Annars stðar verður hiti um og undir frostmarki og slydda eða snjókoma að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands um veðrið í dag.
Úrkomulítið fyrripartinn á morgun, en síðdegis bætir í ofankomu og lítur út fyrir að úrkomumynstrið verði á svipuðum nótum áfram, þýtt suðvestantil og rigning eða slydda en víða snjókoma í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið.
Veðurhorfur á landinu
Breytileg átt 3-8 og úrkomulítið. Frost víða 0 til 7 stig. Suðaustan 5-13 og fer að snjóa í dag, fyrst vestantil. Suðvestanlands hlýnar um tíma og þar fer úrkoman yfir í slyddu og rigningu. Hægari N-læg eða breytileg átt og minnkandi úrkoma í nótt.
Austlæg átt á morgun, 13-18 við S-ströndina, annars mun hægari. Snjókoma þegar líður á daginn en fer síðan yfir í slydu eða rigningu SV-lands. Hiti 0 til 5 stig SV-lands seinnipartinn, annars víða vægt frost.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Vaxandi austlæg átt, 8-15 m/s síðdegis, slydda eða snjókoma og frost 0 til 7 stig, en rigning og 1 til 6 stiga hiti SV-til.
Á þriðjudag:
Snýst í norðan 8-15 með snjókomu eða éljum, en styttir upp sunnan heiða. Lengst af hægari A-til. Hiti um eða undir frostmarki, en kólnar seinnipartinn.
Á miðvikudag (fullveldisdagurinn):
Minnkandi norðlæg átt og bjartviðri S- og V-lands, en dálítil él á NA- og A-landi. Frost víða 5 til 15 stig, kaldast í innsveitum.
Á fimmtudag:
Suðaustanátt með snjókomu um allt land, en síðar slyddu eða rigningu við S- og V-ströndina. Suðvvestlægari seinnipartinn. Hlýnandi veður.
Á föstudag og laugardag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og dálítil él. Frostlaust vestast, en annars vægt frost.