Eltu smyglara á fund Íslendings og fundu verulegt magn af fíkniefnum Snorri Másson skrifar 30. nóvember 2021 19:22 Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrjá í tengslum við fíkniefnasmygl snemma í október. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu var tveimur pólskum konum á sextugsaldri fylgt eftir frá flugstöðinni í Keflavík við komuna til landsins í byrjun október vegna gruns um að þær hefðu fíkniefni meðferðis. Grunurinn var staðfestur þegar lögregla handsamaði konurnar þar sem þær voru komnar á fund móttakanda efnanna á hóteli skömmu síðar. Sá reyndist vera íslenskur karlmaður á þrítugsaldri og fóru öll þrjú í gæsluvarðhald. Málið er rakið í myndbandinu hér að neðan: Konurnar tvær eru enn í gæsluvarðhaldi en héraðssaksóknari fær senn mál þremenninganna á sitt borð. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver þáttur kvennanna var í skipulagningunni en á undanförnum árum hafa dómar mildast allnokkuð á hendur þeim sem teljast vera burðardýr. Sambærilegt mál endaði í sex mánaða fangelsi fyrr á þessu ári. Öðru gegnir um eiginlega skipuleggjendur glæpanna sem geta átt yfir höfði sér frá kannski þremur og allt að sex ára fangelsi, allt eftir alvarleika brotanna. Refsiramminn nær allt upp í tólf ár. Fleiri að reykja metamfetamín Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir í svari við fyrirspurn fréttastofu að í fórum fólksins hafi fundist tæpt hálft kíló af metamfetamíni, því sem kallað er á ensku crystal meth. Einnig hafi fundist rúmlega 6.000 stykki af fikniefnum í töfluformi. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins í samstarfi við tollgæsluna á keflavíkurflugvelli Notkun metamfetamíns, sem jafnan er innbyrt með því að reykja kristalana, hefur aukist nokkuð á undanförnum árum á Íslandi. Þótt stór innflutningsmál geti sannarlega skekkt tölfræðina verulega, má sjá að árið 2014 voru ekki haldlögð nema 105 grömm og árið eftir 343 grömm.Vísir Vitað er til þess að fleiri haldlagningar hafa orðið af metamfetamíni í ár, sem þýðir að magnið er þegar orðið meira en árið 2020, þegar það var 653. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru töflurnar sem fundust hjá konunum af gerðinni oxycodone og fentanyl, sem hvort tveggja eru einhver sterkustu verkjalyf sem til eru. Þetta eru ópíóðar, upphaflega runnir undan rifjum bandarískra lyfjafyrirtæka sem sum hafa sætt sektum vegna samfélagslega skaðans sem lyfin hafa valdið. Sprenging hefur orðið í notkun lyfjanna víða um heim en þeirra fór fyrst að verða vart á Íslandi fyrir nokkrum árum. Andlát hafa orðið hér á landi í tengslum við notkunina. Árið 2020 voru tæpir 200 í meðferð á Vogi vegna ópíóðafíknar. Fíkniefnabrot Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Fjögur kíló af kókaíni í leynihólfi bíls í Norrænu Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur grunuð um stórtækt fíkniefnasmygl hingað til landsins með Norrænu. Fjögur kíló af kókaíni fundust í sérútbúnu hólfi í bíl. 20. október 2021 13:45 Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Mohamed Hicham Rahmi var á miðvikudag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að hafa í desember á síðasta ári staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi 4.832,5 gramma af hassi, 5.087 stykkjum af MDMA, 100 stykkjum af LSD og 255,84 grömmum af metamfetamíni til landsins. 2. júlí 2021 20:58 Sjö ára fangelsi staðfest í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Landsréttur staðfesti í dag sjö ára fangelsisdóm yfir Þjóðverjanum Heinz Bernhard Sommer fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 11. september 2020 15:29 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu var tveimur pólskum konum á sextugsaldri fylgt eftir frá flugstöðinni í Keflavík við komuna til landsins í byrjun október vegna gruns um að þær hefðu fíkniefni meðferðis. Grunurinn var staðfestur þegar lögregla handsamaði konurnar þar sem þær voru komnar á fund móttakanda efnanna á hóteli skömmu síðar. Sá reyndist vera íslenskur karlmaður á þrítugsaldri og fóru öll þrjú í gæsluvarðhald. Málið er rakið í myndbandinu hér að neðan: Konurnar tvær eru enn í gæsluvarðhaldi en héraðssaksóknari fær senn mál þremenninganna á sitt borð. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver þáttur kvennanna var í skipulagningunni en á undanförnum árum hafa dómar mildast allnokkuð á hendur þeim sem teljast vera burðardýr. Sambærilegt mál endaði í sex mánaða fangelsi fyrr á þessu ári. Öðru gegnir um eiginlega skipuleggjendur glæpanna sem geta átt yfir höfði sér frá kannski þremur og allt að sex ára fangelsi, allt eftir alvarleika brotanna. Refsiramminn nær allt upp í tólf ár. Fleiri að reykja metamfetamín Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir í svari við fyrirspurn fréttastofu að í fórum fólksins hafi fundist tæpt hálft kíló af metamfetamíni, því sem kallað er á ensku crystal meth. Einnig hafi fundist rúmlega 6.000 stykki af fikniefnum í töfluformi. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins í samstarfi við tollgæsluna á keflavíkurflugvelli Notkun metamfetamíns, sem jafnan er innbyrt með því að reykja kristalana, hefur aukist nokkuð á undanförnum árum á Íslandi. Þótt stór innflutningsmál geti sannarlega skekkt tölfræðina verulega, má sjá að árið 2014 voru ekki haldlögð nema 105 grömm og árið eftir 343 grömm.Vísir Vitað er til þess að fleiri haldlagningar hafa orðið af metamfetamíni í ár, sem þýðir að magnið er þegar orðið meira en árið 2020, þegar það var 653. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru töflurnar sem fundust hjá konunum af gerðinni oxycodone og fentanyl, sem hvort tveggja eru einhver sterkustu verkjalyf sem til eru. Þetta eru ópíóðar, upphaflega runnir undan rifjum bandarískra lyfjafyrirtæka sem sum hafa sætt sektum vegna samfélagslega skaðans sem lyfin hafa valdið. Sprenging hefur orðið í notkun lyfjanna víða um heim en þeirra fór fyrst að verða vart á Íslandi fyrir nokkrum árum. Andlát hafa orðið hér á landi í tengslum við notkunina. Árið 2020 voru tæpir 200 í meðferð á Vogi vegna ópíóðafíknar.
Fíkniefnabrot Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Fjögur kíló af kókaíni í leynihólfi bíls í Norrænu Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur grunuð um stórtækt fíkniefnasmygl hingað til landsins með Norrænu. Fjögur kíló af kókaíni fundust í sérútbúnu hólfi í bíl. 20. október 2021 13:45 Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Mohamed Hicham Rahmi var á miðvikudag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að hafa í desember á síðasta ári staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi 4.832,5 gramma af hassi, 5.087 stykkjum af MDMA, 100 stykkjum af LSD og 255,84 grömmum af metamfetamíni til landsins. 2. júlí 2021 20:58 Sjö ára fangelsi staðfest í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Landsréttur staðfesti í dag sjö ára fangelsisdóm yfir Þjóðverjanum Heinz Bernhard Sommer fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 11. september 2020 15:29 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Fjögur kíló af kókaíni í leynihólfi bíls í Norrænu Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur grunuð um stórtækt fíkniefnasmygl hingað til landsins með Norrænu. Fjögur kíló af kókaíni fundust í sérútbúnu hólfi í bíl. 20. október 2021 13:45
Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Mohamed Hicham Rahmi var á miðvikudag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að hafa í desember á síðasta ári staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi 4.832,5 gramma af hassi, 5.087 stykkjum af MDMA, 100 stykkjum af LSD og 255,84 grömmum af metamfetamíni til landsins. 2. júlí 2021 20:58
Sjö ára fangelsi staðfest í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Landsréttur staðfesti í dag sjö ára fangelsisdóm yfir Þjóðverjanum Heinz Bernhard Sommer fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 11. september 2020 15:29