Sorphirða Jónas Elíasson skrifar 28. nóvember 2021 20:00 Í langan tíma hefur Reykjavík klúðrað sorphirðumálum sínum rækilega . Molta úr sex milljarða verksmiðju Sorpu er of mikið menguð af þungmálmum. Allt að tuttugu sinnum meira magn þungmálma er í moltu frá Sorpu en staðlar segja til um (Stundin 29. ágúst 2021 12:00). Svona efnasamsetning liggur í augum uppi ef haft er fyrir því að rannsaka sorpið og efna-greina nægilega, en einhvernvegin hefur það farist fyrir. Moltunarstöðin hefur verið tekin úr notkun og opinbera skýringin er að hún hafi myglað (Viðskiptablaðið, miðvikudagur, 24. nóvember 2021; frétt Rúv 15.09.2021 - 12:55; Kjarninn 21. september 2021, kl. 17:00; Mygluð Sorpa eftir Jóhann S. Bogason). Sorpbrennsla, með og án rakaútblásturs Moltunarstöð Sorpu GAJA átti að kom í staðin fyrir sorpbrennslustöð, sem fram að þessu hefur verið bannað að byggja. Sorpbrennsla er notuð til orkuframleiðslu allsstaðar erlendis svo það er náttúrulega út í hött að banna sorpbrennslu hér af umhverfisástæðum. Sorp-brennsla til húshitunar og orkuframleiðslu þekktist t.d. á Klaustri og í Eyjum. Þeim stöðvum þurfti að loka þegar ekki tókst að mæta svokölluðu díoxínvandamáli, sem ekki skal farið nánar út í. Nú er sorpinu keyrt með dísiltrukkum til Rvk, því svo siglt með skipum til Danmerkur og víðar til brennslu. Síðast þegar ég kíkti á kostnað við svona flutninga kostaði það svipað að koma einu tonni frá Sauðárkróki til Rvk eins og frá Hamborg til Santiago í Chile. Svipað er væntanlega uppi á teningnum varðandi flutninga á sorpi. Nú er loksins búið að ákveða að byggja sorpbrennslu (Fréttablaðið í dag 24.11. 2021. ). Komissar verksins er Líf Magneudóttir formaður stjórnar Sorpu. Hún segir að brennsluofn fyrir 100.000 tonn kosti 20 - 30 milljónir króna. En hún er í vandræðum með staðarvalið. Það fæst enginn almennilegur sorpbrennsluofn handa Rvk fyrir þessa upphæð. Auk þess ætti hann að vera fyrir 200.000 tonn. Nútíma sorpbrennsla er þriggja þrepa ferli þar sem lokaþrepið er brennsla við svo háann hita að málmar brenna. Svona sorpbrennslustöð mundi skila 30 - 50 MW af varmaorku og hana þarf að nýta, annað væri óráð. Reykurinn er þá algerlega laus við mengunarefni, þ.á.m. lykt. Slagginn sem eftir verður er hinsvegar mengaður af þungmálmum. Hann er ekki hægt að nota nema í steypu. Erlendis er hann vinsælasta efnið í léttsteypu, sem alveg má nota hér eftir að farið var að einangra hús að utan. Sorpbrennslustöð í Árósum í Danmörku. Staðarvalið þarf að vera þar sem hitinn nýtist í hitaveitu. Einn slíkur staður sem gæti nýtt hitann er Kjalarnes, þá yrði sorpbrennslan á Álfsnesi, staðarvals-vandinn er ekki stærri en þetta. Þeir sem finnst þetta of nálægt byggð geta skroppið til Kaupmannahafnar og horft á sorpbrennslu-stöðvarnar þar. Þær eru inni í miðju þéttbýli í Amager og Glostrup. En Rvk getur klúðrað þessu máli í botn. Það er hægt með því að fara með stöðina eitthvað upp í fjöll þar sem skaðlaus reykurinn sést ekki, en fíngerður slagginn dreifist út í veður og vind í rokinu og ber kvikasilfur, cadmium og aðra þungmálma út um allt. En þá væri ástæða til að reka einhvern eins og gert var þegar GAJA, sem nú er verðlaus, hækkaði úr 4 milljörðum í 6. Höfundur er fyrrverandi prófessor . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Sorpa Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í langan tíma hefur Reykjavík klúðrað sorphirðumálum sínum rækilega . Molta úr sex milljarða verksmiðju Sorpu er of mikið menguð af þungmálmum. Allt að tuttugu sinnum meira magn þungmálma er í moltu frá Sorpu en staðlar segja til um (Stundin 29. ágúst 2021 12:00). Svona efnasamsetning liggur í augum uppi ef haft er fyrir því að rannsaka sorpið og efna-greina nægilega, en einhvernvegin hefur það farist fyrir. Moltunarstöðin hefur verið tekin úr notkun og opinbera skýringin er að hún hafi myglað (Viðskiptablaðið, miðvikudagur, 24. nóvember 2021; frétt Rúv 15.09.2021 - 12:55; Kjarninn 21. september 2021, kl. 17:00; Mygluð Sorpa eftir Jóhann S. Bogason). Sorpbrennsla, með og án rakaútblásturs Moltunarstöð Sorpu GAJA átti að kom í staðin fyrir sorpbrennslustöð, sem fram að þessu hefur verið bannað að byggja. Sorpbrennsla er notuð til orkuframleiðslu allsstaðar erlendis svo það er náttúrulega út í hött að banna sorpbrennslu hér af umhverfisástæðum. Sorp-brennsla til húshitunar og orkuframleiðslu þekktist t.d. á Klaustri og í Eyjum. Þeim stöðvum þurfti að loka þegar ekki tókst að mæta svokölluðu díoxínvandamáli, sem ekki skal farið nánar út í. Nú er sorpinu keyrt með dísiltrukkum til Rvk, því svo siglt með skipum til Danmerkur og víðar til brennslu. Síðast þegar ég kíkti á kostnað við svona flutninga kostaði það svipað að koma einu tonni frá Sauðárkróki til Rvk eins og frá Hamborg til Santiago í Chile. Svipað er væntanlega uppi á teningnum varðandi flutninga á sorpi. Nú er loksins búið að ákveða að byggja sorpbrennslu (Fréttablaðið í dag 24.11. 2021. ). Komissar verksins er Líf Magneudóttir formaður stjórnar Sorpu. Hún segir að brennsluofn fyrir 100.000 tonn kosti 20 - 30 milljónir króna. En hún er í vandræðum með staðarvalið. Það fæst enginn almennilegur sorpbrennsluofn handa Rvk fyrir þessa upphæð. Auk þess ætti hann að vera fyrir 200.000 tonn. Nútíma sorpbrennsla er þriggja þrepa ferli þar sem lokaþrepið er brennsla við svo háann hita að málmar brenna. Svona sorpbrennslustöð mundi skila 30 - 50 MW af varmaorku og hana þarf að nýta, annað væri óráð. Reykurinn er þá algerlega laus við mengunarefni, þ.á.m. lykt. Slagginn sem eftir verður er hinsvegar mengaður af þungmálmum. Hann er ekki hægt að nota nema í steypu. Erlendis er hann vinsælasta efnið í léttsteypu, sem alveg má nota hér eftir að farið var að einangra hús að utan. Sorpbrennslustöð í Árósum í Danmörku. Staðarvalið þarf að vera þar sem hitinn nýtist í hitaveitu. Einn slíkur staður sem gæti nýtt hitann er Kjalarnes, þá yrði sorpbrennslan á Álfsnesi, staðarvals-vandinn er ekki stærri en þetta. Þeir sem finnst þetta of nálægt byggð geta skroppið til Kaupmannahafnar og horft á sorpbrennslu-stöðvarnar þar. Þær eru inni í miðju þéttbýli í Amager og Glostrup. En Rvk getur klúðrað þessu máli í botn. Það er hægt með því að fara með stöðina eitthvað upp í fjöll þar sem skaðlaus reykurinn sést ekki, en fíngerður slagginn dreifist út í veður og vind í rokinu og ber kvikasilfur, cadmium og aðra þungmálma út um allt. En þá væri ástæða til að reka einhvern eins og gert var þegar GAJA, sem nú er verðlaus, hækkaði úr 4 milljörðum í 6. Höfundur er fyrrverandi prófessor .
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar