Vinirnir ákváðu að búa saman og sofa í sama rúmi til að missa ekki af neinu Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2021 10:31 Þórdís og Sigurjón eiga dreng saman og eru bestu vinir. Eins og fram kom í Íslandi í dag í apríl á þessu ári ákváðu vinirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn að eignast barn saman. Nú er sonur þeirra kominn í heiminn og var rætt aftur við foreldrana í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Þetta er alveg æðislegt og þetta er bara svo mikil ást,“ segir Þórdís Imsland sem bætir við að meðgangan sjálf hafi gengið mjög vel og í raun eins og í draumi. „Ég byrja að fá hríðir klukkan þrjú um nóttina og ég hugsa að ég ætla ekki að vekja hann strax því ef ég hefði gert það þá vissi ég að hann myndi byrja að smyrja samlokur,“ segir Þórdís. „Ég var búinn fara í sérferðir í Hagkaup og þá átti sko bara að smyrja og vera með kaffi og með því,“ segir Sigurjón. „Ég vek hann um sexleytið og segi við hann að það sé eitthvað að gerast og hann segir strax, á ég þá að fara byrja smyrja,“ segir Þórdís og hlær. Þórdís fékk smá glaðloft á sjúkrahúsinu en náði ekki mænudeyfingunni. „Þær skoða mig upp á fæðingardeild og þær skoða mig og þá er ég bara komin með átta í útvíkkun. Ég fór svo bara smá í bað, fékk rembingstilfinningu og svo bara fæddi ég hann. Hann var tekinn með sogklukku. Þetta var tilfinning sem maður hefur ekki fundið áður. Ég hugsaði bara tveimur dögum seinna, þetta get ég gert aftur,“ segir Þórdís. „Að heyra gráturinn og sjá hann opna augun var ótrúleg tilfinning. Fæðingin var kannski öðruvísi en við bjuggumst við þar sem við vorum búin að undirbúa okkur að þetta yrði svo svakalegt og búin að lesa svo margar hryllingssögur um fæðingar, sem maður á ekki að gera. Þórdís er sko algjört hörkutól og var algjörlega mögnuð í þessu ferli. Mér finnst mjög mikilvægt að svona góðar sögur fái að heyrast líka,“ segir Sigurjón Algjör klappstýra „Það er alveg magnað að maður geti komið svona barni út. Hann var algjör klappstýra,“ segir Þórdís. Vinirnir fluttu inn saman í ágúst og drengurinn þeirra kom í heiminn í október. „Við erum rosalega skýr við hvort annað og ef það er eitthvað sem er að plaga okkur þá segjum við það,“ segir Þórdís. Falleg stund þegar drengurinn kom í heiminn. „Við ætlum að búa saman allavega næsta árið og teljum það best fyrir alla og að enginn missi af neinu. Ég tók fjórar vikur í orlof og byrjaði að vinna núna á mánudaginn síðasta. Það var skrýtið, nú er ég faðir og það er barn að bíða heima,“ segir Sigurjón. Þau segjast líka sofa saman í stóru rúmi með þann litla á milli. Þau ætla hvorugt að missa af neinu á þessum spennandi tímum í lífi barnsins og þeirra. Þórdís og Sigurjón tilkynntu opinberuðu nafn drengsins í þættinum í gær og fékk hann nafnið Óðinn Örn Sigurjónsson Imsland. „Óðinn er út í bláinn en Örn er millinafnið mitt og pabba og þetta er smá svona í minni fjölskyldu,“ segir Sigurjón. „Við erum að miða við að hafa þetta viku og viku í framtíðinni og ætlum að vera saman um jólin,“ segir Þórdís en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Ísland í dag - Tilkynntu nafnið í Íslandi í dag Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Nú er sonur þeirra kominn í heiminn og var rætt aftur við foreldrana í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Þetta er alveg æðislegt og þetta er bara svo mikil ást,“ segir Þórdís Imsland sem bætir við að meðgangan sjálf hafi gengið mjög vel og í raun eins og í draumi. „Ég byrja að fá hríðir klukkan þrjú um nóttina og ég hugsa að ég ætla ekki að vekja hann strax því ef ég hefði gert það þá vissi ég að hann myndi byrja að smyrja samlokur,“ segir Þórdís. „Ég var búinn fara í sérferðir í Hagkaup og þá átti sko bara að smyrja og vera með kaffi og með því,“ segir Sigurjón. „Ég vek hann um sexleytið og segi við hann að það sé eitthvað að gerast og hann segir strax, á ég þá að fara byrja smyrja,“ segir Þórdís og hlær. Þórdís fékk smá glaðloft á sjúkrahúsinu en náði ekki mænudeyfingunni. „Þær skoða mig upp á fæðingardeild og þær skoða mig og þá er ég bara komin með átta í útvíkkun. Ég fór svo bara smá í bað, fékk rembingstilfinningu og svo bara fæddi ég hann. Hann var tekinn með sogklukku. Þetta var tilfinning sem maður hefur ekki fundið áður. Ég hugsaði bara tveimur dögum seinna, þetta get ég gert aftur,“ segir Þórdís. „Að heyra gráturinn og sjá hann opna augun var ótrúleg tilfinning. Fæðingin var kannski öðruvísi en við bjuggumst við þar sem við vorum búin að undirbúa okkur að þetta yrði svo svakalegt og búin að lesa svo margar hryllingssögur um fæðingar, sem maður á ekki að gera. Þórdís er sko algjört hörkutól og var algjörlega mögnuð í þessu ferli. Mér finnst mjög mikilvægt að svona góðar sögur fái að heyrast líka,“ segir Sigurjón Algjör klappstýra „Það er alveg magnað að maður geti komið svona barni út. Hann var algjör klappstýra,“ segir Þórdís. Vinirnir fluttu inn saman í ágúst og drengurinn þeirra kom í heiminn í október. „Við erum rosalega skýr við hvort annað og ef það er eitthvað sem er að plaga okkur þá segjum við það,“ segir Þórdís. Falleg stund þegar drengurinn kom í heiminn. „Við ætlum að búa saman allavega næsta árið og teljum það best fyrir alla og að enginn missi af neinu. Ég tók fjórar vikur í orlof og byrjaði að vinna núna á mánudaginn síðasta. Það var skrýtið, nú er ég faðir og það er barn að bíða heima,“ segir Sigurjón. Þau segjast líka sofa saman í stóru rúmi með þann litla á milli. Þau ætla hvorugt að missa af neinu á þessum spennandi tímum í lífi barnsins og þeirra. Þórdís og Sigurjón tilkynntu opinberuðu nafn drengsins í þættinum í gær og fékk hann nafnið Óðinn Örn Sigurjónsson Imsland. „Óðinn er út í bláinn en Örn er millinafnið mitt og pabba og þetta er smá svona í minni fjölskyldu,“ segir Sigurjón. „Við erum að miða við að hafa þetta viku og viku í framtíðinni og ætlum að vera saman um jólin,“ segir Þórdís en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Ísland í dag - Tilkynntu nafnið í Íslandi í dag
Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira