Smíði nýrra björgunarskipa hafin Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2021 15:27 Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður Landsbjargar, og Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá kynntu áformin í Hörpu í dag. Landsbjörg Smíði á fyrsta nýja björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófst fyrir helgi í skipasmíðastöð í Finnlandi. Búið er að ganga frá kaupum á þremur nýjum björgunarskipum og kostar hvert þeirra um 285 milljónir króna. Áætlað er að afhenda fyrsta skipið á goslokahátíð í Vestmannaeyjum í júní á næsta ári þar sem skipið verður með heimahöfn. Með nýju skipunum styttist viðbragðstími Landsbjargar á sjó um helming í flestum tilfellum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg en Sjóvá styrkir smíði skipanna um 142,5 milljónir. Áætluð afhending á öðru skipinu er fyrir árslok 2022 á Siglufirði. Smíði á þriðja skipinu hefst síðan í janúar 2023 og afhending á því verður eftir mitt það ár. Landsbjörg Landsbjörg Stefna að því að endurnýja öll skipin Með samkomulagi sem gert var í janúar síðastliðnum milli ríkisins og Landsbjargar var tryggð allt að helmings fjármögnun þessara skipa. Slysavarnafélagið Landsbjörg hafði safnað í nýsmíðasjóð í nokkurn tíma en um er að ræða stærsta einstaka fjárfestingaverkefni félagsins í sögu þess. Það er markmið Landsbjargar að endurnýja öll þrettán björgunarskip sín og verður því áfram unnið að fjármögnun tíu björgunarskipa til viðbótar. „Með nýjum björgunarskipum verður bylting í viðbragðstíma og aðbúnaði fyrir áhafnir og skjólstæðinga. Skipin skipta miklu máli fyrir öryggi sjófarenda í kringum landið og er smíði nýju skipanna stærsta fjárfesting sem félagið hefur ráðist í frá upphafi. Svona veglegur styrkur frá Sjóvá er afrakstur áratuga langs og trausts samstarfs, og gerir okkur kleift að hefja smíði fyrstu þriggja skipanna,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í tilkynningu. Björgunarsveitir Slysavarnir Tengdar fréttir Landsbjörg kaupir þrjú ný björgunarskip Samningur var undirritaður um nýsmíði þriggja björgunarskipa fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörgu í dag, en í þrettán skipa flota félagsins nú er meðalaldur skipa orðinn 35 ár. 3. september 2021 23:38 Landsbjörg semur um smíði á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur samið við finnsku skipasmíðastöðina KewaTec um smíði á þremur nýjum björgunarskipum. Stefnt er að því að skipin verði tekin í notkun fyrir mitt ár 2023. 1. júlí 2021 14:22 Landsbjörg auglýsir útboð á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur auglýst útboð á þremur nýjum björgunarskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29. janúar 2021 08:06 Ríkið styrkir Landsbjörgu til kaupa á björgunarskipum Ríkið styrkir Landsbjörgu um allt að 450 milljónir króna til kaupa á þremur björgunarskipum á árunum 2021-2023 samkvæmt samkomulagi sem var undirritað í dag. Auk þess var undirrituð viljayfirlýsing um kaup á sjö skipum til viðbótar á næstu tíu árum. 19. janúar 2021 16:45 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sjá meira
Áætlað er að afhenda fyrsta skipið á goslokahátíð í Vestmannaeyjum í júní á næsta ári þar sem skipið verður með heimahöfn. Með nýju skipunum styttist viðbragðstími Landsbjargar á sjó um helming í flestum tilfellum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg en Sjóvá styrkir smíði skipanna um 142,5 milljónir. Áætluð afhending á öðru skipinu er fyrir árslok 2022 á Siglufirði. Smíði á þriðja skipinu hefst síðan í janúar 2023 og afhending á því verður eftir mitt það ár. Landsbjörg Landsbjörg Stefna að því að endurnýja öll skipin Með samkomulagi sem gert var í janúar síðastliðnum milli ríkisins og Landsbjargar var tryggð allt að helmings fjármögnun þessara skipa. Slysavarnafélagið Landsbjörg hafði safnað í nýsmíðasjóð í nokkurn tíma en um er að ræða stærsta einstaka fjárfestingaverkefni félagsins í sögu þess. Það er markmið Landsbjargar að endurnýja öll þrettán björgunarskip sín og verður því áfram unnið að fjármögnun tíu björgunarskipa til viðbótar. „Með nýjum björgunarskipum verður bylting í viðbragðstíma og aðbúnaði fyrir áhafnir og skjólstæðinga. Skipin skipta miklu máli fyrir öryggi sjófarenda í kringum landið og er smíði nýju skipanna stærsta fjárfesting sem félagið hefur ráðist í frá upphafi. Svona veglegur styrkur frá Sjóvá er afrakstur áratuga langs og trausts samstarfs, og gerir okkur kleift að hefja smíði fyrstu þriggja skipanna,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í tilkynningu.
Björgunarsveitir Slysavarnir Tengdar fréttir Landsbjörg kaupir þrjú ný björgunarskip Samningur var undirritaður um nýsmíði þriggja björgunarskipa fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörgu í dag, en í þrettán skipa flota félagsins nú er meðalaldur skipa orðinn 35 ár. 3. september 2021 23:38 Landsbjörg semur um smíði á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur samið við finnsku skipasmíðastöðina KewaTec um smíði á þremur nýjum björgunarskipum. Stefnt er að því að skipin verði tekin í notkun fyrir mitt ár 2023. 1. júlí 2021 14:22 Landsbjörg auglýsir útboð á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur auglýst útboð á þremur nýjum björgunarskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29. janúar 2021 08:06 Ríkið styrkir Landsbjörgu til kaupa á björgunarskipum Ríkið styrkir Landsbjörgu um allt að 450 milljónir króna til kaupa á þremur björgunarskipum á árunum 2021-2023 samkvæmt samkomulagi sem var undirritað í dag. Auk þess var undirrituð viljayfirlýsing um kaup á sjö skipum til viðbótar á næstu tíu árum. 19. janúar 2021 16:45 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sjá meira
Landsbjörg kaupir þrjú ný björgunarskip Samningur var undirritaður um nýsmíði þriggja björgunarskipa fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörgu í dag, en í þrettán skipa flota félagsins nú er meðalaldur skipa orðinn 35 ár. 3. september 2021 23:38
Landsbjörg semur um smíði á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur samið við finnsku skipasmíðastöðina KewaTec um smíði á þremur nýjum björgunarskipum. Stefnt er að því að skipin verði tekin í notkun fyrir mitt ár 2023. 1. júlí 2021 14:22
Landsbjörg auglýsir útboð á þremur nýjum björgunarskipum Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur auglýst útboð á þremur nýjum björgunarskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29. janúar 2021 08:06
Ríkið styrkir Landsbjörgu til kaupa á björgunarskipum Ríkið styrkir Landsbjörgu um allt að 450 milljónir króna til kaupa á þremur björgunarskipum á árunum 2021-2023 samkvæmt samkomulagi sem var undirritað í dag. Auk þess var undirrituð viljayfirlýsing um kaup á sjö skipum til viðbótar á næstu tíu árum. 19. janúar 2021 16:45