Samningur Guardiola við City rennur út sumarið 2023, en hann býst við að finna sér nýjan vinnuveitanda í framtíðinni.
Pep hefur greint frá áhuga sínum á að þjálfa landslið, en segist þó ekki hafa skýra sýn á því hvað framtíðin ber í skauti sér.
Eitt er það þó sem Pep sér ekki fyrir sér, og það er að hann muni nokkurn tíman þjálfa annað lið á Englandi en City.
„Ég hef sagt það mörgum sinnum að þegar við höfum lokið starfi okkar hér langar mig að upplifa gleðina sem fylgir því að fara á Evrópumót og heimsmeistaramót með landsliði, ég myndi vilja það en ég veit að það er ekki auðvelt að finna slíkt starf því yfirleitt eru bara fáar lausar stöður,“ sagði Guardiola í samtali við Sky Sports.
„Ég held að það gæti orðið erfitt að komast að. Mig langar það, en ef það gerist ekki þá mun ég þjálfa félagslið. Það er ekkert vandamál.“
„Hérna á Englandi þá held ég að það verði alltaf City. Ef ég þyrfti að snúa aftur þá yrði það alltaf City, ef þeir vilja mig. Ég held að ég muni ekki þjálfa annað lið á Englandi. Ég er hluti af þessu félagi,“ sagði Pep að lokum.
Pep Guardiola on his future to @TeleFootball: “In England being here, always I will be Man City manager - and if they ever want me back, I will come back to City. I don’t think I will train another club in England apart from this one”. 🔵 #MCFC pic.twitter.com/jWpAOKZGNM
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 27, 2021