Sérstök ástæða til að fara varlega vegna omíkron Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2021 12:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir tilefni til þess að fara áfram varlega þrátt fyrir að bylgjan sé á hægri niðurleið en núgildandi takmarkanir renna út í næstu viku. Sérstök ástæða sé til þess vegna óvissu um nýja omíkron afbrigðið. Hundrað og fimmtán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um helmingur þeirra sem greindust í gær, eða sextíu og sex, voru utan sóttkvíar við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir bylgjuna á hægri niðurleið og að nýjar hópsýkingar hafi ekki verið að koma upp. Núgildandi takmarkanir gilda til 8. desember eða næsta miðvikudags. Þórólfur segist ekki tilbúinn að ræða það sem tekur við og gildir því væntanlega yfir hátíðarnar. Tillögurnar séu í skoðun. „Það er mikil uppsveifla í nálægum löndum. Danir eru til dæmis með töluvert fleiri tilfelli en við og það er komið verulegt álag á spítalakerfið hjá þeim. Þannig ég held að við ættum að prísa okkur sæl með að vera í niðursveiflu núna og held að við ættum ekki að glutra því niður. Sérstaklega í ljósi þess að við vitum ekki alveg með þetta nýja afbrigði,“ segir Þórólfur. Of snemmt er að segja til um varnir bóluefna gegn nýja afbrigðinu að mati sóttvarnalæknirvísir/vilhelm Í viðtali við Financial Times viðrar framkvæmdastjóri bóluefnaframleiðandans Moderna áhyggjur af því að bóluefni muni ekki virka jafn vel gegn omíkron afbrigðinu og að mögulega þurfi að breyta þeim. Þórólfur telur of snemmt að segja um þetta. „Og sömuleiðis um veikindi og einkenni. Það hefur allavega ekki verið tilkynnt um alvarleg veikindi af völdum þessa afbrigðis. En ég held að næstu tvær vikurnar munum við fá betri upplýsingar um afbrigðið og hvar við stöndum gagnvart því.“ Þórólfur segir að skoða þurfi nálgunina á landamærunum í ljósi gagna um nýja afbrigðið.vísir/vilhelm Omíkron afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi og Þórólfur segir koma í ljós hvort grípa þurfi til harðari aðgerða á landamærunum. Þá verði litið til fyrri aðgerða. „Ég er ný kominn af fundi með heilbrigðis- og öryggismálaráði Evrópu og flestar þjóðir eru að kalla eftir harðari aðgerðum á þeirra landamærunum varðandi skimanir og að krefja fólk sem er að ferðast um neikvætt próf áður en það kemur. Þetta er það sem við erum að gera núna. Nánast allir þurfa að framvísa neikvæðu prófi nema þeir fari í próf við komu. Þannig við erum með þokkalega góðar aðgerðir en þurfum að skoða þegar fram í sækir hvort það þurfi að breyta um nálgun til þess að varna því að þetta nýja afbrigði komi inn,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira
Um helmingur þeirra sem greindust í gær, eða sextíu og sex, voru utan sóttkvíar við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir bylgjuna á hægri niðurleið og að nýjar hópsýkingar hafi ekki verið að koma upp. Núgildandi takmarkanir gilda til 8. desember eða næsta miðvikudags. Þórólfur segist ekki tilbúinn að ræða það sem tekur við og gildir því væntanlega yfir hátíðarnar. Tillögurnar séu í skoðun. „Það er mikil uppsveifla í nálægum löndum. Danir eru til dæmis með töluvert fleiri tilfelli en við og það er komið verulegt álag á spítalakerfið hjá þeim. Þannig ég held að við ættum að prísa okkur sæl með að vera í niðursveiflu núna og held að við ættum ekki að glutra því niður. Sérstaklega í ljósi þess að við vitum ekki alveg með þetta nýja afbrigði,“ segir Þórólfur. Of snemmt er að segja til um varnir bóluefna gegn nýja afbrigðinu að mati sóttvarnalæknirvísir/vilhelm Í viðtali við Financial Times viðrar framkvæmdastjóri bóluefnaframleiðandans Moderna áhyggjur af því að bóluefni muni ekki virka jafn vel gegn omíkron afbrigðinu og að mögulega þurfi að breyta þeim. Þórólfur telur of snemmt að segja um þetta. „Og sömuleiðis um veikindi og einkenni. Það hefur allavega ekki verið tilkynnt um alvarleg veikindi af völdum þessa afbrigðis. En ég held að næstu tvær vikurnar munum við fá betri upplýsingar um afbrigðið og hvar við stöndum gagnvart því.“ Þórólfur segir að skoða þurfi nálgunina á landamærunum í ljósi gagna um nýja afbrigðið.vísir/vilhelm Omíkron afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi og Þórólfur segir koma í ljós hvort grípa þurfi til harðari aðgerða á landamærunum. Þá verði litið til fyrri aðgerða. „Ég er ný kominn af fundi með heilbrigðis- og öryggismálaráði Evrópu og flestar þjóðir eru að kalla eftir harðari aðgerðum á þeirra landamærunum varðandi skimanir og að krefja fólk sem er að ferðast um neikvætt próf áður en það kemur. Þetta er það sem við erum að gera núna. Nánast allir þurfa að framvísa neikvæðu prófi nema þeir fari í próf við komu. Þannig við erum með þokkalega góðar aðgerðir en þurfum að skoða þegar fram í sækir hvort það þurfi að breyta um nálgun til þess að varna því að þetta nýja afbrigði komi inn,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira