins og býr núna í húsi hans, og Samfylkingarkonuna Eydísi Ásbjörnsdóttur, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, um Aðalstein og þau áhrif sem hann hafði á samfélagið á Eskifirði. Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 klukkan 16:25 í dag, sunnudag. Hér má sjá byrjun þáttarins: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Kvótakerfið er rætt í þættinum en útdrátt úr þeirri umræðu má sjá í frétt Stöðvar 2:
Um land allt Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Eskju segir útgerðina geta stundum borgað hærri kvótaskatt Forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði er opinn fyrir hærri kvótaskatti og segir að vel megi vera að gjaldtaka fyrir fiskveiðiheimildir sé of lág. Sonur Alla ríka, sem seldi hlut sinn í fyrirtækinu, hafnar því að hann hafi verið að taka út kvótagróða. 22. nóvember 2021 23:50 Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Sjá meira
Forstjóri Eskju segir útgerðina geta stundum borgað hærri kvótaskatt Forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði er opinn fyrir hærri kvótaskatti og segir að vel megi vera að gjaldtaka fyrir fiskveiðiheimildir sé of lág. Sonur Alla ríka, sem seldi hlut sinn í fyrirtækinu, hafnar því að hann hafi verið að taka út kvótagróða. 22. nóvember 2021 23:50
Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01