Gagnrýnir tilboð TM: „Vátryggingar eru ekki skyndivara“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. desember 2021 13:00 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir ljóst að lag sé til lækkunar fyrst að tryggingarfélagið gat boðið upp á góðan afslátt. Vísir/Baldur Neytendastofa er nú með til skoðunar nokkrar tilkynningar vegna tilboðs tryggingafélagsins TM síðastliðinn mánudag. Formaður Félags íslenskra bifreiðareigenda segir tilboðið hafa verið á skjön við neytendalög og gagnrýnir tryggingarfélögin fyrir ofurhátt verðlag. Tilboðið sem um ræðir var auglýst í tengslum við tilboðsdaginn Cyber Monday, eða stafrænan mánudag. Í tilboðinu fólst 30 prósent afsláttur af tryggingum þennan eina dag og gilti aðeins fyrir viðskiptavini annarra tryggingarfélaga Matthildur Sveinsdóttir, sviðstjóri á neytendaréttarsviði Neytendastofu, segir þau hafa fengið nokkrar tilkynningar um tilboð TM þennan umrædda dag, til að mynda frá neytendum, sem og Neytendasamtökunum. „Við höfum ekki áður fengið kvartanir eða ábendingar út af tryggingafélögum en við höfum svo sem fengið ýmsar ábendingar út af tilboðum á þessum dögum. Þannig þetta er bara til skoðunar hjá okkur, hvort það sé tilefni til einhverra frekari aðgerða,“ segir Matthildur. Hún bendir á að samkvæmt lögum beri fyrirtækjum að sýna að um raunverulega verðlækkun sé að ræða. „Það er jafnframt skylda að kynna fyrir neytendum bæði fyrra verðið og afsláttinn, eða fyrra verðið og tilboðsverðið, svo að neytendur geti með góðum hætti áttað sig á því hversu mikil verðlækkunin er,“ segir Matthildur. TM bauð nýjum viðskiptavinum upp á 30 prósent afslátt af tryggingum síðastliðinn mánudag.Mynd/Facebook Greinilega lag til lækkunar Félag íslenskra bifreiðareigenda sendi einnig erindi á Neytendastofu vegna málsins í gær en þau telja tilboðið á skjön við neytendalög. Engin leið væri fyrir nýjan viðskiptavin að sjá fyrra verð á því iðgjaldi sem honum stóð til boða í tilboði TM þar sem tryggingafélagið birtir ekki verðskrá. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir þau ítrekað hafa gagnrýnt tryggingarfélögin fyrir leynd yfir verði og gríðarlega há iðgjöld. Eins og staðan er í dag sé nánast ómögulegt að bera verð mismunandi tryggingarfélaga saman. „Það er ljóst að það er greinilega lag til lækkunar fyrst að menn geta boðið á einhverju dagstilboði svona góðan afslátt,“ segir Runólfur. „Svo auðvitað skýtur það skökku við að neytendur viti í rauninni ekkert hvað þeir eru að bjóða því þeir hafa ekki upplýsingar um verðið sem í boði er fyrir því það er allt saman persónubundið,“ segir Runólfur en hann segir einnig athyglisvert að þeir sem voru þegar viðskiptavinir hjá fyrirtækinu áttu þess ekki kost að nýta sér tilboðið. Hann furðar sig enn fremur á því að tryggingarfélög bjóði upp á skyndiafslátt líkt og hver önnur verslun. „Vátryggingar eru ekki skyndivara heldur eru þær eitthvað sem menn þurfa að gefa sér tíma til að liggja yfir og kynna sér skilmála og svo framvegis. Þannig við teljum bara eðlilegt að þetta sé skoðað af þar til bærum yfirvöldum hér á landi,“ segir Runólfur. Forstjóri TM var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni síðastliðinn mánudag þar sem hann fór yfir tilboðið. Neytendur Tryggingar Tengdar fréttir FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslu Sjóvár Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gagnrýnir tryggingarfélagið Sjóvá í grein sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Framkvæmdastjóri FÍB segir ljóst að gríðarlegur hagnaður tryggingafélagsins sé ekki að skila sér til viðskiptavina. 20. nóvember 2021 14:45 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Sjá meira
Tilboðið sem um ræðir var auglýst í tengslum við tilboðsdaginn Cyber Monday, eða stafrænan mánudag. Í tilboðinu fólst 30 prósent afsláttur af tryggingum þennan eina dag og gilti aðeins fyrir viðskiptavini annarra tryggingarfélaga Matthildur Sveinsdóttir, sviðstjóri á neytendaréttarsviði Neytendastofu, segir þau hafa fengið nokkrar tilkynningar um tilboð TM þennan umrædda dag, til að mynda frá neytendum, sem og Neytendasamtökunum. „Við höfum ekki áður fengið kvartanir eða ábendingar út af tryggingafélögum en við höfum svo sem fengið ýmsar ábendingar út af tilboðum á þessum dögum. Þannig þetta er bara til skoðunar hjá okkur, hvort það sé tilefni til einhverra frekari aðgerða,“ segir Matthildur. Hún bendir á að samkvæmt lögum beri fyrirtækjum að sýna að um raunverulega verðlækkun sé að ræða. „Það er jafnframt skylda að kynna fyrir neytendum bæði fyrra verðið og afsláttinn, eða fyrra verðið og tilboðsverðið, svo að neytendur geti með góðum hætti áttað sig á því hversu mikil verðlækkunin er,“ segir Matthildur. TM bauð nýjum viðskiptavinum upp á 30 prósent afslátt af tryggingum síðastliðinn mánudag.Mynd/Facebook Greinilega lag til lækkunar Félag íslenskra bifreiðareigenda sendi einnig erindi á Neytendastofu vegna málsins í gær en þau telja tilboðið á skjön við neytendalög. Engin leið væri fyrir nýjan viðskiptavin að sjá fyrra verð á því iðgjaldi sem honum stóð til boða í tilboði TM þar sem tryggingafélagið birtir ekki verðskrá. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir þau ítrekað hafa gagnrýnt tryggingarfélögin fyrir leynd yfir verði og gríðarlega há iðgjöld. Eins og staðan er í dag sé nánast ómögulegt að bera verð mismunandi tryggingarfélaga saman. „Það er ljóst að það er greinilega lag til lækkunar fyrst að menn geta boðið á einhverju dagstilboði svona góðan afslátt,“ segir Runólfur. „Svo auðvitað skýtur það skökku við að neytendur viti í rauninni ekkert hvað þeir eru að bjóða því þeir hafa ekki upplýsingar um verðið sem í boði er fyrir því það er allt saman persónubundið,“ segir Runólfur en hann segir einnig athyglisvert að þeir sem voru þegar viðskiptavinir hjá fyrirtækinu áttu þess ekki kost að nýta sér tilboðið. Hann furðar sig enn fremur á því að tryggingarfélög bjóði upp á skyndiafslátt líkt og hver önnur verslun. „Vátryggingar eru ekki skyndivara heldur eru þær eitthvað sem menn þurfa að gefa sér tíma til að liggja yfir og kynna sér skilmála og svo framvegis. Þannig við teljum bara eðlilegt að þetta sé skoðað af þar til bærum yfirvöldum hér á landi,“ segir Runólfur. Forstjóri TM var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni síðastliðinn mánudag þar sem hann fór yfir tilboðið.
Neytendur Tryggingar Tengdar fréttir FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslu Sjóvár Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gagnrýnir tryggingarfélagið Sjóvá í grein sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Framkvæmdastjóri FÍB segir ljóst að gríðarlegur hagnaður tryggingafélagsins sé ekki að skila sér til viðskiptavina. 20. nóvember 2021 14:45 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Sjá meira
FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslu Sjóvár Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gagnrýnir tryggingarfélagið Sjóvá í grein sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Framkvæmdastjóri FÍB segir ljóst að gríðarlegur hagnaður tryggingafélagsins sé ekki að skila sér til viðskiptavina. 20. nóvember 2021 14:45