Umræddum stuðningsmanni tókst að klifra upp á þakið á Stamford Bridge og horfa á leikinn þaðan.
Það er ekki vitað hvernig honum tókst að komast þangað upp en hann sannaði veru sína þar með því að taka sjálfu af sér horfandi á leikinn sem endaði með 1-1 jafntefli.
Það er auðvitað kolólöglegt að vera þarna uppi og stórhættulegt.
Stuðningsmaðurinn heitir Jacob Scott og hann hefur fengið góð viðbrögð við Twitter-færslu sinni en fljótlega voru tíu þúsund búnir að líka við myndina af honum.
Öryggisverðir á Brúnni munu væntanlega rannsaka það hvernig hann komst alla leið upp án þess að þeir tækju eftir því.
Unbelievably, one Manchester United fan watched the game vs. Chelsea on the roof of Stamford Bridge! pic.twitter.com/K7fTxaoior
— TEAMtalk (@TEAMtalk) December 1, 2021