Bjarni segir hvorki þörf á skattahækkunum né niðurskurði á næstu árum Heimir Már Pétursson skrifar 30. nóvember 2021 11:56 Fjármálaráðherra segir að örorkulífeyrir verði hækkaður um 1% umfram árlegar vísitöluhækkanir um næstu áramót. Vísir/Vilhelm Bjartsýni ríkir í fyrsta fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem reiknar með meiri afkomubata ríkissjóðs en áður var áætlað. Það skili sér til fyrirtækja og heimila því hvorki þurfi að hækka skatta né skera niður til að halda upp góðri opinberri þjónustu. Barnabætur verið auknar og frítekjumark eftirlaunafólks tvöfaldað. Bjarni segir að áfram væri gert ráð fyrir útgjöldum upp á fimmtíu milljaðra vegna kórónuveirufaraldursins á næsta ári. Þá verða útgjöld ríkissjóðs vegna hans kominn í 260 milljaðra frá frá árinu 2020. „Við náðum árangri í þeim aðgerðum sem stefnt var að. Það skilar sér til allra landsmanna. Skilar sér beint til heimilanna í meira atvinnuöryggi og það verða ný störf til í hagkerfinu. Við sameiginlega berðum með minni skuldabyrði inn í framtíðina vegna þess að efnahagslífið er að taka við sér,“ segir Bjarni. Það eigi við á flest öllum sviðum nema þá í ferðaþjónustunni. Þar eigi gistiþjónustan sérstaklega enn í erfiðleikum. Þess vegna verði innheimtu gistináttaskatts frestað á næsta ári og þar næsta. „Við höfum getu til að viðhalda opinberri þjónustu án þess að hækka skatta. Án þess að fara í niðurskurð. Heldur ætlum að halda úti gæða opinberri þjónustu á næstu árum á grundvelli þess styrks sem við höfum í ríkisfjármálunum,“ segir Bjarni. Það væri ásættanlegt að reka ríkissjóð með halla í nokkur ár í viðbót en að fimm árum liðnum verði skuldastaðan engu að síður heilbrigð og ríkissjóður þoli annað efnahagsáfall. Þetta sé vegna þess hve skuldastaða ríkissjóðs var góð þegar faraldurinn hófst. „Við höfum getu til að koma með innspýtingu í heilbrigðismál. Við ætlum að standa með barnafjölskyldum. Það kemur viðbótarskattalækkun í gegnum persónuafsláttinn á næsta ári. Við stöndum með öryrkjum með sérstakri hækkun til þeirra og sömuleiðis bregðumst við strax við með breytingum á frítekjumarki ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna,“ segir Bjarni. En frítekjumarkið verður tvöfaldað úr 100 þúsund krónum á mánuði í 200 þúsund. Bjarni leggur áherslu á að ríkissjóður og vinnumarkaður leggist á árar með Seðlabankanum í baráttunni við veðbólguna til að tryggja áframhaldandi aukinn kaupmátt atvinnutekna. Enda sé verið að bæta kjör almennings til muna með fjárlagafrumvarpinu. „Og ég kalla já til aðila vinnumarkaðarins um að við tökum öll höndum saman um að gera það sem við getum til að halda aftur af verðbólgu og tryggja heimilum og fyrirtækjum í landinu hóflegt vaxtastig. Þannig að við getum haldið vextinum áfram,“ segir Bjarni Benediktsson. Fjárlagafrumvarp 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Tengdar fréttir Hækka barnabætur á næsta ári Skerðingamörkum barnabóta verður breytt á næsta ári og hækka neðri skerðingamörk hjá einstæðum foreldrum úr 351.000 krónum á mánuði í 379.083 krónur. 30. nóvember 2021 11:12 Gera ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. 30. nóvember 2021 09:18 Helgi Pé: Fáir sem geti nýtt sér tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna Frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega verður hækkað í tvö hundruð þúsund krónur á mánuði um næstu áramót. Mun það þar með tvöfaldast. 30. nóvember 2021 11:07 Óskar eftir heimild til að kaupa Hótel Sögu fyrir HÍ Óskað er eftir heimild til þess að kaupa Hótel Sögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 11:00 Auka framlag til heilbrigðismála um sextán milljarða Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála aukist um 16,3 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 10:36 Selja Íslandsbanka að fullu á næstu tveimur árum Eignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka verður seldur að fullu á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem lagt er fram á Alþingi í dag. 30. nóvember 2021 10:23 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni Sjá meira
Bjarni segir að áfram væri gert ráð fyrir útgjöldum upp á fimmtíu milljaðra vegna kórónuveirufaraldursins á næsta ári. Þá verða útgjöld ríkissjóðs vegna hans kominn í 260 milljaðra frá frá árinu 2020. „Við náðum árangri í þeim aðgerðum sem stefnt var að. Það skilar sér til allra landsmanna. Skilar sér beint til heimilanna í meira atvinnuöryggi og það verða ný störf til í hagkerfinu. Við sameiginlega berðum með minni skuldabyrði inn í framtíðina vegna þess að efnahagslífið er að taka við sér,“ segir Bjarni. Það eigi við á flest öllum sviðum nema þá í ferðaþjónustunni. Þar eigi gistiþjónustan sérstaklega enn í erfiðleikum. Þess vegna verði innheimtu gistináttaskatts frestað á næsta ári og þar næsta. „Við höfum getu til að viðhalda opinberri þjónustu án þess að hækka skatta. Án þess að fara í niðurskurð. Heldur ætlum að halda úti gæða opinberri þjónustu á næstu árum á grundvelli þess styrks sem við höfum í ríkisfjármálunum,“ segir Bjarni. Það væri ásættanlegt að reka ríkissjóð með halla í nokkur ár í viðbót en að fimm árum liðnum verði skuldastaðan engu að síður heilbrigð og ríkissjóður þoli annað efnahagsáfall. Þetta sé vegna þess hve skuldastaða ríkissjóðs var góð þegar faraldurinn hófst. „Við höfum getu til að koma með innspýtingu í heilbrigðismál. Við ætlum að standa með barnafjölskyldum. Það kemur viðbótarskattalækkun í gegnum persónuafsláttinn á næsta ári. Við stöndum með öryrkjum með sérstakri hækkun til þeirra og sömuleiðis bregðumst við strax við með breytingum á frítekjumarki ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna,“ segir Bjarni. En frítekjumarkið verður tvöfaldað úr 100 þúsund krónum á mánuði í 200 þúsund. Bjarni leggur áherslu á að ríkissjóður og vinnumarkaður leggist á árar með Seðlabankanum í baráttunni við veðbólguna til að tryggja áframhaldandi aukinn kaupmátt atvinnutekna. Enda sé verið að bæta kjör almennings til muna með fjárlagafrumvarpinu. „Og ég kalla já til aðila vinnumarkaðarins um að við tökum öll höndum saman um að gera það sem við getum til að halda aftur af verðbólgu og tryggja heimilum og fyrirtækjum í landinu hóflegt vaxtastig. Þannig að við getum haldið vextinum áfram,“ segir Bjarni Benediktsson.
Fjárlagafrumvarp 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Tengdar fréttir Hækka barnabætur á næsta ári Skerðingamörkum barnabóta verður breytt á næsta ári og hækka neðri skerðingamörk hjá einstæðum foreldrum úr 351.000 krónum á mánuði í 379.083 krónur. 30. nóvember 2021 11:12 Gera ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. 30. nóvember 2021 09:18 Helgi Pé: Fáir sem geti nýtt sér tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna Frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega verður hækkað í tvö hundruð þúsund krónur á mánuði um næstu áramót. Mun það þar með tvöfaldast. 30. nóvember 2021 11:07 Óskar eftir heimild til að kaupa Hótel Sögu fyrir HÍ Óskað er eftir heimild til þess að kaupa Hótel Sögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 11:00 Auka framlag til heilbrigðismála um sextán milljarða Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála aukist um 16,3 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 10:36 Selja Íslandsbanka að fullu á næstu tveimur árum Eignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka verður seldur að fullu á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem lagt er fram á Alþingi í dag. 30. nóvember 2021 10:23 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni Sjá meira
Hækka barnabætur á næsta ári Skerðingamörkum barnabóta verður breytt á næsta ári og hækka neðri skerðingamörk hjá einstæðum foreldrum úr 351.000 krónum á mánuði í 379.083 krónur. 30. nóvember 2021 11:12
Gera ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 169 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. 30. nóvember 2021 09:18
Helgi Pé: Fáir sem geti nýtt sér tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna Frítekjumark atvinnutekna ellilífeyrisþega verður hækkað í tvö hundruð þúsund krónur á mánuði um næstu áramót. Mun það þar með tvöfaldast. 30. nóvember 2021 11:07
Óskar eftir heimild til að kaupa Hótel Sögu fyrir HÍ Óskað er eftir heimild til þess að kaupa Hótel Sögu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 11:00
Auka framlag til heilbrigðismála um sextán milljarða Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála aukist um 16,3 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. 30. nóvember 2021 10:36
Selja Íslandsbanka að fullu á næstu tveimur árum Eignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka verður seldur að fullu á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem lagt er fram á Alþingi í dag. 30. nóvember 2021 10:23