„Hvað gerist? Við fáum bara leikaraskap“ Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2021 13:00 Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja rauða spjaldið fara of oft á loft í Olís-deild karla. Stöð 2 Sport „Annað hvort kallar brotið á tveggja mínútna brottvísun eða rautt spjald. Þú getur ekki dæmt það út frá því hvort að leikmaðurinn meiddi sig eða ekki,“ sagði Róbert Gunnarsson í heitum umræðum í Seinni bylgjunni um rauð spjöld í Olís-deild karla í handbolta. Þeir Róbert, Ásgeir Örn Hallgrímsson og þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson voru hjartanlega sammála um það að dómarar í Olís-deildinni væru of gjarnir á að lyfta rauða spjaldinu. Þeir gáfu lítið fyrir þau rök að horfa ætti til afleiðinga brota. Í botnslag Víkings og HK í gær fór rauða spjaldið á loft um miðjan fyrri hálfleik þegar Hjörtur Ingi Halldórsson úr HK var rekinn af velli fyrir brot á Styrmi Sigurðarsyni. „Hvernig á hann þá eiginlega að geta spilað vörn?“ „Mér finnst þetta persónulega ekki vera rautt. Samkvæmt nýjustu reglum er þetta kannski rautt þegar verið er að horfa til afleiðinga. Ef við förum á fyrirlestur hjá dómaranefndinni þá geta þeir pottþétt réttlætt þetta, en hvað á varnarmaðurinn að gera?“ spurði Róbert en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um rauð spjöld Ásgeir tók í sama streng: „Hann er fyrir framan manninn allan tímann, þeir detta báðir og hinn er á fleygiferð. Ég skil ekki hvernig þetta getur verið rautt spjald. Hvernig á hann þá eiginlega að geta spilað vörn?“ spurði Ásgeir sem óttast að leikaraskapur verði meira áberandi ef dæma eigi út frá afleiðingum brota: „Menn eru alltaf að tala um þessar afleiðingar og hvað gerist? Við fáum bara leikaraskap. Við sjáum menn detta, vera eins og stunginn grís, bíða eftir því hvað dómarinn ætlar að gera og dómarinn bíður bara eftir viðbrögðum leikmannsins sem er meiddur. Þá fáum við bara ennþá fleiri rauð spjöld,“ sagði Ásgeir. „Allt of mörg rauð spjöld“ Í þættinum voru rifjuð upp fleiri rauð spjöld, sem Þrándur Gíslason úr Aftureldingu, Rúnar Kárason og Ólafur Gústafsson fengu. „Mér finnst bara komin allt, allt of mörg rauð spjöld,“ sagði Róbert. „Ég er sammála. Við erum búnir að færa línuna allt of neðarlega í þessum rauðu spjöldum. Leikurinn verður ekki eins skemmtilegur fyrir vikið. Í leik Víkings og HK er þetta risaákvörðun. Á 16. mínútu taka þeir einn besta leikmann HK bara út, í rauninni fyrir að lenda í aðstæðum sem eru slysalegar,“ sagði Ásgeir og Róbert bætti við: „Þetta býður upp á það að menn fari að krydda. Svo leikur einhver að hann sé geðveikt meiddur og þá er það rautt af því að hann meiddi sig svo mikið. Þetta er komið út í öfgar.“ Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Þeir Róbert, Ásgeir Örn Hallgrímsson og þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson voru hjartanlega sammála um það að dómarar í Olís-deildinni væru of gjarnir á að lyfta rauða spjaldinu. Þeir gáfu lítið fyrir þau rök að horfa ætti til afleiðinga brota. Í botnslag Víkings og HK í gær fór rauða spjaldið á loft um miðjan fyrri hálfleik þegar Hjörtur Ingi Halldórsson úr HK var rekinn af velli fyrir brot á Styrmi Sigurðarsyni. „Hvernig á hann þá eiginlega að geta spilað vörn?“ „Mér finnst þetta persónulega ekki vera rautt. Samkvæmt nýjustu reglum er þetta kannski rautt þegar verið er að horfa til afleiðinga. Ef við förum á fyrirlestur hjá dómaranefndinni þá geta þeir pottþétt réttlætt þetta, en hvað á varnarmaðurinn að gera?“ spurði Róbert en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um rauð spjöld Ásgeir tók í sama streng: „Hann er fyrir framan manninn allan tímann, þeir detta báðir og hinn er á fleygiferð. Ég skil ekki hvernig þetta getur verið rautt spjald. Hvernig á hann þá eiginlega að geta spilað vörn?“ spurði Ásgeir sem óttast að leikaraskapur verði meira áberandi ef dæma eigi út frá afleiðingum brota: „Menn eru alltaf að tala um þessar afleiðingar og hvað gerist? Við fáum bara leikaraskap. Við sjáum menn detta, vera eins og stunginn grís, bíða eftir því hvað dómarinn ætlar að gera og dómarinn bíður bara eftir viðbrögðum leikmannsins sem er meiddur. Þá fáum við bara ennþá fleiri rauð spjöld,“ sagði Ásgeir. „Allt of mörg rauð spjöld“ Í þættinum voru rifjuð upp fleiri rauð spjöld, sem Þrándur Gíslason úr Aftureldingu, Rúnar Kárason og Ólafur Gústafsson fengu. „Mér finnst bara komin allt, allt of mörg rauð spjöld,“ sagði Róbert. „Ég er sammála. Við erum búnir að færa línuna allt of neðarlega í þessum rauðu spjöldum. Leikurinn verður ekki eins skemmtilegur fyrir vikið. Í leik Víkings og HK er þetta risaákvörðun. Á 16. mínútu taka þeir einn besta leikmann HK bara út, í rauninni fyrir að lenda í aðstæðum sem eru slysalegar,“ sagði Ásgeir og Róbert bætti við: „Þetta býður upp á það að menn fari að krydda. Svo leikur einhver að hann sé geðveikt meiddur og þá er það rautt af því að hann meiddi sig svo mikið. Þetta er komið út í öfgar.“
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira