Sáttmálinn fellur í misgóðan jarðveg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. nóvember 2021 19:02 Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítala og Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins. Vísir/Sigurjón Það er mjög jákvætt að styrkja eigi þjóðarsjúkrahúsið segir forstjóri Landspítalans um nýjan stjórnarsáttmála. Framkvæmdastjóri Landverndar segir hins vegar náttúru Íslands fjarverandi í sáttmálanum. Formaður öryrkja ætlar að reyna að vera bjartsýnn. Íslenskt samfélag er nú í kjörstöðu til þess að horfa til framtíðar og sækja fram í þágu vaxandi velsældar segir í upphafsorðum nýs stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær. Sáttmálin snertir á um þrjátíu málaflokkum. Ánægð með áherslur í heilbrigðismálum Í kaflanum um heilbrigðismál kemur m.a fram að stefnt er að því að þjónustutengd fjármögnun verði innleidd í auknum mæli í heilbrigðiskerfið, settir upp miðlægir biðlistar og tryggt að þjónusta sé veitt innan tiltekins ásættanlegs biðtíma. Staða og hlutverk Landspítalans sem mikilvægustu heilbrigðisstofnunar landsins verður styrkt. Áfram verður dregið úr greiðsluþátttöku sjúklinga, með áherslu á viðkvæma hópa. Þá verður geðheilbrigðisþjónusta áfram efld fyrir alla hópa samfélagsins, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítala er ánægð með heilbrigðiskaflann í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítalans er ánægð með nýjan sáttmála ríkisstjórnarinnar.Vísir/Sigurjón „Það er mjög jákvætt að það eigi að efla og styrkja þjóðarsjúkrahúsið, bráðamóttökuna og gjörgæsluna eins og sérstaklega er getið um í sáttmálanum. Og það eigi að horfa á menntun heilbrigðisstétta til framtíðar. Það er alveg ljóst að það þarf að skoða fjármögnun spítalans og þessi framleiðslutengda fjármögnun sem getið er um í nýjum samningi er hluti af því ,“ segir Guðlaug Rakel. Náttúran fjarverandi Í stjórnarsáttmálanum er kaflinn um loftslagsmál um ein og hálf blaðsíða og þannig með lengri köflum í sáttmálanum. Þar kemur fram að stefnt er á að Ísland verði lágkolefnishagkerfi og nái kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Sett verður sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við 2005. Þá er stefnt að því að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri LandverndaVísir/Sigurjón Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segist ánægð með markmið um samdrátt í losun gróðurhússloftegunda og markmiðið um jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2040. Þar með sé það nánast upptalið. „Okkur finnst mjög skrítið miðað við samsetningu ríkistjórnarinnar að náttúran sé næstum því fjarverandi. Það á ekki að fara í neinar aðgerðir til að efla verndun hennar, nema síður sé. Þá höfum við miklar áhyggjur af því að umhverfisráðherra eigi líka að vera orkumálaráðherra því hagsmunir málaflokkanna stangast oft á,“ segir Auður. Aðspurð um hvaða aðgerðir hún myndi vilja sjá svarar hún: „Eins og í síðasta ríkisstjórnarsáttmála þá myndum við vilja sjá markmið um hálendisþjóðgarð, sjá stofnun utan um náttúruvernd, efla náttúruminjaskrá og stækka fyrirliggjandi virkjanir í stað þess að ætla að virkja á nýjum svæðum,“ segir Auður. Vonar að ríkistjórnin standi sig betur nú en síðast Í kafla ríkisstjórnarinnar um öryrkja kemur m.a. eftirfarandi fram einfalda á örorkulífeyriskerfið og draga úr tekjutengingum. Þátttaka og endurkoma einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnumarkað verður auðvelduð. Þá á að vinna markvisst að því að fjölga sveigjanlegum störfum og hlutastörfum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands.Vísir/Sigurjón Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands ætlar að reyna að vera bjartsýn fyrir hönd málaflokksins. „Það var margt fallegt skrifað inn í síðasta stjórnarsáttmála um öryrkja og fatlað fólk en þrátt fyrir það þá var þetta fólk skilið eftir. En ég er bjartsýn og vonandi tekst ríkisstjórninni ætlunarverk sitt á þessu kjörtímabili. Þá þarf að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ég vona svo sannarlega að nýr félagsmálaráðherra fái tækifæri til að bæta og breyta,“ segir Þuríður. Loftslagsmál Heilbrigðismál Félagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Það helsta sem snertir viðskiptalífið í nýja sáttmálanum Stjórnvöld ætla að halda áfram að selja eignarhlut sinn í Íslandsbanka, auka frelsi fólks til að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði og hvetja lífeyrissjóði til þátttöku í innviðafjárfestingum. Þetta er á meðal þess sem varðar viðskiptalífið hvað mest í nýjum stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Grænna. 29. nóvember 2021 14:31 Verkfallsvopnið slævt Um helgina tók til starfa ný ríkisstjórn, annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, sem vonandi markar upphaf góðra tíma í landsmálum jafnt sem menntamálum. 29. nóvember 2021 13:00 Uggandi yfir nýju fyrirkomulagi og kalla eftir skýrum aðgerðum Stjórn Landverndar fagnar markmiðum nýrrar ríkisstjórnar í loftslagsmálum en kallar eftir skýrari aðgerðum til að ná þeim. Áform um að ganga gegn áliti fagaðila varðandi rammaáætlun þrjú sé stríðsyfirlýsing. Þá óttast Landvernd að sama ráðuneytið haldi utan um orkumál og náttúruvernd. 29. nóvember 2021 12:11 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Sjá meira
Íslenskt samfélag er nú í kjörstöðu til þess að horfa til framtíðar og sækja fram í þágu vaxandi velsældar segir í upphafsorðum nýs stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær. Sáttmálin snertir á um þrjátíu málaflokkum. Ánægð með áherslur í heilbrigðismálum Í kaflanum um heilbrigðismál kemur m.a fram að stefnt er að því að þjónustutengd fjármögnun verði innleidd í auknum mæli í heilbrigðiskerfið, settir upp miðlægir biðlistar og tryggt að þjónusta sé veitt innan tiltekins ásættanlegs biðtíma. Staða og hlutverk Landspítalans sem mikilvægustu heilbrigðisstofnunar landsins verður styrkt. Áfram verður dregið úr greiðsluþátttöku sjúklinga, með áherslu á viðkvæma hópa. Þá verður geðheilbrigðisþjónusta áfram efld fyrir alla hópa samfélagsins, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítala er ánægð með heilbrigðiskaflann í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir forstjóri Landspítalans er ánægð með nýjan sáttmála ríkisstjórnarinnar.Vísir/Sigurjón „Það er mjög jákvætt að það eigi að efla og styrkja þjóðarsjúkrahúsið, bráðamóttökuna og gjörgæsluna eins og sérstaklega er getið um í sáttmálanum. Og það eigi að horfa á menntun heilbrigðisstétta til framtíðar. Það er alveg ljóst að það þarf að skoða fjármögnun spítalans og þessi framleiðslutengda fjármögnun sem getið er um í nýjum samningi er hluti af því ,“ segir Guðlaug Rakel. Náttúran fjarverandi Í stjórnarsáttmálanum er kaflinn um loftslagsmál um ein og hálf blaðsíða og þannig með lengri köflum í sáttmálanum. Þar kemur fram að stefnt er á að Ísland verði lágkolefnishagkerfi og nái kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040. Sett verður sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við 2005. Þá er stefnt að því að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri LandverndaVísir/Sigurjón Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segist ánægð með markmið um samdrátt í losun gróðurhússloftegunda og markmiðið um jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2040. Þar með sé það nánast upptalið. „Okkur finnst mjög skrítið miðað við samsetningu ríkistjórnarinnar að náttúran sé næstum því fjarverandi. Það á ekki að fara í neinar aðgerðir til að efla verndun hennar, nema síður sé. Þá höfum við miklar áhyggjur af því að umhverfisráðherra eigi líka að vera orkumálaráðherra því hagsmunir málaflokkanna stangast oft á,“ segir Auður. Aðspurð um hvaða aðgerðir hún myndi vilja sjá svarar hún: „Eins og í síðasta ríkisstjórnarsáttmála þá myndum við vilja sjá markmið um hálendisþjóðgarð, sjá stofnun utan um náttúruvernd, efla náttúruminjaskrá og stækka fyrirliggjandi virkjanir í stað þess að ætla að virkja á nýjum svæðum,“ segir Auður. Vonar að ríkistjórnin standi sig betur nú en síðast Í kafla ríkisstjórnarinnar um öryrkja kemur m.a. eftirfarandi fram einfalda á örorkulífeyriskerfið og draga úr tekjutengingum. Þátttaka og endurkoma einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnumarkað verður auðvelduð. Þá á að vinna markvisst að því að fjölga sveigjanlegum störfum og hlutastörfum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands.Vísir/Sigurjón Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands ætlar að reyna að vera bjartsýn fyrir hönd málaflokksins. „Það var margt fallegt skrifað inn í síðasta stjórnarsáttmála um öryrkja og fatlað fólk en þrátt fyrir það þá var þetta fólk skilið eftir. En ég er bjartsýn og vonandi tekst ríkisstjórninni ætlunarverk sitt á þessu kjörtímabili. Þá þarf að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ég vona svo sannarlega að nýr félagsmálaráðherra fái tækifæri til að bæta og breyta,“ segir Þuríður.
Loftslagsmál Heilbrigðismál Félagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Það helsta sem snertir viðskiptalífið í nýja sáttmálanum Stjórnvöld ætla að halda áfram að selja eignarhlut sinn í Íslandsbanka, auka frelsi fólks til að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði og hvetja lífeyrissjóði til þátttöku í innviðafjárfestingum. Þetta er á meðal þess sem varðar viðskiptalífið hvað mest í nýjum stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Grænna. 29. nóvember 2021 14:31 Verkfallsvopnið slævt Um helgina tók til starfa ný ríkisstjórn, annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, sem vonandi markar upphaf góðra tíma í landsmálum jafnt sem menntamálum. 29. nóvember 2021 13:00 Uggandi yfir nýju fyrirkomulagi og kalla eftir skýrum aðgerðum Stjórn Landverndar fagnar markmiðum nýrrar ríkisstjórnar í loftslagsmálum en kallar eftir skýrari aðgerðum til að ná þeim. Áform um að ganga gegn áliti fagaðila varðandi rammaáætlun þrjú sé stríðsyfirlýsing. Þá óttast Landvernd að sama ráðuneytið haldi utan um orkumál og náttúruvernd. 29. nóvember 2021 12:11 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Sjá meira
Það helsta sem snertir viðskiptalífið í nýja sáttmálanum Stjórnvöld ætla að halda áfram að selja eignarhlut sinn í Íslandsbanka, auka frelsi fólks til að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði og hvetja lífeyrissjóði til þátttöku í innviðafjárfestingum. Þetta er á meðal þess sem varðar viðskiptalífið hvað mest í nýjum stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Grænna. 29. nóvember 2021 14:31
Verkfallsvopnið slævt Um helgina tók til starfa ný ríkisstjórn, annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, sem vonandi markar upphaf góðra tíma í landsmálum jafnt sem menntamálum. 29. nóvember 2021 13:00
Uggandi yfir nýju fyrirkomulagi og kalla eftir skýrum aðgerðum Stjórn Landverndar fagnar markmiðum nýrrar ríkisstjórnar í loftslagsmálum en kallar eftir skýrari aðgerðum til að ná þeim. Áform um að ganga gegn áliti fagaðila varðandi rammaáætlun þrjú sé stríðsyfirlýsing. Þá óttast Landvernd að sama ráðuneytið haldi utan um orkumál og náttúruvernd. 29. nóvember 2021 12:11