Rúmlega sjö þúsund mættu í örvun í dag: „Þetta er allt að hafast hjá okkur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. nóvember 2021 18:01 Bólusett var með bóluefni Moderna í dag. Vísir/Vilhelm Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksis fór vel af stað í morgun en rúmlega sjö þúsund manns fengu þar þriðja skammtinn í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið vel og að það hafi verið gaman að fá sjálfan sóttvarnalækni í sprautu. Það var strax fullt út úr dyrum þegar opnað var fyrir örvunarbólusetningar á nýjan leik klukkan tíu í morgun en bólusetningum lauk klukkan þrjú í dag og höfðu þá rúmlega sjö þúsund manns fengið þriðja skammtinn. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið mjög vel. „Það hefur gengið bara ljómandi vel í dag. Það komu til okkar um 7150 manns sem er bara nokkuð gott, þetta er í annað sinn sem við erum að slá þetta 7000 manna met, við slóum það líklegast fyrst einn daginn í viku eitt, þannig þetta er bara mjög góð aðsókn,“ segir Ragnheiður. Þórólfur Guðnason var meðal þeirra sem mættu í örvun í dag en sjálfur var hann fullbólusettur með AstraZeneca. Grínaðist hann þá með að hann væri að svíkja lit með því að fá örvunarskammt með Moderna. Ragnheiður segir gaman að fá sóttvarnalækni í bólusetningu. „Það er alltaf gaman og hann svona slær tóninn með því að koma til okkar,“ segir Ragnheiður. Mæting í örvunarbólusetningu hefur verið um 70 prósent undanfarnar tvær vikur en einnig hefur fólk nýtt sér opna bólusetningadaga á fimmtudögum og föstudögum. Þannig gætu fleiri hafa skilað sér í bólusetningu. Ragnheiður segist binda miklar vonir við mætingu næstu daga og hvetur alla sem geta að mæta þegar þeir fá boð. „Við vonum að gangurinn verði bara góður áfram hjá okkur þessa viku og svo næstu, sem er þá síðasta vikan. Það voru líklega um 23 þúsund manns sem fengu boð í þessari viku og svo eru heldur færri í næstu viku þannig þetta er allt svona að hafast hjá okkur,“ segir Ragnheiður. Þeir sem komast ekki á boðuðum tíma þurfa þó ekki að örvænta en allir sem hafa fengið boð eiga rétt á að mæta þegar verið er að bólusetja. Að því er kemur fram á covid.is hefur þátttaka í bólusetningu verið heldur góð en 82 prósent þeirra sem áttu að mæta í örvun fyrir nóvember hafa fengið sinn skammt og 66 prósent þeirra sem áttu að mæta í nóvember. Þá hafa einhverjir sem áttu að mæta í desember fengið að mæta fyrr þar sem 18 prósent þeirra fengið sinn skammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Það var strax fullt út úr dyrum þegar opnað var fyrir örvunarbólusetningar á nýjan leik klukkan tíu í morgun en bólusetningum lauk klukkan þrjú í dag og höfðu þá rúmlega sjö þúsund manns fengið þriðja skammtinn. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið mjög vel. „Það hefur gengið bara ljómandi vel í dag. Það komu til okkar um 7150 manns sem er bara nokkuð gott, þetta er í annað sinn sem við erum að slá þetta 7000 manna met, við slóum það líklegast fyrst einn daginn í viku eitt, þannig þetta er bara mjög góð aðsókn,“ segir Ragnheiður. Þórólfur Guðnason var meðal þeirra sem mættu í örvun í dag en sjálfur var hann fullbólusettur með AstraZeneca. Grínaðist hann þá með að hann væri að svíkja lit með því að fá örvunarskammt með Moderna. Ragnheiður segir gaman að fá sóttvarnalækni í bólusetningu. „Það er alltaf gaman og hann svona slær tóninn með því að koma til okkar,“ segir Ragnheiður. Mæting í örvunarbólusetningu hefur verið um 70 prósent undanfarnar tvær vikur en einnig hefur fólk nýtt sér opna bólusetningadaga á fimmtudögum og föstudögum. Þannig gætu fleiri hafa skilað sér í bólusetningu. Ragnheiður segist binda miklar vonir við mætingu næstu daga og hvetur alla sem geta að mæta þegar þeir fá boð. „Við vonum að gangurinn verði bara góður áfram hjá okkur þessa viku og svo næstu, sem er þá síðasta vikan. Það voru líklega um 23 þúsund manns sem fengu boð í þessari viku og svo eru heldur færri í næstu viku þannig þetta er allt svona að hafast hjá okkur,“ segir Ragnheiður. Þeir sem komast ekki á boðuðum tíma þurfa þó ekki að örvænta en allir sem hafa fengið boð eiga rétt á að mæta þegar verið er að bólusetja. Að því er kemur fram á covid.is hefur þátttaka í bólusetningu verið heldur góð en 82 prósent þeirra sem áttu að mæta í örvun fyrir nóvember hafa fengið sinn skammt og 66 prósent þeirra sem áttu að mæta í nóvember. Þá hafa einhverjir sem áttu að mæta í desember fengið að mæta fyrr þar sem 18 prósent þeirra fengið sinn skammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira