Mikilvægar lagabreytingar fyrir félög sem starfa að almannaheillum Haraldur Flosi Tryggvason Klein og Oddur Ástráðsson skrifa 30. nóvember 2021 08:00 Þann 1. nóvember tóku gildi lög sem breyta rekstrarumhverfi félaga sem starfa til almannaheilla með mikilvægum hætti. Lög 110/2021 um félög til almannaheilla fjalla um þær kröfur sem gerðar eru til félaga sem kalla mega sig „félög til almannaheilla“ og stofnun sérstakrar almannaheillafélagaskrár sem fyrirtækjaskrá Skattsins heldur utan um. Lengi hefur verið beðið réttarbóta á þessu sviði og ber að þakka áralanga baráttu samtakanna Almannaheilla og fleiri aðila sem hafa látið sig málið varða. Með tilkomu laganna mun komast betri regla á stjórnhætti félaga sem starfa á þessu sviði. Þær kröfur sem nýju lögin gera til slíkra félaga munu þó gera bæði félagsmönnum og styrktaraðilum auðveldara að fylgjast betur með bæði verkefnum og hvernig fjármunir nýtast. Er vonandi að opinberir aðilar nýti sem oftast þá heimild sem að lögin færa þeim til að binda styrkveitingar og úthlutun rekstrarsamninga til félaga því skilyrði að þau séu á almannaheillaskrá. Skattaívilnanir á gjafafé auknar Hina hliðina á peningnum er að finna í lögum 32/2021 sem breyta ýmsum lögum um skatta og gjöld. Þar er fjallað um skattaívilnanir og kerfisbreytingar sem gerðar eru með það að markmiði að bæta eða létta rekstrarumhverfi félaga sem vinna að almannaheillum og auka möguleika þeirra til að safna gjafafé. Má nefna sem mikilvægt dæmi að heimild fyrirtækja til að draga gjafir til almannaheillafélaga frá tekjuskattsstofni sínum er hækkuð úr 0,75% í 1,5% af tekjum. Þá er það nýnæmi tekið upp að einstaklingar geta nú árlega dregið frá tekjuskattsskattsstofni allt að kr. 350.000 í gjafir til almannaheillafélaga. Auk þess er erfðafjárskattur felldur niður af erfðafé og fjármagnstekuskattur takmarkaður, þó háð skilyrðum á borð við að félag sem þiggur gjafafé þarf á almannaheillafélagskrá til að njóta slíkra ívilnana. Nýtt félagaform verður til Nú er dauðafæri fyrir félög sem starfa að almannaheillum að skrá sig á almannaheillaskrá. Það ætti í flestum tilvikum ekki að vera flókið mál en mun alltaf skila sér í bættri umgjörð í rekstri, vera til hagsbóta fyrir félögin og auka möguleika þeirra til að safna styrkjum og gjafafé. Frá fræðilegu sjónarhorni er þetta löggjafarstarf sérlega áhugavert þar sem segja má að til verði nýtt félagaform. Sérstaklega verður áhugavert að fylgjast með því hvernig samband styrktaraðila og almannaheillafélaga muni þróast og hvernig opinberir aðilar munu beita heimild til að skilyrða styrki og rekstrarsamninga við skráningu félaga á almannaheillafélagaskrá. Sjálfsagt verða til við þessar breytingar fjöldi álitamála sem þarfnast lögfræðilegrar úrlausnar og þá um leið eftirsótt tækifæri fyrir lögmenn til að nýta þekkingu sína til almannaheilla. Höfundar eru starfandi lögmenn á LMG lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Félagasamtök Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Sjá meira
Þann 1. nóvember tóku gildi lög sem breyta rekstrarumhverfi félaga sem starfa til almannaheilla með mikilvægum hætti. Lög 110/2021 um félög til almannaheilla fjalla um þær kröfur sem gerðar eru til félaga sem kalla mega sig „félög til almannaheilla“ og stofnun sérstakrar almannaheillafélagaskrár sem fyrirtækjaskrá Skattsins heldur utan um. Lengi hefur verið beðið réttarbóta á þessu sviði og ber að þakka áralanga baráttu samtakanna Almannaheilla og fleiri aðila sem hafa látið sig málið varða. Með tilkomu laganna mun komast betri regla á stjórnhætti félaga sem starfa á þessu sviði. Þær kröfur sem nýju lögin gera til slíkra félaga munu þó gera bæði félagsmönnum og styrktaraðilum auðveldara að fylgjast betur með bæði verkefnum og hvernig fjármunir nýtast. Er vonandi að opinberir aðilar nýti sem oftast þá heimild sem að lögin færa þeim til að binda styrkveitingar og úthlutun rekstrarsamninga til félaga því skilyrði að þau séu á almannaheillaskrá. Skattaívilnanir á gjafafé auknar Hina hliðina á peningnum er að finna í lögum 32/2021 sem breyta ýmsum lögum um skatta og gjöld. Þar er fjallað um skattaívilnanir og kerfisbreytingar sem gerðar eru með það að markmiði að bæta eða létta rekstrarumhverfi félaga sem vinna að almannaheillum og auka möguleika þeirra til að safna gjafafé. Má nefna sem mikilvægt dæmi að heimild fyrirtækja til að draga gjafir til almannaheillafélaga frá tekjuskattsstofni sínum er hækkuð úr 0,75% í 1,5% af tekjum. Þá er það nýnæmi tekið upp að einstaklingar geta nú árlega dregið frá tekjuskattsskattsstofni allt að kr. 350.000 í gjafir til almannaheillafélaga. Auk þess er erfðafjárskattur felldur niður af erfðafé og fjármagnstekuskattur takmarkaður, þó háð skilyrðum á borð við að félag sem þiggur gjafafé þarf á almannaheillafélagskrá til að njóta slíkra ívilnana. Nýtt félagaform verður til Nú er dauðafæri fyrir félög sem starfa að almannaheillum að skrá sig á almannaheillaskrá. Það ætti í flestum tilvikum ekki að vera flókið mál en mun alltaf skila sér í bættri umgjörð í rekstri, vera til hagsbóta fyrir félögin og auka möguleika þeirra til að safna styrkjum og gjafafé. Frá fræðilegu sjónarhorni er þetta löggjafarstarf sérlega áhugavert þar sem segja má að til verði nýtt félagaform. Sérstaklega verður áhugavert að fylgjast með því hvernig samband styrktaraðila og almannaheillafélaga muni þróast og hvernig opinberir aðilar munu beita heimild til að skilyrða styrki og rekstrarsamninga við skráningu félaga á almannaheillafélagaskrá. Sjálfsagt verða til við þessar breytingar fjöldi álitamála sem þarfnast lögfræðilegrar úrlausnar og þá um leið eftirsótt tækifæri fyrir lögmenn til að nýta þekkingu sína til almannaheilla. Höfundar eru starfandi lögmenn á LMG lögmannsstofu.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun