27 milljarðar á tveimur árum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. desember 2021 20:00 Covid er kostnaðarsamt. vísir/vilhelm Heimsfaraldurinn hefur kostað heilbrigðiskerfið um 27 milljarða á síðustu tveimur árum. Heilbrigðisstofnanir hafa fengið þau skilaboð úr heilbrigðisráðuneytinu að spara ekki í baráttu sinni gegn veirunni - öllum kostnaði verði mætt. Erfitt er að áætla nákvæmlega hver afleiddur kostnaður faraldursins er en heilbrigðisráðuneytið hefur tekið saman tölur yfir beinan kostnað ríkissjóðs til heilbrigðisstofnana í faraldrinum. Farsóttahótel næstdýrust Á síðasta ári, 2020, kostaði faraldurinn heilbrigðiskerfið 11 milljarða. Og í ár er gert ráð fyrir að faraldurinn kosti kerfið um 16 milljarða. Þetta fjármagn skiptist niður á eftirfarandi hátt: 5,8 milljarðar fara til Landspítala og hans verkefni, Covid-göngudeildina, hlífðarbúnað og fleira Tæpir 3,5 milljarðar fara í farsóttahótelin, sem Rauði krossinn heldur utan um 2,7 milljarðar fara til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem sér um sýnatökur og bólusetningar Um 2 milljarðar fóru svo í bóluefnakaup. Og restin, í kring um 2 milljarðar, hafa síðan farið til annarra stofnana til dæmis Sjúkratrygginga, landlæknis og heilbrigðisstofnana úti á landi. Willum tók við embætti heilbrigðisráðherra af Svandísi Svavarsdóttur í síðustu viku.vísir/vilhelm Sparnaður ekki málið „Þetta er oft á tíðum bara spurning um hugarfar. Og við erum ekkert að horfa í þetta öðruvísi en það að þetta þarf að gera,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þannig við erum alls ekki að reyna að spara þegar kemur að svona liðum? „Nei, ég held að það myndi nú hitta okkur illa fyrir.“ Willum segir sparnað ekki málið við þessar aðstæður. vísir/vilhelm Ráðherrann segir að við upphaf faraldursins hafi stofnanir heilbrigðiskerfisins fengið þessi skilaboð og þeim lofað að öllum kostnaði yrði mætt í fjáraukalögum. „Þess vegna held ég að það hafi verið mjög farsæl ákvörðun þegar í byrjun að segja þetta verðum við að gera,“ segir Willum. „Og bregðast hratt við og mæta öllum þeim útgjöldum sem kunnu að koma til.“ Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að horfa á klippuna hér að neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Erfitt er að áætla nákvæmlega hver afleiddur kostnaður faraldursins er en heilbrigðisráðuneytið hefur tekið saman tölur yfir beinan kostnað ríkissjóðs til heilbrigðisstofnana í faraldrinum. Farsóttahótel næstdýrust Á síðasta ári, 2020, kostaði faraldurinn heilbrigðiskerfið 11 milljarða. Og í ár er gert ráð fyrir að faraldurinn kosti kerfið um 16 milljarða. Þetta fjármagn skiptist niður á eftirfarandi hátt: 5,8 milljarðar fara til Landspítala og hans verkefni, Covid-göngudeildina, hlífðarbúnað og fleira Tæpir 3,5 milljarðar fara í farsóttahótelin, sem Rauði krossinn heldur utan um 2,7 milljarðar fara til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem sér um sýnatökur og bólusetningar Um 2 milljarðar fóru svo í bóluefnakaup. Og restin, í kring um 2 milljarðar, hafa síðan farið til annarra stofnana til dæmis Sjúkratrygginga, landlæknis og heilbrigðisstofnana úti á landi. Willum tók við embætti heilbrigðisráðherra af Svandísi Svavarsdóttur í síðustu viku.vísir/vilhelm Sparnaður ekki málið „Þetta er oft á tíðum bara spurning um hugarfar. Og við erum ekkert að horfa í þetta öðruvísi en það að þetta þarf að gera,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þannig við erum alls ekki að reyna að spara þegar kemur að svona liðum? „Nei, ég held að það myndi nú hitta okkur illa fyrir.“ Willum segir sparnað ekki málið við þessar aðstæður. vísir/vilhelm Ráðherrann segir að við upphaf faraldursins hafi stofnanir heilbrigðiskerfisins fengið þessi skilaboð og þeim lofað að öllum kostnaði yrði mætt í fjáraukalögum. „Þess vegna held ég að það hafi verið mjög farsæl ákvörðun þegar í byrjun að segja þetta verðum við að gera,“ segir Willum. „Og bregðast hratt við og mæta öllum þeim útgjöldum sem kunnu að koma til.“ Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að horfa á klippuna hér að neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira