Áætla að áfengis- og tóbaksgjöld verði hærri en fjármagnstekjuskattur í ár Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2021 14:12 Meira hefur selst af áfengi innanlands. Vísir/Vilhelm Tekjur af áfengisgjaldi hafa aukist mikið milli ára og skýrist meðal annars af aukinni einkaneyslu og samdrætti í ferðalögum Íslendinga erlendis. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður fái hærri tekjur af áfengis- og tóbaksgjaldi í ár en af fjármagnstekjuskatti. Ríkisstjórnin hyggst hækka áfengis- og tóbaksgjald um 2,5% eftir áramót. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Áfengi sem Íslendingar geta keypt í fríhöfnum ber einungis 10% áfengisgjald og aukast því tekjur ríkissjóðs ef áfengi er keypt innanlands þó magnið sé það sama. Minni ferðalög Íslendinga erlendis gætu einnig skýrt aukna sölu á áfengi en met voru slegin í áfengissölu í Vínbúðinni í júlí og ágúst síðastliðnum. Tæplega sextán prósenta aukning Í fjárlögum fyrir árið 2021 var gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi yrðu 20,25 milljarðar króna á árinu. Nú er áætlað að tekjur af gjaldinu muni nema 23,40 milljörðum króna sem samsvarar um 15,56% aukningu. Tekjur af tóbaksgjaldi hafa verið minni en gert var ráð fyrir við gerð síðustu fjárlaga. Eru áætlaðar tekjur nú 5,85 milljarðar árið 2021 í stað 6,05 milljarða. Samanlagt er áætlað að áfengis- og tóbaksgjald skili 29,25 milljörðum í ríkiskassann á þessu ári en til samanburðar er gert ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur skili 27,90 milljörðum. Í fjárlagaáætlun er áætlað er að áfengisgjald verði um 23,8 milljarðar króna árið 2022 sem er ögn hærra en áætlað er fyrir 2021. Gert er ráð fyrir að tóbaksgjald lækki um 100 milljónir. Hyggjast hækka fleiri gjöld eftir áramót Líkt og undanfarin ár er gert ráð fyrir að hin ýmsu krónutölugjöld hækki milli ára. Miðað er við að gjöldin hækki ekki meira en um 2,5% í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans en hækkunin nær til vörugjalda á áfengi, tóbaki og eldsneyti ásamt bifreiða- og kílómetragjaldi. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra, útvarpsgjald og fjárhæðir kolefnisgjalds hækka einnig um 2,5%. Áætlað er að þessi breyting skili ríkissjóði 1,9 milljarða króna í tekjur á næsta ári. Hækkuðu gjöldin um sömu hlutfallstölu í fyrra. Þá hyggst ríkisstjórnin festa fjárhæð sóknargjalda við 985 krónur á einstakling á mánuði en samkvæmt því mun ákvörðuð hækkun sóknargjaldsins nema um hálfu prósenti. Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Áfengi og tóbak Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst hækka áfengis- og tóbaksgjald um 2,5% eftir áramót. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Áfengi sem Íslendingar geta keypt í fríhöfnum ber einungis 10% áfengisgjald og aukast því tekjur ríkissjóðs ef áfengi er keypt innanlands þó magnið sé það sama. Minni ferðalög Íslendinga erlendis gætu einnig skýrt aukna sölu á áfengi en met voru slegin í áfengissölu í Vínbúðinni í júlí og ágúst síðastliðnum. Tæplega sextán prósenta aukning Í fjárlögum fyrir árið 2021 var gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi yrðu 20,25 milljarðar króna á árinu. Nú er áætlað að tekjur af gjaldinu muni nema 23,40 milljörðum króna sem samsvarar um 15,56% aukningu. Tekjur af tóbaksgjaldi hafa verið minni en gert var ráð fyrir við gerð síðustu fjárlaga. Eru áætlaðar tekjur nú 5,85 milljarðar árið 2021 í stað 6,05 milljarða. Samanlagt er áætlað að áfengis- og tóbaksgjald skili 29,25 milljörðum í ríkiskassann á þessu ári en til samanburðar er gert ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur skili 27,90 milljörðum. Í fjárlagaáætlun er áætlað er að áfengisgjald verði um 23,8 milljarðar króna árið 2022 sem er ögn hærra en áætlað er fyrir 2021. Gert er ráð fyrir að tóbaksgjald lækki um 100 milljónir. Hyggjast hækka fleiri gjöld eftir áramót Líkt og undanfarin ár er gert ráð fyrir að hin ýmsu krónutölugjöld hækki milli ára. Miðað er við að gjöldin hækki ekki meira en um 2,5% í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabankans en hækkunin nær til vörugjalda á áfengi, tóbaki og eldsneyti ásamt bifreiða- og kílómetragjaldi. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra, útvarpsgjald og fjárhæðir kolefnisgjalds hækka einnig um 2,5%. Áætlað er að þessi breyting skili ríkissjóði 1,9 milljarða króna í tekjur á næsta ári. Hækkuðu gjöldin um sömu hlutfallstölu í fyrra. Þá hyggst ríkisstjórnin festa fjárhæð sóknargjalda við 985 krónur á einstakling á mánuði en samkvæmt því mun ákvörðuð hækkun sóknargjaldsins nema um hálfu prósenti.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Áfengi og tóbak Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira