Þrátt fyrir að jafnræði hafi verið með liðunum í byrjun leiks voru FH-ingar tveimur mörkum yfir í hálfleik 16-14. Í seinni hálfleik voru þeir áfram með yfirhöndina og sáu Haukarnir ekki til sólar og unnu FH-ingar leikinn með fjórum mörkum, 28-24.
Hvað gekk upp hjá ykkur í leiknum í kvöld?
„Það var margt. Við mættum bara flottir og á sama hátt og við erum búnir að vera gera. Þetta er bara sama grunnvinnan sem býr til stöðugleika og auðvitað er það extra á móti Haukum. Það þarf að vinna allskonar baráttur hérna, svona litla sigra hér og það um völlinn og við gerðum það í dag.“
Phil Döhler fór á kostum í dag og átti einn af sínum bestu leikjum. Phil var með 20 varða bolta, 47 prósent markvörslu.
„Hann gerði bara það sem að hann gerir best, að vera góður í marki. Og hann er náttúrulega mikilvægur leikmaður í okkar liði en til þess er hann þarna og við erum ánægðir með hann.“
FH-ingar ætla að fagna því að jólin verða hvít í Firðinum næstu daga en fara svo í fullan undirbúning fyrir næsta leik sem er á móti Selfossi.
„Við ætlum að gleðjast í kvöld og við ætlum örugglega að gleðjast á morgun, kannski hinn. En svo byrjuð við bara sömu vinnuna eins og allar síðustu vikurnar. Undirbúum okkur vel fyrir Selfoss og verum bara klára fyrir það.“

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.