35 íbúðir afhentar á Selfossi í dag í hæsta húsnæði á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. desember 2021 13:03 35 íbúðir eru í nýju blokkinni og það verða líka 35 íbúðir í hinni blokkinni, sem Pálmatré er að byggja á fullum krafti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru ánægðir íbúðaeigendur, sem taka á móti lyklum sínum í dag í 35 nýjum íbúðum á Selfossi en blokkin, sem fólkið er að flytja í er hæsta húsnæði á Suðurlandi upp á sex hæðir. Allar íbúðirnar í blokkinni seldust án auglýsinga. Byggingarverktakinn er byrjaður að byggja aðra blokk við hlið þeirra nýju. Það voru starfsmenn Pálmatrés, sem byggðu blokkina á 14 mánuðum. Öllum íbúðunum 35 er skilað fullkláruðum, þannig að það er bara að flytja inn. Ekki eru bílskúrar eða bílakjallari, sem fylgja íbúðunum. Pálmi Pálsson, sem er frá bænum Hjálmsstöðum í Laugardal rétt við Laugarvatn er eigandi Pálmatrés. „Fólk kemur hér í hollum eftir því á hvaða hæðum það er og fær bara lyklana afhenta og gengur í sínar íbúðir. Svo um helgina eða í næstu viku förum við yfir málin með þeim. Það tók okkur 14 mánuði að byggja blokkina því við gátum ekki farið hraðar út af efnisþurrð og fleiri atriða, þannig að þetta hefur bara gengið mjög vel, tíðin verið góð og allir kátir,“ segir Pálmi. Pálmi segir mikla vöntun á húsnæði á Selfossi og því hafi íbúðirnar í nýju blokkinni selst eins og heitar lummur. Íbúðirnar eru aðeins mismunandi að stærð eða meðal verðið á þeim fullbúnum er um 35 milljónir króna. Pálmi Pálsson, eigandi Pálmatrés er stoltur og ánægður með nýju blokkina og starfsfólkið sitt, sem hefur unnið við að koma henni upp á síðustu 14 mánuðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pálmi og hans starfsmenn eru byrjaðir á nýrri blokk. „Já, ,við erum búnir að steypa upp annað 35 íbúða hús við hliðina hér og setjum það í sölu með vorinu, þannig að það er áætlað að afhenda það einhvern tíma næsta haust“. Pálmi segir að húsnæðisskortur á Selfossi tengist ástandinu í Reykjavík, fólk er að flytja þaðan og austur fyrir fjall. “Svo er náttúrulega mikil fjölgun á fólki hérna og það hefur bara verið skortur á húsnæði hér á svæðinu. Það er fullt af fólki hér úr nærsveitunum, sem kaupir hér undir börnin sín í námi og þess háttar, þannig að það er ýmislegt sem spilar saman þar,“ bætir Pálmi við. Og þessi nýja blokk, þetta er hæsta íbúðarhús á Suðurlandi, eða hvað? „Mér skilst það já, það hlýtur einhver að fara í hærra á næstunni, það getur ekki annað verið. Blokkinn á að þola alla jarðskjálfta, enda er það útreiknað af sérfræðingum,“ segir Pálmi og hlær, stoltur og sáttur við nýju blokkina. Pálmi, sem fær sér hér í nefið hefur haft nóg að gera við að sýna áhugasömu fólki íbúðirnar í nýju blokkinni. Meðalverð á íbúðunum er um 35 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Það voru starfsmenn Pálmatrés, sem byggðu blokkina á 14 mánuðum. Öllum íbúðunum 35 er skilað fullkláruðum, þannig að það er bara að flytja inn. Ekki eru bílskúrar eða bílakjallari, sem fylgja íbúðunum. Pálmi Pálsson, sem er frá bænum Hjálmsstöðum í Laugardal rétt við Laugarvatn er eigandi Pálmatrés. „Fólk kemur hér í hollum eftir því á hvaða hæðum það er og fær bara lyklana afhenta og gengur í sínar íbúðir. Svo um helgina eða í næstu viku förum við yfir málin með þeim. Það tók okkur 14 mánuði að byggja blokkina því við gátum ekki farið hraðar út af efnisþurrð og fleiri atriða, þannig að þetta hefur bara gengið mjög vel, tíðin verið góð og allir kátir,“ segir Pálmi. Pálmi segir mikla vöntun á húsnæði á Selfossi og því hafi íbúðirnar í nýju blokkinni selst eins og heitar lummur. Íbúðirnar eru aðeins mismunandi að stærð eða meðal verðið á þeim fullbúnum er um 35 milljónir króna. Pálmi Pálsson, eigandi Pálmatrés er stoltur og ánægður með nýju blokkina og starfsfólkið sitt, sem hefur unnið við að koma henni upp á síðustu 14 mánuðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pálmi og hans starfsmenn eru byrjaðir á nýrri blokk. „Já, ,við erum búnir að steypa upp annað 35 íbúða hús við hliðina hér og setjum það í sölu með vorinu, þannig að það er áætlað að afhenda það einhvern tíma næsta haust“. Pálmi segir að húsnæðisskortur á Selfossi tengist ástandinu í Reykjavík, fólk er að flytja þaðan og austur fyrir fjall. “Svo er náttúrulega mikil fjölgun á fólki hérna og það hefur bara verið skortur á húsnæði hér á svæðinu. Það er fullt af fólki hér úr nærsveitunum, sem kaupir hér undir börnin sín í námi og þess háttar, þannig að það er ýmislegt sem spilar saman þar,“ bætir Pálmi við. Og þessi nýja blokk, þetta er hæsta íbúðarhús á Suðurlandi, eða hvað? „Mér skilst það já, það hlýtur einhver að fara í hærra á næstunni, það getur ekki annað verið. Blokkinn á að þola alla jarðskjálfta, enda er það útreiknað af sérfræðingum,“ segir Pálmi og hlær, stoltur og sáttur við nýju blokkina. Pálmi, sem fær sér hér í nefið hefur haft nóg að gera við að sýna áhugasömu fólki íbúðirnar í nýju blokkinni. Meðalverð á íbúðunum er um 35 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira