Skipað í nefndir og ruglast á sætanúmerum á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2021 19:21 Birgir Ármannsson var í dag kjörinn forseti Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur fastanefndum þingsins, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn í tveimur hvor um sig og stjórnarandstaðan í einni. Eftir að Birgir Ármannsson hafði verið kjörinn forseti Alþingis lýsti hans tilnefningum og kjöri þingmanna í forsætisnefnd, aðrar átta fastanefndir þingsins og alþjóðanefndir. Sjálfstæðisflokkurinn skipar formenn allsherjar- og menntamálanefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í atvinnuveganefnd og velferðarnefnd og Vinstri græn taka formennsku í fjárlaganefnd og utanríkismálanefnd. Það hefur bara gerst einu sinni áður að flokki lengst til vinstri á þingi er treyst fyrir formennsku í þeirri nefnd. Samfylkingin skipar síðan formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, eina formannsembættið sem féll stjórnarandstöðunni í skaut. Hér má sjá formenn fastanefnda Alþingis eftir kjör þingmanna í nefndir þingsins í dag.Grafík/Ragnar Visage Þá kom að því sem stundum getur reynst skemmtilegt á þinginu; að draga um hvar þingmenn eiga að sitja í þingsalnum í vetur. Venjulega draga þingmenn sjálfir kúlu úr kassa með sætanúmeri en vegna sóttvarnaráðstafana dró forseti allar kúlurnar. Nýkjörinn forseti Alþingis sló á létta strengi við drátt um þingsæti og sagði að um tíma hafi verið útlit fyrir að tvímenna þyrfti í nokkur sæti í þingsalnum.Vísir/Vilhelm Fyrst var dregið um sæti formanna flokka og þingflokka og gekk það vel fyrir sig. Þegar farið var að draga um sæti annarra þingmanna vandaðist hins vegar málið hjá nýjum forseta. „Björn Leví Gunnarsson fær sæti númer tíu,“ sagði Birgir en þá kom kurr í salinn. „Var Sigmundur búinn að fá númer tíu,“ spurði Birgir og hætti að draga upp númerakúlur. Eftir nokkurra mínútna skoðun var gert hlé á fundinum. Þingmenn tóku því brosandi að sóttvarnaráðstafanir flæktu dálítið skipan í sæti á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Þar sem það hefur orðið ruglingur á kúlum í kassanum ætlar forseti að gera hlé á þessum fundi í fimm mínútur þannig að það sé hægt að leiðrétta þennan misskilning sem hefur komið upp,“ kvað forseti upp úr með og sló í bjölluna til marks um þinghlé. Að tæplega sautján mínútna löngum fimm mínútum liðnum hófst drátturinn um sæltin í þingsal aftur. Nýrkjörinn forseti sem fór fyrir kjörbréfanefnd vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi baðst afsökunar á ruglingnum. „Þannig að útlit var fyrir um stund að tvímenna þyrfti í sum sætin. En sem betur fer náði einhver glöggur þingmaður að vekja athygli á þessu,“ sagði Birgir Ármannsson og uppskar hlátur þingheims. Forsætisnefnd kemur saman klukkan hálf tíu í fyrramálið til að skipuleggja fyrstu umræður um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Sú umræða mun standa yfir í að minnsta kosti í tvo daga. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18 Þurfti að draga þrisvar í sæti vegna klúðurs Birgir Ármannsson, sem kjörinn var forseti Alþingis í dag, klúðraði hlutun þingmanna í sæti á Alþingi tvisvar í dag. Hann þurfti því að vísa þingmönnum tvisvar úr salnum og gera nokkrar tilraunir til að ná röðuninni réttri. 1. desember 2021 14:24 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Eftir að Birgir Ármannsson hafði verið kjörinn forseti Alþingis lýsti hans tilnefningum og kjöri þingmanna í forsætisnefnd, aðrar átta fastanefndir þingsins og alþjóðanefndir. Sjálfstæðisflokkurinn skipar formenn allsherjar- og menntamálanefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í atvinnuveganefnd og velferðarnefnd og Vinstri græn taka formennsku í fjárlaganefnd og utanríkismálanefnd. Það hefur bara gerst einu sinni áður að flokki lengst til vinstri á þingi er treyst fyrir formennsku í þeirri nefnd. Samfylkingin skipar síðan formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, eina formannsembættið sem féll stjórnarandstöðunni í skaut. Hér má sjá formenn fastanefnda Alþingis eftir kjör þingmanna í nefndir þingsins í dag.Grafík/Ragnar Visage Þá kom að því sem stundum getur reynst skemmtilegt á þinginu; að draga um hvar þingmenn eiga að sitja í þingsalnum í vetur. Venjulega draga þingmenn sjálfir kúlu úr kassa með sætanúmeri en vegna sóttvarnaráðstafana dró forseti allar kúlurnar. Nýkjörinn forseti Alþingis sló á létta strengi við drátt um þingsæti og sagði að um tíma hafi verið útlit fyrir að tvímenna þyrfti í nokkur sæti í þingsalnum.Vísir/Vilhelm Fyrst var dregið um sæti formanna flokka og þingflokka og gekk það vel fyrir sig. Þegar farið var að draga um sæti annarra þingmanna vandaðist hins vegar málið hjá nýjum forseta. „Björn Leví Gunnarsson fær sæti númer tíu,“ sagði Birgir en þá kom kurr í salinn. „Var Sigmundur búinn að fá númer tíu,“ spurði Birgir og hætti að draga upp númerakúlur. Eftir nokkurra mínútna skoðun var gert hlé á fundinum. Þingmenn tóku því brosandi að sóttvarnaráðstafanir flæktu dálítið skipan í sæti á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm „Þar sem það hefur orðið ruglingur á kúlum í kassanum ætlar forseti að gera hlé á þessum fundi í fimm mínútur þannig að það sé hægt að leiðrétta þennan misskilning sem hefur komið upp,“ kvað forseti upp úr með og sló í bjölluna til marks um þinghlé. Að tæplega sautján mínútna löngum fimm mínútum liðnum hófst drátturinn um sæltin í þingsal aftur. Nýrkjörinn forseti sem fór fyrir kjörbréfanefnd vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi baðst afsökunar á ruglingnum. „Þannig að útlit var fyrir um stund að tvímenna þyrfti í sum sætin. En sem betur fer náði einhver glöggur þingmaður að vekja athygli á þessu,“ sagði Birgir Ármannsson og uppskar hlátur þingheims. Forsætisnefnd kemur saman klukkan hálf tíu í fyrramálið til að skipuleggja fyrstu umræður um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar. Sú umræða mun standa yfir í að minnsta kosti í tvo daga.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18 Þurfti að draga þrisvar í sæti vegna klúðurs Birgir Ármannsson, sem kjörinn var forseti Alþingis í dag, klúðraði hlutun þingmanna í sæti á Alþingi tvisvar í dag. Hann þurfti því að vísa þingmönnum tvisvar úr salnum og gera nokkrar tilraunir til að ná röðuninni réttri. 1. desember 2021 14:24 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18
Þurfti að draga þrisvar í sæti vegna klúðurs Birgir Ármannsson, sem kjörinn var forseti Alþingis í dag, klúðraði hlutun þingmanna í sæti á Alþingi tvisvar í dag. Hann þurfti því að vísa þingmönnum tvisvar úr salnum og gera nokkrar tilraunir til að ná röðuninni réttri. 1. desember 2021 14:24