Montpellier vann eins nauman sigur og hægt er á gestum sínum frá Króatíu í kvöld. Eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik þá unnu heimamenn leikinn með eins marks mun, lokatölur 23-23.
Ólafur Andrés kom svo sannarlega að sigri síns liðs en hann skoraði tvö mörk í liði Montpellier í kvöld.
Þá vann Álaborg fjögurra marka heimasigur á Pick-Szeged, lokatölur 34-30. Aron lék ekki með Álaborg í kvöld.
Montpellier er á toppi A-riðils Meistaradeildarinnar með 15 stig að loknum níu leikjum. Álaborg kemur þar á eftir með 12 stig eftir jafn marga leiki.