Ancelotti: Markið hans Vinicius Junior sýnir að hann getur orðið sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 15:31 Vinicius Junior fagnar sigurmarki sínu fyrir Real Madrid á móti Sevilla í gær. AP/Manu Fernandez Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var heldur betur sáttur með brasilíska framherjann Vinicius Junior eftir dramatískan 2-1 sigur Real Madrid í toppslag á móti Sevilla í gær. Vinicius skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok með frábæru marki en Real Madrid liðið lenti undir í leiknum. So, Ancelotti had a lot to say about Vinícius in his post-match press conference tonight. All his quotes are right here. https://t.co/Bv8GVPLp0G— Managing Madrid (@managingmadrid) November 29, 2021 Þetta var níunda deildarmark Vinicius á leiktíðinni en Karim Benzema hafði áður jafnað metin. Saman hafa þeir tveir farið á kostum og eru komnir með samtals tuttugu mörk. Vinicius Junior er enn bara 21 árs gamall og hann sýndi afburðar hæfileika í sigurmarkinu. Hann fékk boltann út á vinstri kanti, tók boltann niður á kassann, keyrði inn á völlinn og lét síðan vaða með frábæru óverjandi hægri fótar skoti framhjá Bono í marki Sevilla. „Stórkostlegt mark,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi eftir leikinn. „Það sem hefur komið mér mest á óvart með Vinicius eru gæði hans í markaskorun. Það kemur ekki á óvart að hann hafi mikla einstaklingshæfileika. Ég vissi að hann væri góður í rekja boltann, í stöðunni einn á móti einum og með mikinn hraða en hann hefur komið öllum á óvart með því hvað hann getur nú skorað mikið af mörkum,“ sagði Ancelotti. Vinícius Júnior (21 anos) entre os brasileiros das TOP 5 ligas europeias na temporada 21/22:1° em gols (11)1° em participações em gols (16)1° em passes decisivos (37)1° em dribles (59)1° em pênaltis sofridos (2)1° em pontaria no chute (72%)1° em Nota SofaScore (7.47) pic.twitter.com/24hgyy7skK— SofaScore Brazil (@SofaScoreBR) November 28, 2021 „Vinicius sýndi í dag gæði sem hann hefur að ég held aldrei sýnt áður. Þetta var enn eitt skref hans í átt að því að verða sá besti í heimi. Markið hans sýnir að hann getur orðið sá besti í heimi. Það mikilvægasta er að hann sé einbeittur á það að vera skilvirkur. Þegar tækifærið kemur þá verður þú að nýta það,“ sagði Ancelotti. Vinicius Junior er fæddur í júlí 2000 en hann hefur verið hjá Real Madrid frá árinu 2018. Hann skoraði bara 3 mörk í 35 deildarleikjum í fyrra en er kominn með 9 mörk í 14 leikjum á þessu tímabili. Karim Benzema and Vinicius Junior have scored 20 league goals between them this season Real Madrid are now four points clear at the top of La Liga pic.twitter.com/BwEmxAjAZd— GOAL (@goal) November 28, 2021 Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Vinicius skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok með frábæru marki en Real Madrid liðið lenti undir í leiknum. So, Ancelotti had a lot to say about Vinícius in his post-match press conference tonight. All his quotes are right here. https://t.co/Bv8GVPLp0G— Managing Madrid (@managingmadrid) November 29, 2021 Þetta var níunda deildarmark Vinicius á leiktíðinni en Karim Benzema hafði áður jafnað metin. Saman hafa þeir tveir farið á kostum og eru komnir með samtals tuttugu mörk. Vinicius Junior er enn bara 21 árs gamall og hann sýndi afburðar hæfileika í sigurmarkinu. Hann fékk boltann út á vinstri kanti, tók boltann niður á kassann, keyrði inn á völlinn og lét síðan vaða með frábæru óverjandi hægri fótar skoti framhjá Bono í marki Sevilla. „Stórkostlegt mark,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi eftir leikinn. „Það sem hefur komið mér mest á óvart með Vinicius eru gæði hans í markaskorun. Það kemur ekki á óvart að hann hafi mikla einstaklingshæfileika. Ég vissi að hann væri góður í rekja boltann, í stöðunni einn á móti einum og með mikinn hraða en hann hefur komið öllum á óvart með því hvað hann getur nú skorað mikið af mörkum,“ sagði Ancelotti. Vinícius Júnior (21 anos) entre os brasileiros das TOP 5 ligas europeias na temporada 21/22:1° em gols (11)1° em participações em gols (16)1° em passes decisivos (37)1° em dribles (59)1° em pênaltis sofridos (2)1° em pontaria no chute (72%)1° em Nota SofaScore (7.47) pic.twitter.com/24hgyy7skK— SofaScore Brazil (@SofaScoreBR) November 28, 2021 „Vinicius sýndi í dag gæði sem hann hefur að ég held aldrei sýnt áður. Þetta var enn eitt skref hans í átt að því að verða sá besti í heimi. Markið hans sýnir að hann getur orðið sá besti í heimi. Það mikilvægasta er að hann sé einbeittur á það að vera skilvirkur. Þegar tækifærið kemur þá verður þú að nýta það,“ sagði Ancelotti. Vinicius Junior er fæddur í júlí 2000 en hann hefur verið hjá Real Madrid frá árinu 2018. Hann skoraði bara 3 mörk í 35 deildarleikjum í fyrra en er kominn með 9 mörk í 14 leikjum á þessu tímabili. Karim Benzema and Vinicius Junior have scored 20 league goals between them this season Real Madrid are now four points clear at the top of La Liga pic.twitter.com/BwEmxAjAZd— GOAL (@goal) November 28, 2021
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn